Fréttablaðið - 21.10.2007, Síða 20

Fréttablaðið - 21.10.2007, Síða 20
S íðasta sýning ársins í Listasafninu á Akureyri er í hönd- um kraftmikilla ungra listamanna, sem eru valdir af Francis McKee, safnstjóra Nýlistasafnsins í Glasgow. Þar í borg hefur um langt skeið verið blómlegt listalíf þótt ekki hafi farið mikið fyrir því í auglýsingum fyrir hinar frægu Glasgow-ferðir enda miðuðust þær við opnunartíma verslana en ekki gallería, safna eða leik- húsa. Francis er einn virtasti og framsæknasti sýningar- stjóri Skotlands en þar þurfa menn að eiga slíka krafta vegna Edinborgarhátíðar og reglulegs sýningarstarfs. Skotar eru að sækja í sig veðr- ið á mörgum sviðum og við mættum heimsækja þessa nágranna okkar oftar. Listamennirnir eru allir fæddir á áttunda áratugnum og hafa stundað framhalds- nám við Glasgow School of Art en koma frá Kanada, Englandi, Skotlandi og Íslandi. Þótt þeir eigi sama nám að baki hefur hver og einn þeirra markað sér efnistök, áherslur og tækni að sínu skapi og geðslagi. Bald- vin Ringsted Vignisson fæst við spennandi tilraunir á mörk- um hljóðs og ljóss en Will Duke skapar ógnvekjandi stafrænar hreyfimyndir. Húmor og sterk konsept einkenna margvísleg verk Jónu Hlífar Halldórsdótt- ur, Erica Eyres afmyndar fólk og kannar viðþolið gagnvart hinu ljóta á meðan Lorna Mac- intyre skapar merkingu eða kerfi úr fundnum munum og óreiðu. Að vanda gefur Listasafnið út veglega sýningarskrá, blað, vegna sýningarinnar og má þar meðal annars finna grein eftir sýningarstjórann þar sem hann fjallar um rotnun, grotnun, eyðingu, tæringu, visnun, ryð og elli, sem virðast ef til vill í fljótu bragði koma ungum listamönnum lítið við, þetta er jú ungt og sprækt fólk í fullum blóma. En McKee heldur því fram að eyðingin sé nauðsynlegur jarðvegur fyrir nýjar leiðir og kann eins og margir fleiri á undan honum það best ráða að vísa á eitt- hvað liðið til skýringa: Róm- antíkin hefur verið nefnd sem mögulegt andsvar við póst- módernisma og sem möguleg- ur lífsstíll á 21. öldinni. Draum- sýn um endurvakningu hennar er hugmynd sem fleygt hefur verið fram undanfarna áratugi í fleiri en einu samhengi. Þess- ir listamenn eru kannski spor- göngumenn rómantíkur en miklu líklegra er að þeir svipti plástrinum af kaunum þess samfélags sem virðist staðráð- ið í að tortíma sér. Sýningarstjórinn skoski býður okkur upp á skoðun á eyðileggingunni. Varðveislu- þörf okkar sé sjúkleg og til- gangslaus því hún gangi ekki upp á endanum: allt gangi sér til húðar. Því verðum við að leita í skemmdirnar, skaðann, tortíminguna til að finna nýjar leiðir til afkomu. Margt í sam- félögum okkar daga kalli á uppreisn einstaklings með dýrkun hins sérstæða rétt eins og í rómantíkinni. Hann skort- ir kunnáttu til að sækja fjör í öfgafyllstu rómantíkina hér á landi en nógir eru á Akureyri til að leita í gömlum skræðum að uppreisnarmönnum, sumum þeirra að norðan, Hannesi Hafstein, Kristjáni Fjalla- skáldi og Jónasi. Það er lofað fjöri nyrðra og styrktaraðilar hafa hópast um tiltækið: Styrktaraðilar sýn- ingarinnar eru: AB-búðin, Ásprent, Bílaleiga Akureyrar, British Council, Eymundsson, Flugfélag Íslands/Air Iceland, Flügger-litir, Flytjandi, Iss, Karólína Café & Restaurant, Kaupþing, KPMG, Securitas, Sjóvá. Þegar svo margir leggja hönd á plóg hlýtur að vera gott í boði. Uppreisn Þ eir segja í bókabransan- um að nýafstaðin bóka- messa í Frankfurt hafi ekki verið mikil bók- menntahátíð. Fjórðung- ur úr milljón gesta sótti hana og öllum ber saman um að aldrei þessu vant hafi ekki verið ein bók sem reyndist eftirsóknarverðust allra en það hefur löngum verið. Svíar eru himinlifandi yfir áhuga á Amberville, sögu um dýr sem er samin af manni sem vill leynast undir engilsaxnesku dulnefni. Í hans tilfelli er það umboðsmaður- inn sem kom fram og samdi um stórar fyrirframgreiðslur. Frank- furt hefur um nokkra hríð verið leikvangur umboðsmanna. Þeir eru bestir sölumenn sem knýja fram á skömmum tíma sem flesta kaupsamninga og eins og í öðrum deildum verslunar skiptir miklu máli að listinn sé langur yfir seld lönd. Fyrsta daginn fór mestum sögum af góðri sölu á væntan- legri ævisögu Roger Moore. Hann er kominn undir áttrætt og vill nú hreinsa borðið: fjögur hjónabönd, Dýrlingsárin og Bond-tímabilið verða gerð upp. Af sömu slóðum eru væntanlegar ævi Keiths Richard, enn ein bókin um Clash og ferðabók eftir David Byrne úr Talking Heads. Menn segja bókabransann stýr- ast meira af aðgát nú um stundir en oft áður: hljóðbókin sækir enn á og er víða farin að taka á sig stafrænt form tilbúið í niðurhalið og þolir betur þjöppun. Margt getur góður usb-lykill geymt - allar Íslendingasögurnar og ann- álana líka ef einhver nennir að heyra. Frankfurt hefur lengi verið mikill kaupvangur. Miklum sögum fer að glæsilífi, fínum hófum og góðum kosti, rétt eins og á öðrum iðnaðarstefnum. Það er ekki gott til þess að vita að í fæstum greinum erlendra blaða er getið nema í framhjáhlaupi að Katalóníumenn og þeirra sögur og kvæði áttu að vera í heiðurs- essi, þeim sem Íslendingum er boðið að þiggja innan tveggja ára. Það sætir ekki meiri tíðindum en svo. Frankfurt Fallegt fólk undir stórri auglýsingu í Frankfurt fyrir viku. MYND: AFP/TORSTEN SILZ Myndlist Verkið er eftir Jónu Hlíf Halldórsdóttur og heitir My Organic Life, 2006. Listasafnið á Akureyri býður upp á síðasta full- ið. Nú skulu bæjarbúar drekka bikarinn í botn í rómantískum losta með taktföstum tryllingi. MYNDLIST PÁLL BALDVIN BALDVINSSON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.