Fréttablaðið - 21.10.2007, Side 28

Fréttablaðið - 21.10.2007, Side 28
að eru myndir hvert sem maður lítur. Samtími okkar er mynd- væddur í meira lagi, svo mjög að við erum hætt að taka eftir raunverulegum myndum sem ber fyrir augu okkar allan daginn og við njótum líka í svefni. Nei, við tökum bara eftir ljósmynd- inni, rammanum, rétt eins veruleiki okkar sé aðeins séður með linsunni. Og um ljósmyndaiðnaðinn hverfist mikið fjármagn. Hann sefur aldrei, það er aldrei hlé, á hverju augnabliki verður ekki ein mynd til, heldur margar. Eins og við séum ekki til nema á mynd. Á mánudagskvöld hittist í Lincoln Center í New York stór hópur fólks sem lifir og hrærist í ljósmyndum. Það var þar saman komið á fimmtu Lucie-hátíðinni sem var sett á stofn fyrir fimm árum til að auka virðingarstöðu ljósmyndara í heiminum. Fólkið var prúðbúið enda boðsbréfin send út með vinsamlegum tilmælum um snyrtilegan klæðn- að. Annar hver maður var með myndavél og endalaust var verið að skjóta. Í einu horni hins glæsilega fordyris var upprisið studíó og þar var strax komin röð af fólki sem vildi fá af sér mynd. Hátíðin fór glæsi- lega fram: þar voru heiðraðir nokkrir snillingar úr hópi ljósmyndara heimsins, menn komnir á efri ár. Á hátíðina var settur show-bisness blær: Lily Taylor kynnti, Lou Reed veitti gömlum vini sínum verðlaun, Snowdon lávarður ávarpaði samkomuna af bandi og Jeff Bridges heiðr- aði hinn kunna auglýsingaljósmyndara Howard Zieff. Andakt fór um salinn þegar minnst var látinna meistara, sá síðasti féll fyrir byssukúlu í Írak vikunni fyrr. Myndirnar sem þarna voru til marks um yfirburði þeirra sem voru heiðraðir sýndu líka að hluti af ljósmyndaiðnaði heimsins er að kljást við ljótasta hlutann af lífi hér á jörð: hatursorðin sem féllu af verð- launapalli í garð stríðs voru sögð af mönnum sem hafa séð – og sýnt okkur – grimmd mannsins í sinni nöktustu mynd: Bush var hrakyrtur við innilegan fögnuð viðstaddra. En þar var líka margt annað lofað: Pilsner Urquell bjórframleiðand- inn tékkneski var meginstyrktaraðili hátíðarinnar og að hans frum- kvæði voru veitt verðlaun í nýjum flokkum: Alþjóðlegu ljósmyndaverð- launin í tveimur flokkum og fóru þau til ungra ljósmyndara. Magnum-ljósmyndafyrirtækið var heiðrað sérstaklega, tímarit ársins valið, bókaútgáfa á þessu sviði, myndstjórn á blöðum sem féll í hendur myndritstjóra Sports Illustrated, umbrot á ljósmyndaröð fór til þeirra á Harper‘s Bazaar. En flestir voru að bíða eftir gömlu brýnunum: Elliott Erwitt, Ralph Gibson, Philip Jones Griffiths, Heinz Kluetmeier, Eugene Richards, Snowdon lávarði, Howard Ziefff, Kenro Izu og Deborah Turbeville. Þau komu öll fram og þökkuðu fyrir sig. Og myndir þeirra segja meira en mörg orð um hvers vegna þau voru heiðruð. Pilsner Urquell vill færa veldi þessara verðlauna út: hingað til lands kemur í nóvember sýning með nokkrum mynda þeirra sem voru verð- launaðir í fyrra og samfara því mun umboðsaðili bjórsins hér á landi, Mekka, efna til samkeppni. Og ekkert er því til fyrirstöðu að íslenskir ljósmyndarar geti á næsta ári keppt til sigurs við jafningja sína frá þeim rúmlega hundrað löndum sem í ár áttu fulltrúa í Lucie-verðlaununum. - pbb Philip Jones Griff- iths er Walesmað- ur og menntaður sem lyfjafræð- ingur. Hann fór að taka myndir í aukavinnu fyrir Manchester Guardian og þaðan lá leið hans í sérverkefni fyrir Observer: hann var í Alsír 1962. Var tekinn í Magnum 1966 og var þá kominn til Víetnam: bók hans um stríðið, Vietnam Inc. var unnin á þriggja ára tímabili og er enn talin ein gleggsta heimild sem til er um stríðið. Hann hefur gert nokkrar heimild- armyndir en er kunnastur fyrir bókverk sín. Hann hefur myndað í 120 löndum og á nokkrar þekkt- ustu fréttamyndir síðustu aldar. Hann var heiðr- aður fyrir framlag sitt til fréttaljós- myndunar. Kenru Izu er fæddur í Osaka 1949. Hann hefur verið búsettur í New York síðan 1975. Hann hefur tekið á stórt format um árabil: 14x20 þumlunga. Hann hefur gert tilraunir með Cyan-print og gefið út bækur sem rekja þær tilraunir. Í einni af mörgum ferðum sínum til Anghor Vat í Kambódíu rann honum til rifja bágt ástand þar og setti þá á stofn sjúkrahús þar í landi: „Ég var svo barnalegur“, sagði hann. Barnaspítali hans hefur starfað síðan 1999 og sinnt 420 þúsund veikum börnum. Hann er enn að vinna að röð sinni Sacred Places um helga staði jarðarinnar. Izu var heiðraður fyrir hugsjónir sínar. Snowdon lávarður segist vantreysta myndum sem séu fallegar. Hann hóf feril sinn í myndatökum fyrir tímaritamarkaðinn í Bretlandi og hafði einstaka stöðu sem meðlimur yfirstéttar þar í landi, ekki síst eftir hjónaband hans og Margrétar prinsessu. Hann var ráðinn myndaritstjóri Sunday Times Magazine 1960 og opnaði þann miðil fyrir stórum hópi breskra ljósmyndara. Hann er virkur hönnuður og hefur komið fram um árabil sem málsvari fatlaðra. Hann hefur gefið út fjölda bókverka og er virtastur fyrir portrett sín sem hann var heiðraður fyrir. Deborah Turbeville tók til við ljósmyndir eftir feril í tískubransanum í New York þar sem hún vann á Harper‘s og Mademoiselle. Hún gerbreytti tískuljósmyndun með því að færa það fag nær tilrauna- kendri vinnslu og tökutækni. Verk hennar hafa birst í öllum helstu tískublöðum heims og hún hefur unnið myndaraðir fyrir bókverk. Hún hefur hlotið ýmsan sóma af hálfu tískubransans en var á mánu- dag heiðruð fyrir framlag sitt til tískuljósmyndunar. HÉR Á OPNUNNI GEFUR AÐ LÍTA NOKKUR DÆMI UM VERK VERÐLAUNAHAFANNA FRÁ SÍÐASTA MÁNUDAGSKVÖLDI. ALLAR ERU ÞÆR BIRTAR MEÐ GÓFÚSLEGU LEYFI PILSNER URQUELL LUCIE AWARDS 2007.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.