Fréttablaðið - 21.10.2007, Page 18

Fréttablaðið - 21.10.2007, Page 18
Þ egar Sjónlistaverðlaunin voru sett af stað segir sagan að menntamálaráðherra hafi rekist á útvarpsstjóra á flugvelli og dregið hann með á fund um verðlaunin. Alla vega var útvarpsstjórinn hafður með á öllum myndum þegar tilkynnt var að Sjónlistaverðlaun væru sett á stofn. Hlutur sjónvarpsins var enda nokkur þegar kom að tilnefningum og síðan veitingu verðlaunanna. Í ár brá svo við að Sjónvarpið lét sér duga að senda beint frá athöfninni: umfjöllun um myndlistina og þá sem hana skópu varð utan garðs. Þeir eru til sem halda því fram að myndlist eigi ekki erindi í sjónvarp, samband rýmis og listaverk rýrni á þröngum skjánum, litir séu sjaldan réttir og verkið skili sér illa. Raunin hefur orðið sú að með bestu tækjum getur tækið þjónað erindinu og sýnt almenningi myndlist á viðeigandi máta. Ef dagskrár- stjórar hafa möguleika á að koma henni á framfæri sem er ekki alltaf. Myndlist er ekki þess eðlis að ráðandi öfl í dagskrám sjónvarpsstöðva hafi á því áhuga að miðla annarri myndlist en iðnaðarvörum, bæði leiknu efni og auglýsingum. Myndlistarmenn hafa fátt látið hafa eftir sér um smáan hlut myndlistar í Sjónvarpi: þeim virðist duga mínútu-umfjöllun í Kastljósi og öðrum slíkum þáttum. En er það okkur hinum nóg? Skattborgarar hafa kostað miklu til að koma á legg öflugu fram- leiðslukerfi myndlistar í landinu. Það er ekki viðlit að mögulegt sé að fylgjast með öllu því sem hér er í gangi í myndlist, magn sýninga er slíkt. Sjónvarp í eigu ríkisins ætti því að sjá sér skyldu að sinna íslenskri myndlist, ekki aðeins með almennilegum úttektum, viðtölum og viðræðum, heldur líka með sögulegum þáttum. Það er hægðarleikur nú þegar verið er að skrifa myndlistarsögu á vegum mennta- málaráðuneytisins. Væri ekki ráð að tvinna það saman? Hvernig ganga skrifin? Hvaða spurningar vakna? Öflun myndefnis stendur yfir, má ekki hoppa á þann vagn? Ráðuneytið hlýtur að vilja að það verk fari sem víðast – er ekki ráð að hefja kynninguna nú? Athygli þjóðarinnar er ekki nægilega mikil á þann menningarmiðil sem hún á og rekur – þar virðast ráðamenn líta á það sem frumskyldu sína í starfi að skaffa sjálfum sér góð laun og tryggja að þeir sjáist sjálfir sem oftast á skjánum. Líkast til vegna þess að þeir eru myndarlegir menn – en margar aðrar myndir eru merkilegri en þeirra. Myndlist á heima í myndmiðli. Þeir eru ráðnir til að sinna menningar- legu starfi. Það er kominn tími á að þeir fari að annast það verkefni. Páll Baldvin Baldvinsson skrifar Á sínum tíma þótti Har- old Robbins spennandi rithöfundur, sumir töldu hann merkilegan rithöfund þegar hann var upp á sitt besta, létu hafa eftir sér að Carpetbaggers (1961) væri mikilvæg skáldsaga. Nú er líf hans og list í sviðsljósinu því komin er út ævisaga þessa met- söluhöfundar vestanhafs og aust- an og vekur athygli. Harold Robbins fæddist 1916 og lést 1997. Hann var alinn upp af föður og stjúpu, en móðirin lést fáum dögum eftir fæðingu hans. Hann starfaði við ýmis störf í verslun og viðskiptum en tók svo til við að skrifa reyfara og fékk sína fyrstu bók útgefna 1942. Þá strax var hann tekinn til við að blanda í spennusögur sínar lýs- ingum á nekt og kynlífi. Formúlan gekk vel ofan í lesendur og Robb- ins náði samningum við virðulega útgefendur. Fyrsta sagan sem vakti athygli fyrir bersögli og krassandi kynlífslýsingar var bönnuð fyrir ósiðsemi árið 1948. Á þeim tíma voru útgefendur að berjast gegn ritskoðun og unnu að lokum sigur beggja vegna Atlant- sála. Það tók víða enn lengri tíma að brjóta ritskoðun á bak aftur, til dæmis í leikhúsi í Bretlandi þar sem opinbert eftirlit var með leik- sýningum til 1968. Robbins gerði betur en að kríta liðugt á pappírnum. Hann spann upp kostulegar og dramatískar sögur af ævi sinni. Hann var eini maðurinn sem bjargaðist úr kaf- bát á stríðsárunum, hann var alinn upp á munaðarleysingjahæli, hann var afmeyjaður á hóruhúsi og þessum lýsingum gleypti pressan við. Sögur hans tóku að seljast í bílhlössum og þegar komið var undir 1960 var hann orðinn alþjóðanafn: Carpetbagg- ers (1961) byggði lauslega á ævi Howard Hughes og er talin fjórða mesta bók okkar tíma: Harry Pot- ter er peð í sölu miðað við Harold Robbins. Sumir kenna svokallað- ar flugvallabókmenntir við þenn- an ósvífna og vinsæla rithöfund. Carpetbaggers, Peyton Place, Inheritors; sögurnar voru margar og flestar langar, klúrar og spenn- andi afþreying. Um 1970 seldi hann 25 þúsund eintök á dag, sam- anlagt 750 milljón eintök að því er talið er. Robbins var þrígiftur og hélt stórar og ríkmannlegar veislur þar sem kynlíf var stundað af miklum móð. Villur beggja vegna Atlantshafsins, sundurgerð í klæðaburði, umsvermaður ungum konum, hann barst mikið á enda flestar sögur hans efni í íburðar- miklar kvikmyndir og síðar sjón- varpsmyndir svo nóg var ríki- dæmið. Hann hélt úti opinberu andliti en samstarfsmenn hans kunna honum fáir góða sögu: Michael Korda rithöfundur vann við að laga verkin hans og segir Harold hafa verið einstaklega ógeðfelldan mann. Hann skóp í starfi sínu nýtt fyrirbæri: hann ferðaðist um öll Bandaríkin og kynnti nýjar bækur sínar og var frumherji í markaðssetningu sem okkur er töm í dag. Arfleifð hans rataði loks inn í sjónvarpið í serí- um á borð við Dallas og Dynasty. Þeir sem eru of ungir til að muna þær sápur þekkja Desperate Housewives, sem er samsuða úr sama hristaranum. Við vorum alin upp við þá heimsmynd sem þessi ósvífni sölumaður skóp til þess að græða á okkur. Villa í hæðunum ofan við Cann- es, önnur í Acuapulco, sú þriðja í Beverly Hills, fjórtán bílar, mál- verk eftir marga helstu meistara málverksins á síðustu öld: allt rík- idæmið dugði honum um síðir ekki til. Eftir kókveislu í febrúar 1984 datt hann heima á baðher- berginu og braut á sér mjöðmina. Eftir það var hann bundinn við hjólastól og stöðugt kvalinn. Lækniskostnaðurinn eyddi húsun- um og skilnaður við Grace konu hans tók sitt. Svo fór á endanum að sjóðir hans runnu til þurrðar, bækurnar hættu að seljast og hann lést í örbirgð í Palm Springs, vinalaus og yfirgefinn. Nýja ævi- sagan heitir: Harold Robbins: The Man Who Invented Sex og er eftir Andrew Wilson. - pbb sem fann upp sexið Dallas: Þáttaröðin vinsæla þræddi troðna slóð í dýrkun á melódrama, aðdáun á ríkidæmi og konum með glossaðar varir. Linda Gray í hlutverki Sue Ellen í hinu fræga handtökuatriði. Harold Robbins og Grace í Cannes 1977. LJÓSMYND:AFP Ég hitti Samuel Beckett fyrst árið 1961 í París, þegar leikrit mitt, Húsvörðurinn, var sett þar á fjalirnar. Hann gekk inn á hótelið afar hröðum skrefum. Göngulag hans var ákveðið og handtak hans fumlaust. Hann var afskaplega vingjarnlegur. Ég hafði vitaskuld þekkt verk hans í mörg ár en þau höfðu aldrei lætt þeirri tilfinningu inn hjá mér að hann æki sérstaklega hratt. Allt kvöldið þeysti hann þó á litlu Citröen- bifreiðinni sinni frá hverri kránni til annarrar. Við enduðum að lokum á veitingahúsi í Les Halles og borðuðum lauksúpu klukkan fjögur um nótt. Þegar hér var komið við sögu var ég aðframkominn af meltingartruflunum og brjóstsviða – sem mátti líklega rekja til tóbaks, áfengis og hugaræsings – og lagði höfuðið á borðið. Þegar ég leit upp var hann horfinn. Ég hafði ekki hugmynd um hvers vegna hann gufaði upp og hugsaði með mér: „Kannski var þetta allt saman draumur.“ Ég held að ég hafi sofnað við borðið. Um þremur stundarfjórðungum síðar hreyfðist borðið og þarna var hann kominn, með böggul í fanginu, poka. „Ég þurfti að leita þvert og endilangt yfir París,“ sagði hann, „en ég fann það loksins.“ Og hann teygði sig ofan í pokann og rétti mér dós af matarsóda, sem hreif eins og skot. Harold Pinter Flutt á BBC árið 1990. Í minningu Sam Samuel Beckett (1906-1989)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.