Fréttablaðið - 06.10.2007, Page 83

Fréttablaðið - 06.10.2007, Page 83
Yfir sjö þúsund Íslendingar hafa skráð sig á vefsvæðinu Facebook en heildarfjöldi skráninga á heimsvísu er hátt í 40 milljónir. Þekktir Íslendingar sjá sér greini- lega hag í þátttöku því þeir skipta tugum. Facebook er eins og margir vita heimasíða þar sem hægt er að sanka að sér „vinum“ úr öllum áttum bæði með því að finna gamla félaga og stofna til nýrra vinasam- banda. Aðeins eru liðin rúm þrjú ár frá stofnun síðunnar sem varð vinsæl á mettíma og fór á einu ári frá því að vera 60. vinsælasta síða Bandaríkjanna í 7. sætið. Íslendingar hafa tekið Facebook opnum örmum. Meðal þekktra einstaklinga sem hafa ákveðið að taka þátt í Facebook ævintýrinu eru söng- og leikkonan Halla Vilhjálmsdóttir, Ruth Reginalds og umboðsmaður Íslands, sjálfur Einar Bárðarson. Sá síðastnefndi virðist þó tiltölu- lega nýbúinn að skrá sig því hann á enn sem komið er aðeins átta vini, fáa en góða. Þeirra á meðal er að sjálfsögðu stórtenórinn Garðar Thór Cortes sem er eins og allir vita á mála hjá Einari og umboðs- skrifstofu hans í London. Fyrrum idol-dómarinn og söng- konan Sigríður Beinteinsdóttir á bæði Ruth Reginalds og sjónvarps- konuna Svanhildi Hólm Valsdóttur að vinkonum á Facebook. Sömu- leiðis hafa leikkonurnar Anita Briem og Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir tengst þar vinabönd- um en þær eru báðar búsettar í Los Angeles í Kaliforníu. Aníta heldur þó einnig tengslum við leikkonur á Íslandi því Halla Vilhjálmsdóttir er á listanum hennar. Af öðrum sem hafa skráð sig má nefna leikar- ann Guðmund Inga Þor- valdsson og fyrrverandi sjónvarpsmanninn Fjalar Sigurðsson. Síðan virðist almennt eiga upp á pall- borðið hjá leikurum og leikkonum því þær María Heba Þorkelsdóttir og Tinna Lind Gunnarsdóttir, eiginkona Garðars Thórs, eru líka með sitt eigið svæði á Facebook. Af tónlistarfólki má auk þeirra Siggu og Ruthar nefna Vilhelm Anton Jónsson, Ágústu Evu Erlendsdóttir og Klöru Ósk Elías- dóttur en hún er sú eina af Nylon- stúlkunum sem er skráð.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.