Fréttablaðið - 06.10.2007, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 06.10.2007, Blaðsíða 86
Þjálfarar og forsvarsmenn leikmanna FH og Fjölnis búast við spennandi leik í úrslitum VISA-bikarsins. Fyrir leikinn eru FH-ingar þó taldir sigurstranglegri. FH og Fjölnir mætast í úrslitaleik VISA-bikars karla í knattspyrnu á Laugardalsvelli í dag kl. 14.00. FH-ingar, sem rétt misstu af deildartitli í ár, hafa þrisvar sinn- um áður leikið til úrslita í bikar- keppninni, árin 1972, 1991 og 2003, en aldrei hampað bikarnum. Fjölnismenn, sem spiluðu í fyrstu deildinni í sumar, hafa hins vegar aldrei áður leikið til úrslita í bik- arnum og eru í raun að stórbæta besta árangur sinn í keppninni fram að þessu, sem var áður 32- liða úrslit. Segja má því að bak- grunnur liðanna sé ólíkur. „Þetta er auðvitað mikið ævin- týri fyrir okkur að komast í þenn- an leik og menn áttu kannski ekki von á því fyrir mót að við yrðum í þessari stöðu í dag,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis sem kvaðst eðlilega vera spenntur fyrir leiknum. „Leikur- inn leggst rosalega vel í okkur og ég tel að við séum alltaf líklegir fram á við gegn hvaða liði sem er, en í þessum leik þá mun væntan- lega mikið mæða á vörninni og möguleikar okkar felast fyrst og fremst í því að spila agaðan og góðan varnarleik,“ sagði Ásmundur og Magnús Ingi Einarsson, fyrir- liði Fjölnis, tók í sama streng. „Það er rökrétt að reikna með því að þeir verði meira með bolt- ann í leiknum, en ég held að það muni henta okkur ágætlega og við erum með fljóta sóknarmenn sem hafa verið að klára leikina fyrir okkur í sumar,“ sagði Magnús. Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, hefur miklar mætur á liði Fjölnis og reiknar með hörkuleik. „Fjölnisliðið er skemmtilegt og spilar góðan sóknarbolta, þannig að það verður gaman að etja kappi við það. Fjölnir er litla liðið og menn búast við því að FH vinni og þess vegna halda eflaust flestir með þeim, þannig að það getur verið dálítið erfitt að undirbúa liðið fyrir leikinn,“ sagði Ólafur. Tryggvi Guðmundsson, sóknar- maður FH, lagði þó mikla áherslu á að FH liðið myndi ekki verða með neitt vanmat fyrir leikinn. „Staða liða í deild skiptir engu máli þegar komið er í svona stóran leik og það er klárt að það er ekk- ert „lítið“ lið sem kemur sér alla leið í úrslitaleikinn. Leikurinn er gott tækifæri fyrir okkur, eftir vonbrigðin með deildina, að enda tímabilið á jákvæðum nótum og það var einmitt að losna bikara- pláss í hillunni okkar,“ sagði Tryggvi léttur. Fjölnismenn mæta í dag FH-ingum í úrslitaleik bikarsins en þeir voru sem kunnugt er í 1. deild í sumar þar sem þeir tryggðu sér sæti í Landsbankadeildinni næsta sumar. Fjölnir er sjöunda neðri deild- arliðið sem kemst alla leið í úrslitaleik bikarkeppninnar en aðeins það þriðja sem fær tæki- færi til að spila bikarúrslitaleik á Laugardalsvellinum sem hefur hýst alla úrslitaleiki frá og með haustinu 1973. Það er ekki daglegt brauð að lið utan efstu deildar komist alla leið því 67 af síðustu 70 liðum í bikarúrslitaleiknum hafa spilað í A-deild það sumar. Það hefur aðeins einu liði utan efstu deildar tekist að vinna bikarinn og það var lið Víkinga árið 1971. Víkingar voru þá nýkrýndir meistarar í B-deildinni og mættu nýliðum Breiðabliks í úrslitaleiknum. Aðalkeppnin fór fram eftir að Íslandsmótinu lauk og Víkingar voru því í rauninni orðnir efstu deildarlið þegar bikarævintýri þeirra hófst. Víkingar unnu úrslitaleikinn 1-0 með sigurmarki Jóns Ólafssonar á 21. mínútu leiksins. Á þessum 36 árum sem eru liðin hafa þrjú B-deildarlið komist í bikarúrslitaleikinn og öll þurftu að sætta sig við silfrið. FH-ingar töpuðu 2-0 fyrir ÍBV í úrslitaleik á Melavelli 1972, Grindvíkingar töpuðu 2-0 fyrir KR í úrslitaleik á Laugardalsvell- inum 1994 og fyrir sex árum þurftu Fylkismenn vítaspyrnu- keppni til þess að vinna B-deildar- lið KA í úrslitaleik á Laugardals- vellinum. Eins og sjá má á þessu þá hefur ekkert lið utan efstu deildar orðið bikarmeistari síðan að byrjað var að spila bikarúrslitaleikinn á Laugardalsvellinum og Fjölnis- menn eiga því möguleika á að brjóta blað í sögu bikarkeppninnar í Laugardalnum í dag. 36 ár síðan B-deildarlið vann bikarinn FH-ingar spila í dag sinn fjórða bikarúrslitaleik en þeir eiga enn eftir að vinna bikarinn. Það hefur aðeins eitt félag þurft að bíða lengur en Skagamenn unnu bikarinn ekki fyrr en í níundu tilraun sinni árið 1978 en hafa síðan unnið 9 af 10 úrslita- leikjum sínum. FH tapaði 2-0 fyrir ÍBV í fyrsta bikarúrslitaleik sínum fyrir 35 árum en þá var liðið í B-deild. FH-ingar komust aftur í bikarúr- slitaleikinn 19 árum síðar og töpuðu þá 1-0 í aukaleik gegn Valsmönnum eftir 1-1 jafntefli í sjálfum bikarúrslitaleiknum. FH fór einnig í úrslitaleikinn fyrir fjórum árum síðan en töpuðu þá 1-0 fyrir Skagamönnum. Garðar Gunnlaugsson skoraði eina mark leiksins tólf mínútum fyrir leikslok. Sex leikmenn FH-liðsins í dag tóku þátt í þessum úrslitaleik árið 2003, Daði Lárusson, Sverrir Garðarsson, Guðmundur Sævars- son, Tommy Nielsen, Freyr Bjarnason og Ásgeir Gunnar Ásgeirsson. FH-ingar reyna í fjórða sinn Það lið sem skorar fyrsta markið í úrslitaleik VISA-bikars karla í dag ætti að vera í góðum málum ef marka má þróun mála í bikarúrslitaleikjum síðustu ára. Bikarmeistararnir hafa nefnilega skorað fyrsta markið í úrslitaleiknum síðustu fimm ár og í 13 af síðustu 14 bikarúrslita- leikjum. Eini úrslitaleikurinn sem sker sig út er leikur Fylkis og KA árið 2001 en KA, sem þá var í B-deild eins og Fjölnir nú, komst tvisvar sinnum yfir í leiknum en tapaði síðan í vítakeppni. Það hefur ekki alltaf verið algilt að fyrsta markið skili bikarnum í hús því á árunum 1981 til 1992 lentu verðandi bikar- meistarar undir í 7 af 12 úrslita- leikjum. Fyrsta markið mikilvægt Fjölnir er sextánda félagið sem kemst í bikarúrslit en aðeins fimm félög hafa náð að fagna bikarmeistaratitlinum í fyrstu tilraun. Nágrannar Fjölnismanna í Fylki urðu fyrsta félagið í 32 ár til þess að vinna sinn fyrsta bikarúrslitaleik þegar þeir unnu KA í vítakeppni 2001. Fram að þeim leik höfðu sjö nýliðar í röð þurft að sætta sig við silfur eða allt frá því að ÍBA vann sinn fyrsta bikarúrslitaleik 1969. Síðustu nýliðar unnu bikarinn FH-ingar ættu að vera farnir að venjast að spila bikarleiki í Laugardalnum og jafnframt að vera búnir að yfirvinna bikargrýluna í Dalnum því þeir spila í dag sinn þriðja bikarleik í röð á Laugardalsvelli. Fyrir þetta sumar hafði FH- liðið dottið þrisvar sinnum út úr bikarnum í Laugardalnum á síðustu fjórum árum en nú hefur liðið unnið tvo bikarsigra í röð á Þjóðarleikvanginum. FH vann 1-0 sigur á Val í átta liða úrslitunum með marki Ásgeirs Gunnars Ásgeirssonar og svo 3-1 sigur á Breiðabliki í framlengdum undanúrslitaleik þar sem Tryggvi Guðmundsson og Atli Guðnason tryggðu Hafnarfjarðarliðinu sigurinn eftir að Ásgeir Gunnar hafði komið FH í 1-0 í venjulegum leiktíma. Þrír bikarleikir í röð í Dalnum Leiðinlegt að mega ekki skjóta á markið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.