Fréttablaðið - 21.10.2007, Síða 1

Fréttablaðið - 21.10.2007, Síða 1
Sunnudagar *Samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent í maí 2007 Lestur meðal 18–49 ára á höfuðborgarsvæðinu 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 46% M o rg u n b la ð ið F ré tt a b la ð ið 71% Unnur Birna og Ómar um landsleiki, jólagjafir og borgarmálin 106 ára maður og 81 árs kona voru gefin saman í Kína í gær. Pan Xiting kynntist eiginkonu sinni, Chen Adi, fyrir átta árum, en fyrri makar þeirra beggja eru látnir. Það hljóp snurða á þráðinn við brúðkaupsathöfnina vegna þess að Chen vantaði búsetuvottorð, en því hafði hún týnt fyrir mörgum árum. Yfirvöld sýndu brúðhjón- unum þó skilning sökum aldurs og leyfðu þeim að giftast án vottorðsins. Þau eru á meðal elstu hjóna sem vitað er um að gefin hafi verið saman. Ástin spyr ekki um aldur Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokks, hefur ákveðið að taka ekki sæti í starfshópi um málefni Orkuveitu Reykjavíkur, Reykjavík Energy og Geysis Green Energy. „Þetta var mín ákvörðun. Þegar tillagan kom til var gert ráð fyrir oddvitum allra flokka en sjálfstæðismenn unnu Vilhjálmi Þ. Vilhjálms- syni ekki að taka sæti í hópnum og var þá komin upp ný staða,“ segir Björn Ingi. „Í ljósi þess að sjálfstæðismenn hafa reynt að gera það tortryggilegt að ég sé þarna hef ég ákveðið að taka ekki sæti í hópnum. Ég vil að starfshópurinn sé hafinn yfir allan vafa.“ Varaborgarfulltrúi Framsóknarflokks, Óskar Bergsson, tekur sæti Björns Inga í hópnum. Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, fagnar því að Björn Ingi skuli ekki taka sæti í hópnum. „Ég fagna því að hann skuli gera þetta og hann sé þá sammála okkur um að rannsókn málsins skuli vera hafin yfir allan vafa. Með athugasemdum okkar vorum við ekki að segja að hann yrði óheiðarlegur við rannsókn málsins, heldur verður þetta að vera hafið yfir allan vafa. Gísli Marteinn segir borgarstjórnarhóp Sjálfstæðisflokksins alltaf hafa haft væntingar til starfshópsins, en fundist þátttaka Björns Inga slá rangan tón. „Það er mikilvægt að allir séu ákveðnir í því að komast til botns í málinu og ákvörðun Björns Inga styrkir okkur í þeirri trú að það verði gert. Á fyrsta fundi borgarráðs eftir að nýr meirihluti tók við var samþykkt stofnun starfshóps undir stjórn Svandísar Svavarsdótt- ur sem ætlað er að kanna allar hliðar samruna Reykjavík Energy Invest og Geysis Green Energy. Gert var ráð fyrir að oddvitar allra stjórn- málaflokka í borgarstjórn tækju sæti í hópnum. Sjálfstæðismenn ákváðu þrátt fyrir það að skipa Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarfull- trúa í hópinn í stað oddvitans, Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar. Sjálfstæðismenn létu jafnframt bóka að „Sjálfstæðisflokkurinn telji það rýra trúverðug- leika málsins verulega að einn helsti gerandinn í þessu máli, Björn Ingi Hrafnsson, skuli eiga sæti í hópnum og þar með gerast rannsakandi í eigin máli“. Tekur ekki sæti í starfshópi Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, Björn Ingi Hrafnsson, tekur ekki sæti í starfshópi sem ætlað er að rannsaka samruna REI og Geysis Green Energy. Sjálfstæðismenn fagna ákvörðun borgarfulltrúans. „Við göngum ekki þegjandi og hljóðalaust að þessu. Það er of mikið í húfi,“ segir Bald- vin Samúelsson, eigandi veitinga- staðarins Q-bar í Ingólfsstræti og formaður Félags kráareigenda. Borgarráð hefur samþykkt að leggja til við lögreglustjóra höf- uðborgarsvæðisins að opnunar- tími staðarins verði skertur og honum lokað klukkan þrjú um helgar en ekki hálf sex eins og nú tíðkast. Ástæðan mun vera hávaði og kvartanir íbúa í nágrenninu. „Við höfum gögn undir höndum sem sýna að við erum langt undir hávaðamörkum. Hávaði inni á staðnum er undir viðmiðunar- mörkum en hins vegar erum við yfir þessum mörkum þegar hávaði fyrir utan staðinn er mældur. Það er hins vegar ómögu- legt að tengja þann hávaða ein- göngu við gesti staðarins,“ segir Baldvin og bætir því við að lög- fræðingur Félags kráareigenda skoði nú málið. Í umsögn borgarráðs var einn- ig samþykkt að leggja til skerð- ingu opnunartíma veitingastað- anna Monte Carlo og Mónakó á Laugavegi. Vísað er í ummæli lögreglu um að oft hafi þurft að hafa afskipti af gestum þessara staða og nágrannar hafi kvartað undan ónæði en þar er áfengi afgreitt frá því klukkan 11 á morgnana. Stefán Eiríksson lögreglustjóri segir að umsagnirnar séu í lög- bundnu ferli en vildi að öðru leyti lítið tjá sig um málið. Í ávarpi Björns Bjarna- sonar, dóms- og kirkjumálaráð- herra, á Kirkjuþingi í gær kom fram að á vettvangi ríkisstjórnar hafi verið rætt hvort ástæða sé til að huga að stöðu þjóðkirkjunnar innan stjórnarráðsins. Yrði embætti kirkjumálaráð- herra lagt niður og þjóðkirkjan færð til forsætisráðuneytis. Karl Sigurbjörnsson biskup tekur vel í hugmyndir ráðherra og segir þær vera niðurstöðu af að afskipti stjórnarráðsins hefur minnkað stöðugt. Að færa þjóðkirkjuna undir forsætisráðuneyti væri því mikilvæg staðfesting á sjálfstæði hennar og stöðu. Biskup telur ekki að slíkar breytingar væru skref í átt að aðskilnaði ríkis og kirkju. Ráðuneyti verði lagt niður
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.