Fréttablaðið - 06.10.2007, Page 90

Fréttablaðið - 06.10.2007, Page 90
Þ að hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með uppgangi lítil- láta Lettans Alexanders Petersson. Hann var uppgötv- aður af forráðamönnum Gróttu í Riga árið 1998 og hann hefur sjálfur sagt að það hafi bjargað sér að vera boðið til Íslands. Annars hefði hann haldið áfram að vera slagsmálahundur í Ríga og var þess utan í slæmum félagsskap. Hæfileikar Alexanders komu snemma í ljós og hann sló í gegn í íslenska handbolt- anum með Gróttu/KR. Atvinnumennskan var óumflýjanleg og árið 2003 gekk hann í raðir þýska úrvalsdeildarliðsins Dusseldorf. Þar lék hann í tvö ár áður en hann samdi við annað þýskt úrvalsdeildarlið, Grosswalls- tadt. Þar hélt Alexander áfram að bæta sig og frammistaða hans fór ekki fram hjá stóru liðunum. Úr varð að eitt besta félagslið heims, Flensburg, keypti Alexander síðasta sumar af Grosswallstadt á háa fjárhæð. „Það er mikill munur á Flensburg og Grosswallstadt. Hér er ótrúlega vel staðið að öllum hlutum, liðið er frábært og allir leikmenn mikið mun betri en hjá Gross- wallstadt. Það er líka talsvert skemmtilegra að keppa á toppnum,“ sagði Alexander þar sem við sitjum úti í garði heima hjá honum með ylvolga og ljúffenga heimalagaða snúða. Hann hefur ekki bara verið farsæll með félagsliðum því hann hefur leikið stórkost- lega fyrir íslenska handboltalandsliðið eftir að hann fékk íslenskan ríkisborgararétt og varð löglegur með liðinu. Er óhætt að segja að hann hafi unnið hug og hjörtu þjóðarinnar með frábærri frammistöðu sinni. Alexander býr ásamt konu sinni, Eivoru Pálu Blöndal, og syni þeirra, Lúkasi Jóhann- esi, í Handewitt sem er lítill, fjölskyldu- vænn bær rétt fyrir utan Flensburg. Í næsta húsi býr þjálfari liðsins, Kent- Harry Anderson, og þar við hliðina Norð- maðurinn harðskeytti, Johnny Jensen. Ég spyr Alex, eins og hann er oftast kallaður, að því hvort hann hafi áttað sig á því hversu hraður uppgangur hans hafi verið og hvort hann sé loksins búinn að ná markmiðum sínum? „Auðvitað líður mér eins og ég sé kominn á toppinn núna og ég get í raun ekki farið neitt mikið hærra. Ég get til að mynda ekki spilað með Kiel þar sem ég leik með Flens- burg, það er of mikill rígur á milli liðanna. Það þýðir samt ekkert að hætta núna, hér ætla ég að festa mig rækilega í sessi og það er ekkert unnið að fá bara samning,“ sagði Alexander sem er 27 ára gamall en hann er með samning við Flensburg til ársins 2010. „Ég er á góðum aldri og á vonandi mín bestu ár eftir í handboltanum. Ég hlakka mikið til næstu ára. Því er samt ekki að neita að hlut- irnir hafa gerst ótrúlega hratt hjá okkur. Við komum fyrir fjórum árum síðan til Þýskalands, eignuðumst Lúkas beint í kjöl- farið. Svo er ég búinn að spila með íslenska landsliðinu í stórmótum og kominn til Flens- burg,“ sagði Alex sposkur á svip en hann tekur velgengninni ekki sem sjálfsögðum hlut og leggur gríðarlega hart að sér til að verða sífellt betri. Óhætt er að segja að hann uppskeri eins og hann sáir. „Draumurinn er að vera hér lengur en þessi þrjú ár en hver veit hvað tekur við næst. Það væri gaman að prófa að spila á Spáni kannski síðar.“ Þó svo Alex eigi vonandi enn mörg ár eftir af ferlinum þá er hann engu að síður farinn að huga að því hvað taki við að loknum ferlinum. „Ég hef gríðarlega mikinn áhuga á öllu tengdu íþróttum og Íþróttaakademían er sífellt að bæta við sig nýjungum. Von- andi verður eitthvað nám í boði þar fljót- lega sem ég gæti byrjað að skoða,“ sagði Alex. Unnusta Alex, Eivor Pála, spilaði sjálf handbolta með Val áður en þau fluttu utan. Hún hélt áfram að spila handbolta ásamt Elfu Björk Hreggviðsdóttur, unnustu Einars Hólmgeirssonar, þegar þau voru öll hjá Grosswallstadt en þar unnu stelpurnar sína deild og æfðu síst minna en strákarnir. Báðar hafa þó lagt skóna á hilluna. Í bili að minnsta kosti. Alex og Eivor kunna vel við líf atvinnumannsins. „Ég er mjög sáttur og þetta líf er mér að skapi,“ segir Alex en Eivor tekur dýpra í árina. „Þetta er bara algjör draumur og maður reynir að njóta hverrar stundar því maður veit aldrei hvenær það tekur enda. Ég finn að það breytist aldrei neitt heima og maður finnur eftir því sem tíminn líður hvað við höfum það gott. Alex er jafn mikið í burtu og venjulegur maður í venjulegri vinnu en viðveran er öðruvísi. Hann er til að mynda mikið heima um miðjan daginn sem er gott því þá getur hann leikið við strákinn og annað.“ Eivor segir að á móti komi að Alex sé oft að heiman heilu og hálfu helgarnar og þá reyna konur leikmanna að brydda upp á ein- hverju skemmtilegu en félagið reynir að búa til eins fjölskylduvænt umhverfi og það getur. Alex segist vera þakklátur fyrir að eiga fjölskyldu og hann kýs þann lífsstíl fram yfir piparsveinalífsstílinn. „Það hentar sumum en ég nýt mín mun mikið betur í fjölskylduumhverfi. Mér finnst það talsvert skemmtilegra. Svo hefur maður alltaf stuðning frá konunni og það er gaman að fylgjast með stráknum vaxa úr grasi og um leið gleyma handboltanum á stundum,“ sagði þessi lítilláti Letti en stolti Íslendingur. Mér líður eins og ég sé kominn á toppinn núna og get í raun ekki farið mikið hærra. Ég er samt ekki hættur og ætla að festa mig í sessi hjá félaginu. Stjarna handknattleikskapp- ans Alexanders Petersson hefur risið hratt síðustu árin. Hann flutti frá Ríga í Lett- landi til Íslands árið 1998 en fimm árum síðar var hann kominn til Þýskalands í at- vinnumennsku. Í dag er Alex lykilmaður í einu sterkasta handboltaliði heims, Flens- burg-Handewitt. Henry Birgir Gunnarsson heimsótti Alex- ander og fjölskyldu hans á heimili þeirra í Handewitt.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.