Fréttablaðið - 21.10.2007, Side 6

Fréttablaðið - 21.10.2007, Side 6
Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • fax 511 4040 • utflutningsrad@utflutningsrad.is www.utflutningsrad.is Markaðsnefnd um íslenska hestinn auglýsir eftir umsóknum um styrki til markaðstengdra verkefna erlendis. Nefndin starfar á vegum landbúnaðarráðuneytisins en Útflutningsráð Íslands fer með daglega umsýslu nefndarinnar. Markmið með starfi nefndarinnar eru: • að auka útflutningsverðmæti hrossa. • að auka verðmæti framleiðsluvara sem tengjast íslenska hestinum. • að auka hlutfall ferðamanna sem nýta sér hestatengda ferðaþjónustu. Til að ná þessum markmiðum hefur nefndin til ráðstöfunar fjármagn til styrkja. Megináhersla er lögð á styrkveitingar til útgáfu- og kynningarmála, markaðssetningar og annarra verkefna sem styðja við hrossaræktendur, framleiðendur og ferðaaðila sem heildstæða atvinnugrein. Umsækjendur geta verið einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir og samtök. Ekki eru veittir styrkir til fjárfestinga. Umsóknarfrestur er til 31. október nk. Ítarlegar upplýsingar um úthlutunarreglur nefndarinnar og umsóknareyðublöð er að finna á vefsíðu Útflutningsráðs Íslands www.utflutningsrad.is. Markaðsnefnd um íslenska hestinn Styrkumsókn P IP A R • S ÍA • 6 05 94 Hópferðabíll ók í stað stætisvagnsins sem fer leið númer tvö á fimmtudag og föstudag. Far- þegar fengu því að sitja í töluvert þægilegri sætum þennan daginn en þeir eiga að venjast, en þurftu á móti að klífa fleiri þrep til að kom- ast upp í rútuna. Reynir Jónsson, framkvæmda- stjóri Strætó bs., segir ekki oft koma fyrir að hópferðabílar þurfi að sinna störfum strætisvagna. Ástæðan sé þó ekki skortur á stræt- isvögnum heldur hafi eitt fyrir- tækjanna sem ekur fyrir Strætó bs., Hópbílar, þurft að grípa til rútu í neyð örfáum sinnum. „Í fyrra skiptið voru þeir búnir að kaupa þrjá glænýja vagna, en fengu þá ekki afhenta á réttum tíma og þurftu þess vegna að nota aðra bíla sem þeir áttu. Á fimmtu- daginn þurfti að grípa til hóp- ferðabílsins vegna þess að stræt- isvagninn sem átti að keyra leiðina bilaði.“ Reynir segir hópferðabílana geta komið sér illa fyrir fólk sem á erfitt með gang, eða fólk með barnavagna eða reiðhjól, því gólfið liggi mun hærra en í strætisvögn- um. Þess vegna sé ekki ákjósanlegt að nota þá sem strætisvagna. Það virðist samt ekki hafa komið sér illa að nota slíkar bifreiðar í neyðartilfellum, enda segist Reyn- ir ekki hafa heyrt af neinum kvört- unum vegna þess, „enda eru þetta vel búnir bílar“. Rútan sem þóttist vera tvistur „Við gætum selt allt á morgun ef við vildum,“ segir Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, verkefnastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar. Gengið hefur verið frá sölu um 80 prósent allra fasteigna í umsjón Þróunar- félags Keflavíkurflugvallar og keppst er um að bjóða í þau 20 pró- sent sem eftir eru. Nú þegar er hagnaður félagsins um 15 millj- arðar króna. Háskólavellir ehf. festu kaup á 96 byggingum á starfssvæði Þró- unarfélagsins. Um ræðir alls um 155.000 m², þar af um 1.660 íbúðir. Heildarvirði samningsins er um 14 milljarðar króna. Að Háskólavöllum standa fast- eignaþróunarfélagið Klasi hf., Glitnir, Fasteignafélagið Þrek ehf., Fjárfestingafélagið Teigur ehf. og Sparisjóðurinn í Keflavík. Ein for- senda samningsins var að Keili, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs, yrði tryggðar 500 íbúð- ir til ráðstöfunar fyrir leiguíbúðir stúdenta. Daginn áður keypti Keilir tvö hús ásamt byggingarlóðum, ann- ars vegar skólabyggingu sem áður hýsti menntaskóla varnarliðsins og hins vegar leikskóla. Heildar- virði samningsins við Keili er 320 milljónir króna. Með kaupunum tryggði Keilir sér framtíðarkennsluhúsnæði og lóð sem duga á fyrirtækinu næstu áratugi, en menntaskólinn er um 5.400 fermetrar að stærð. Gengið var formlega frá fyrstu sölu Þróunarfélags Keflavíkur- flugvallar hinn 20. ágúst síðastlið- inn við Base ehf. sem bauð í allar byggingarnar sem auglýstar voru. Base mun byggja upp svonefnda Tæknivelli til framtíðar, aðstöðu fyrir iðngreinar með áherslu á meðal annars verkfræði, raunvís- indi og nýsköpun. Nýjustu kaupin eru kaup Kirkju- ráðs á kirkju svæðisins. Guðlaug- ur segir sölu fasteigna þó aðeins vera fyrsta skrefið í starfsemi Þróunarfélagsins. „Þegar sölunni er lokið munum við gera úttekt á mengun og sjá um almenna þróun á svæðinu.“ Fyrir nokkru skýrði Fréttablað- ið frá því að fjárfestingafyrirtæk- ið Verne hefði skrifað undir vilja- yfirlýsingu um kaup á tveimur húsum á vellinum til þess að reka þar netþjónabú. Búist er við að hugmyndir um slíkt verði kynntar inn skamms að sögn Vilhjálms Þor- steinssonar, framkvæmdastjóra Verne. Fimmtán milljarðar króna í hagnað á Keflavíkurvelli Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar hefur selt um 80 prósent allra fasteigna í umsjón félagsins. Starfrækt verður kirkja á svæðinu og allar líkur eru á að netþjónabú muni rísa í tveimur húsum. Helsti sáttasemjari Írans varðandi kjarnorkuáætlunina, Ali Larijani, hefur sagt upp störfum. Þetta kemur fram á fréttavef breska ríkisútvarpsins. Larijani hafði ítrekað lagt fram uppsögn sína, en Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, hefur fram að þessu ávallt neitað að samþykkja hana. Larijani og Ahmadinejad voru ósammála um hvernig ætti að bera sig að í samskiptum við Vesturlönd. Forsetinn hefur aðhyllst eindregna kjarnorku- stefnu, en Larijani hefur lagt áherslu á málamiðlanir á milli Vesturlanda og Írans. Uppsögn loks samþykkt Íslensku byggingarlistarverð- launin 2007 komu í hlut VA arkitekta fyrir Lækn- ingalind, Bláa lóninu. Geir H. Haarde forsætisráð- herra afhenti verðlaunin á Kjarvalsstöðum í gær. Lækningalind Bláa lónsins er sjálfstæð viðbót við Heilsulind Bláa lónsins. Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt er einn hönnuða byggingarinnar. Hún segir að við hönnunina hafi verið reynt að taka tillit til náttúrunnar umhverfis húsið. „Við vildum milda umhverfisáhrif byggingarinnar og beittum til þess ýmsum ráðum. Við notuðum til að mynda hraun af lóðinni til að klæða bygginguna og létum einnig vatn úr baðlóninu renna í náttúrulega hraunbolla.“ Samhliða afhendingunni var opnuð sýning á þeim tíu verkefnum sem þóttu koma til greina til verðlaun- anna og til stendur útgáfa bókar um þessi sömu verkefni. Sigríður segir vel að verðlaununum staðið. „Þetta er að sjálfsögðu mikil viðurkenning fyrir okkur. En það er ekki síður ánægjulegt að þessi verðlaun hjálpa til við að stuðla að opinni umræðu um hlutverk byggingarlistar í lífi okkar.“ Lækningalind verðlaunuð Baráttufólk gegn virkjun neðri Þjórsár fékk afhent aðdáendabréf frá framkvæmda- stjórn Ungra jafnaðarmanna. Í bréfinu lýsir stjórnin yfir aðdáun sinni á því sem hún segir hetjulega baráttu gegn Lands- virkjun. Góður hópur gestgjafa tók á móti ungmennunum á bænum Skaftholti í Skeiða- og Gnúpverja- hreppi. Í þeim hópi voru meðal annars þrjár konur á níræðis- og tíræðisaldri sem láta ekki sitt eftir liggja við mótmæli gegn virkjunaráætlunum. Buðu þær stjórninni í skoðun- arferð um svæði sem færu undir vatn, verði áætlanir Landsvirkj- unar að veruleika. Afhentu íbúum Þjórsárbakka aðdáendabréf Á að hlutafélagavæða Lands- virkjun? Tekur þú slátur?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.