Fréttablaðið - 09.10.2007, Qupperneq 38
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
„Ég fer oft niður á Jómfrú og
borða rauðsprettu. Þeir steikja
eitt flak, setja ofan á brauð og
setja remúlaði ofan á. Svo borða
ég stundum djúpsteiktan fisk
hjá Hróa Hetti vestur í bæ.“
Fegurðardrottningin Unnur Birna
Vilhjálmsdóttir afhjúpar rokkgell-
una í sér þegar hún verður kynnir
í þættinum Bandið hans Bubba
sem hefur göngu sína á Stöð 2 í
febrúar.
„Mér líst rosalega vel á þetta og
ég er mjög glöð að fá þetta tæki-
færi. Það verður gaman að prófa
að vinna í sjónvarpi því það er
örugglega það eina sem ég á
eftir að gera,“ segir Unnur
Birna. „Ég var aðeins í sjón-
varpi í gamla daga en
það var í algjörri
mýflugumynd. Þetta
er miklu stærra og
skemmtilegra verk-
efni.“
Fyrstu áheyrnar-
tónleikarnir vegna
þáttarins verða
haldnir í Bolungarvík annað kvöld
en Unnur fer í upptökur strax í
dag og hlakkar mikið til enda í
góðum höndum. „Ég þekki Bubba
örlítið í gegnum fjölskyldutengsl
og það er þægilegt að þekkja hann
persónulega áður en maður fer í
þetta. Hann er mjög indæll
alltaf.“ Næstu áheyrnar-
tónleikar verða síðan á
Akureyri 17. október, í
Neskaupstað viku síðar
og loks í Reykjavík 3.
nóvember.
Þrátt fyrir að vera
önnum kafin við lög-
fræðinám í Háskól-
anum í Reykjavík
er Unnur Birna
hvergi bangin og
ætlar sér ekki að
láta námið sitja á
hakanum þrátt fyrir annirnar sem
fram undan eru. „Það er smá
púsluspil að koma þessu fyrir í
dagskránni,“ viðurkennir
sjónvarpskonan tilvonandi, sem
segist finna fyrir jákvæðu stressi
fyrir tökurnar í dag.
Afhjúpar rokkgelluna í sér
„Eins og staða mín er í dag get ég
ekki tjáð mig um málið,“ segir G.
Magni Ágústsson kvikmyndatöku-
maður. Samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins hefur hann, ásamt
kvikmyndaleikstjóranum Stein-
grími Karlssyni, leitað aðstoðar
lögfræðisskrifstofu Ragnars Aðal-
steinssonar vegna máls sem snertir
heimildarkvikmyndina Heima sem
fjallar um tónleikaferð Sigur Rósar
hér á landi á síðasta ári.
Málið snýr að höfundarrétti en
bæði Magni og Steingrímur unnu
að gerð kvikmyndarinnar Heima.
Þeir telja sig ekki hafa fengið það
sem þeim ber á svokölluðum kredit-
lista kvikmyndarinnar. Kvikmynda-
gerðarmennirnir hafa sett fram þá
kröfu að kreditlistinn verði lagaður
og þeir fái þar sess sem þeir sætta
sig við. Steingrímur var upphaflega
leikstjóri myndarinnar og Magni
aðaltökumaður. Liðsmenn Sigur
Rósar voru hins vegar óánægðir
með útkomuna hjá Steingrími og
fengu Dean DeBlois til að ljúka við
myndina.
Íslenski kvikmyndagerðar-
heimurinn hefur fylgst grannt
með gangi mála hjá þeim Magna
og Steingrími eftir frumsýningu
myndarinnar, en Heima hefur
fengið lofsamlega dóma bæði hér
heima og erlendis. Innan kvik-
myndageirans hafa verið háværar
raddir um hversu lítið var gert úr
hlut Íslendinganna í kvikmyndinni.
Kári Sturluson, einn aðstandandi
Heima, vildi ekki tjá sig við
Fréttablaðið þegar það leitaði eftir
viðbrögðum hans. Fram kemur í
framleiðsluskjali kvikmyndar-
innar að Steingrímur Karlsson
hafi verið leikstjóri sumartakanna
og hafi fengið myndefnið til klipp-
ingar haustið 2006 en útkoman
hafi ekki staðist þær miklu
væntingar sem hljómsveitin hafi
haft.
Óánægja með Heima Sigur Rósar
Ragnheiður Gröndal kom fram á
stórtónleikum í Central Park í
New York í lok september, en þeir
voru haldnir til minningar um
breska tónlistarmanninn Marc
Bolan. Þátttöku Ragnheiðar bar
brátt að, en hún var stödd í New
York til að ganga frá lausum
endum eftir námsdvöl hennar þar
í fyrra.
„Þetta kom eiginlega til í
gegnum vinkonu mína sem heitir
Birna Anna og bjó með mér úti,“
útskýrði Ragnheiður. „Hún
kynntist manni sem heitir Joe
Hurley á kaffihúsi í hverfinu
okkar. Hann er söngvari í
hljómsveit sem heitir Rogue’s
March, og stóð fyrir þessum tón-
leikum. Birna lét hann fá íslenska
þjóðlagadiskinn minn, og hann
vildi fá mig til að syngja eitt lag á
tónleikunum,“ sagði hún. Ragn-
heiður féllst á það, og fékk því að
standa á sviði í Central Park ásamt
fleiri framúrskarandi tónlistar-
mönnum. Hún telur að áheyrendur
hafi verið um og yfir þúsund
talsins. „Þeir voru minnst það
margir,“ sagði hún.
Marc Bolan var söngvari bresku
hljómsveitarinnar T. Rex, sem
náði feikilegum vinsældum í Bret-
landi á fyrri hluta áttunda áratug-
arins. Hann lést 16. september
1977, tveimur vikum fyrir
þrítugsafmælið sitt. „Ég vissi nú
ekkert hvaða hljómsveit þetta var
fyrst en kynnti mér það aðeins.
Þeir voru mjög frægir í Bretlandi
en náðu aldrei alveg í gegn í
Bandaríkjunum,“ sagði Ragn-
heiður. „Mér skilst að þetta hafi
verið fyrsta glysrokksveitin,“
bætti hún við.
Ragnheiður söng ballöðuna
Dove, við undirleik Tonys Visconti
á gítar. „Hann var pródúsent fyrir
T. Rex og vann lengi með David
Bowie líka,“ útskýrði Ragnheiður.
Á sömu tónleikum kom fjöldi
þekktra tónlistarmanna fram, en
þar var Patti Smith fremst í flokki.
Jake Shears, söngvarinn úr Scissor
Sisters, kom einnig fram á
tónleikunum, eins og liðsmenn
New York Dolls. „Svo var líka
hópur af konum sem söng
bakraddir fyrir Sinéad O’Connor
en þær eru sjálfar með hljómsveit
núna,“ útskýrði Ragnheiður, sem
sagði reynsluna hafa verið afar
skemmtilega.
„Það voru allir með glimmer
og svona, svo þetta voru mín
fyrstu skref í glysrokkheiminum,“
sagði hún og hló við. „Það var líka
mjög skemmtileg stemning þarna
og æðislegt að syngja í Central
Park. Þetta var ótrúlega flott
útisvið og svo stólar allt í kring,“
sagði hún.
Ragnheiður vinnur nú að nýrri
plötu sinni sem er væntanleg í
nóvember. Hún segist ekki vera á
leið til New York aftur í bráð. „Ég
fer kannski í febrúar og held tón-
leika, en það kemur í ljós,“ sagði
hún.
Auglýsingasími
– Mest lesið