Fréttablaðið - 06.10.2007, Page 82

Fréttablaðið - 06.10.2007, Page 82
Hljómsveitirnar Bloodgroup og Skátar leiða saman hesta sína á tónleikum á Organ í kvöld kl. 22.00. Bloodgroup hefur nýverið lagt lokahönd á sína fyrstu breiðskífu, Sticky Situation, sem kemur út í þessum mánuði. Skátar sendu í vor frá sér breið- skífuna Ghost of the Bollocks to Come sem hefur fengið glimrandi góða dóma í innlendum miðlum sem og í erlendum. Báðar sveitirnar gefa út ný smáskífulög á næstunni. Annars vegar gefur Bloodgroup út Try On og hins vegar senda Skátar frá sér lagið Taco N Surf a Prayer og fá þau væntanlega að hljóma á tónleikunum. Fjöllistamaðurinn Auxpan treður einnig upp á Organ. Spila ný lög Hljómsveitin Stuðmenn, ásamt Bítlagæslumönnunum, halda tón- leika á Nasa í kvöld í tilefni af afhjúpun friðarsúlu Yoko Ono úti í Viðey. Bítlagæslumennirnir Jónas R. Jónsson og Gunnar Þórðarson flytja nokkur vel valin lög frá Liverpool. Sérstakur heiðursbítill verður Valgeir Guðjónsson sem flytur nokkur frumsamin lög í bland við eldri smelli. Má búast við því að nýtt lag Stuðmanna og Valgeirs, Hvert á Ísland sem er, fá einnig að hljóma. Áður er tónleikarnir hefjast verður kvikmyndin A Hard Days Night sýnd á hvíta tjaldinu á Nasa. Miðaverð er 1500 krónur. Bítlavaka Stuðmanna Nýafstaðnar áheyrnarprufur Benedikts Erlingssonar vegna hlutverks suðræna sjarmörsins Manolo í verkinu Sólarferð gengu stórkostlega, að sögn leikstjórans. „Við vorum sjörmuð í kaf,“ sagði Benedikt, sem hefur þrengt hóp- inn niður í þrjá. Hann segir minnst tíu suðræna menn hafa mætt í prufur, og á von á einum til viðbótar sem flýgur sérstaklega frá London til að reyna fyrir sér. „Þeir voru eiginlega fullkomnir á allan hátt. Það er ótrúlegt hvað suðrænir karlmenn eru bara sjarmerandi og gegnum gangandi góðir leikarar, það kom mér mest á óvart,“ sagði hann. „Og að sjá þessa menn dansa… Ég skammast mín bara fyrir að vera Skandínavi,“ bætti Benedikt við. Hann segist helst óska þess að hann gæti fyllt stóra svið Þjóðleik- hússins af „fallegum, glænýjum, suðrænum Íslendingum,“ og er ekki frá því að reynslan geti af sér eitthvað verkefni undir þeim for- merkjum. „Annaðhvort geri ég kvikmynd um þessa glænýju, suð- rænu menn á þessu kalda landi, eða að við setjum upp einhverja stórkostlega samba-tangó- chacha-flamingó sýningu á stóra sviðinu og mönnum hana með nýbúum,“ sagði Benedikt. „Ég er bara orðinn mjög hrifinn af karlmönnum eftir þetta,“ bætti hann við. Sólarferð verður frumsýnd á stóra sviði Þjóðleikhússins í janúar. Isaac Hanson, meðlimur stráka- sveitarinnar Hanson, þurfti nýverið að gangast undir lungna- aðgerð eftir að hafa fundið fyrir verkjum í brjósti og öxl eftir tónleika. Aðgerðin gekk vel og telja lækn- ar að hann muni ná sér að fullu. Hanson þurfti að aflýsa nokkrum tónleikum í Bandaríkjunum vegna veikinda Isaac en sveitin vonast til að fara aftur upp á svið strax á mánudag. Vinsælasta lag Hanson er MMMBop sem kom út árið 1997. Hanson-bróðir í aðgerð Sjarmörarnir slógu í gegn

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.