Fréttablaðið - 21.10.2007, Page 2

Fréttablaðið - 21.10.2007, Page 2
 Hlutfallslega eru mun fleiri karlar í stjórnum líf- eyrissjóða en konur. Í Kynjabók- haldi ASÍ 2007 kemur fram að karlar eru rúm 73 prósent stjórn- armanna í lífeyrissjóðum en kon- urnar tæp 27 prósent. Stjórnarmennirnir skiptast jafnt milli verkalýðshreyfingar- innar og Samtaka atvinnulífsins. Af þeim sextíu sem sitja í þessum stjórnum lífeyrissjóðanna eru níu konur fulltrúar stéttarfélaganna meðan sjö konur eru fulltrúar Samtaka atvinnulífsins. Hlutfallslega eru mun færri konur sem sitja í stjórnum aðild- arfélaga ASÍ miðað við hlutfall þeirra sem félagsmanna. Konur eru 45 prósent félagsmanna aðild- arfélaga ASÍ en aðeins 35 prósent stjórnarmanna. Þegar fjöldi stjórnarmanna í landssamböndunum er skoðaður eftir kyni kemur í ljós að konur eru fimmtán en karlarnir 53 tals- ins. Hæst er hlutfall kvenna meðal meðstjórnenda, þar eru tólf konur á móti 39 karlmönnum. Í Kynjabókhaldinu kemur fram að ekki hefur orðið veruleg breyt- ing á hlutfalli kvenna í stjórnum og ráðum milli ára. „Kynjabók- haldið sjálft leysir hvorki vanda né eykur hlut kvenna í stjórnum og ráðum. Það þarf að breyta við- horfum og samþætta jafnréttis- sjónarmiðið í allri ákvarðanatöku aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands,“ segir þar. Mun færri konur í stjórnum Samkvæmt fréttavef breska ríkisútvarpsins tilkynnti JK Rowling, höfundur bókanna um galdrastrákinn Harry Potter, aðdáendum sínum á föstudag að ein af aðalpersónum bókanna, skólastjórinn Albus Dumbledore, sé samkynhneigður. Hún ljóstraði þessu upp á samkomu í New York þegar hún var spurð hvort Dumbledore hafi einhvern tímann verið ástfang- inn. Hún sagði hann á yngri árum hafa hrifist af galdramanninum Gellert Grindelwald. Samtök samkynhneigðra í Bretlandi hafa fagnað yfirlýsing- unni. Dumbledore út úr skápnum Dagur, eru portkonur þér hugleiknar? „Þetta gekk ljómandi vel og ég vona að okkur hafi tekist að vekja fólk til umhugsunar,“ segir Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla, en félagið stóð fyrir svokölluðum slagdegi í gær. Gestir Kringlunnar, Smáralindar og Glerártorgs á Akureyri gátu fengið fría áhættugreiningu hjá hjúkrunarfræðingum og læknum sem mátu líkur á slagi, svo sem heilablæðingu eða blóðtappa. Þórir segir að fjölmargir hafi nýtt sér þjónustuna og mörgum hafi verið bent á að leita læknis. Í Kringlunni kom til að mynda upp eitt tilfelli þar sem einstakl- ingur var sendur beint á bráða- móttöku. Einn sendur á bráðamóttöku „Ég tel afar mikilvægt að hjónabandið verði áfram skil- greint sem sáttmáli karls og konu,“ segir hr. Karl Sigurbjörns- son biskup. Á Kirkjuþingi, sem stendur nú yfir, deila menn um hvort takmarka eigi skilgreiningu á hjónabandi við sáttmála milli karls og konu eða hvort hjónaband geti átt við um sambönd samkyn- hneigðra. Lögð verða fram tvö frumvörp fyrir þingið í dag sem bæði mæla með heimild presta þjóðkirkjunn- ar til þess að framkvæma stað- festa samvist. Biskup leggur fram frumvarp þar sem sérstök áhersla er lögð á að hjónaband sé sáttmáli milli karls og konu. „Ég held að grundvallaratriðið hvað hjónabandið varðar sé þessi gagnkvæmni kynjanna sem getur af sér líf. Með allri virðingu fyrir ást samkynhneigðra, þá er það annars eðlis,“ segir biskup og seg- ist álíta að tillaga hans sé mála- miðlun milli stríðandi fylkinga innan þjóðkirkjunnar. „Ef til þess kæmi að ríkið myndi gera hjúskaparlögin kynhlutlaus, þá tel ég fyrir mína parta að hlut- verk presta sem vígslumanna myndi hverfa. Þá væri búið að skilja á milli samskilnings flestra trúarbragða heims og löggjafans sem hingað til hefur ríkt.“ Hulda Guðmundsdóttir er guð- fræðingur og flutningsmaður frumvarps um staðfesta samvist þar sem ekki kemur fram sérstök skilgreining á hjónabandinu. „Hjá biskupi kemur fram áhersla sem við teljum ekki rétt að setja. Við teljum ekki tímabært að loka inni einhverja skilgrein- ingu á hjónabandinu. Ég held að þessi áhersla biskups sé til þess gerð að þeim íhaldssömustu líði betur, en þetta er í raun óþarft.“ Hulda segist ekki vilja loka dyr- unum hér og nú. „Nú þegur hefur það verið lagt fram á Alþingi að leggja niður lög um staðfesta samvist. Ef það fer í umræðu, þá getum við rætt þessi mál.“ Í könnun meðal starfandi presta þjóðkirkjunnar reyndust 65 pró- sent svarenda hlynntir því að prestum verði veitt heimild til að framkvæma staðfesta samvist. Um 80 prósent kvenpresta voru mjög eða frekar hlynnt, en 59 pró- sent karlpresta. Þá hafði starfs- aldur einnig áhrif og voru prestar sem unnið hafa í 15 ár eða skemur hlynntari heimildinni. Biskup vill hjóna- bandið skilgreint Á Kirkjuþingi eru uppi deilur um hvernig eigi að skilgreina hjónabandið. Bisk- up telur hjónabandið vera sáttmála milli karls og konu. Frjálslyndari armur þjóðkirkjunnar telur ekki rétt að loka inni skilgreiningu á hjónabandinu. Mikhail Gorbatsjov hefur tekið þátt í stofnun nýrrar stjórn- málahreyfingar í Rússlandi sem kallast Samtök sósíaldemókrata og lofar umbótum í rússnesku samfé- lagi. Þetta kemur fram á fréttavef breska ríkisútvarpsins Á stofnþingi hreyfingarinnar sagði Gorbatjov að markmið henn- ar væri að berjast gegn spillingu og að auka stjórnmálaumræðu í samfélaginu. Hreyfingin nýja styður umbæt- ur Vladimirs Pútín, núverandi for- seta Rússlands. Það er hugsanlega af þeim sökum sem samtökin taka ekki þátt í þingkosningum sem fara fram í landinu í desember, en þar er flokki Pútíns spáð ótvíræð- um sigri. „Við viljum ná völdum, en aðeins yfir hugum almennings,“ sagði Gorbatsjov á stofnþinginu. Í yfirlýsingu frá samtökunum kemur fram að „lýðræðislegir val- möguleikar og samkeppni í stjórn- málum eiga undir högg að sækja og því vilja sósíaldemókratar berj- ast fyrir frelsi og réttlæti.“ Líklegt þykir að Gorbatsjov, sem er 76 ára, verði kosinn formaður samtakanna á stofnþinginu. Vilja ná völdum yfir hugum Gordon Brown, forsætis- ráðherra Bretlands, lýsti yfir ánægju sinni með nýjan sáttmála Evrópusambandsins sem var samþykktur á fundi í Lissabon í Portúgal á föstudag, samkvæmt fréttavef breska ríkisútvarpsins. „Skýrar undanþágur gera það að verkum að Bretland þarf ekki að óttast um hagsmuni sína,“ sagði forsætisráðherrann að fundinum loknum. Íhaldsmenn hafa lýst yfir vantrausti á samþykktina. Þeir segja að halda hefði átt þjóðarat- kvæðagreiðslu til að skera úr um hvort breska þjóðin hafi í raun viljað ganga að sáttmálanum. Ánægður með Evrópusáttmála Mannbjörg varð þegar litlum skemmtibát með fjórum innan- borðs hvolfdi á fremra Selvatni í Mjóafirði við Ísafjarðardjúp í gær. Þrjár konur sem í bátnum voru komust í land að sjálfsdáðum en óttast var um karlmann sem var með þeim í för. Þyrla Landhelgis- gæslunnar var kölluð á staðinn ásamt björgunarsveitarmönnum frá öllum Vestfjörðum. Maðurinn kom sér í land á endanum en var kaldur og þrekaður. Hann var fluttur með þyrlunni á sjúkrahúsið á Ísafirði til aðhlynningar. Ekki er vitað hvers vegna bátnum hvolfdi. Fluttur þrekað- ur á sjúkrahús
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.