Fréttablaðið - 10.10.2007, Page 28

Fréttablaðið - 10.10.2007, Page 28
Hómer Simpson elsk- ar að gæða sér á amerískum kleinu- hringjum með bleikum glassúr og kökuskrauti. Í sumar var frumsýnd kvik- mynd sem fjallar um þennan gula náunga, vini hans og vanda- menn og ævintýri þeirra. Mikið var lagt í markaðssetningu myndarinnar. Þó tel ég að íslenskir neytendur hafi sloppið tiltölulega vel undan holskeflu markaðssetn- ingar í kring um þennan menning- arviðburð miðað við að í Bandaríkj- unum var myndin auglýst með ýmsum neysluvörum sem voru settar á markað af þessu tilefni. Hérlendis bar lítið á að myndin væri kynnt með neysluvarningi. Og þó. Ég tengi kvikmyndina alltaf við bakarísferð sem ég fór í sumar til þess að kaupa mér kókoskúlu. Í bakaríinu voru engar kókoskúl- ur til, en aftur á móti var þar úrval amerískra kleinuhringja í öllum regnbogans litum. Mér var illa brugðið, enda þykir mér kókoskúl- an ávallt hafa verið einkennismerki íslenska bakarísins, jafnvel upp að því marki að hún skilgreini það. Uppákoman fékk mig til að velta fyrir mér tengslum bakkelsis og þjóðarímyndar. Kókoskúlan íslenska er lítil en góð, alveg eins og þjóðin sem hámar hana í sig. En hvað segja uppblásnir, feitir en lit- ríkir kleinuhringirnir um þjóðina sem skapaði þá? Eða er eitthvert annað bakkelsi sem fremur ein- kennir Bandaríkjamenn? Ég bjó til skamms tíma í Bret- landi og upplifði þar marga bakar- ískreppuna. Ein sú eftirminnileg- asta var þegar ég gekk fram hjá breskum bakarísglugga og sá þar stillt út, væntanlega í þeim tilgangi að lokka viðskiptavini inn, pylsu vafða inn í smjördeig og húðaða ljósbleikum glassúr. Ég fór ekki inn í bakaríið í það skiptið. Fjölmenningarsamfélagið hefur þó kennt mér að umburðarlyndi og nýjungagirni margborga sig hvað mataræði viðvíkur. Ég ætti sumsé, næst þegar færi gefst, að gefa pylsuhorni með glassúr séns.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.