Fréttablaðið - 21.10.2007, Síða 86

Fréttablaðið - 21.10.2007, Síða 86
ið mæltum okkur mót daginn sem borgarstjórn- in splundraðist og ný varð til. Rökkrið var að síga á borg- ina og regnveður gekk yfir nesið. Eftirmiðdagsumferðin hertist í þjösnalegum ákafa. Allir að komast heim. Ljóskeilur skáru myrkrið og göturnar glömpuðu. Upp stigann leiðir hún mig í hálf- rökkvaða íbúð. Þrep stigans skarta skrautlegum skóm og á veggjunum hanga kjólar. Ég hef ekki komið hingað áður og er hálf áttavilltur í holi frá sjötta áratugnum. Bækur, styttur, mál- verk. Gólfið lagt köflóttum dúk eins og skákborð. Hún vísar mér inn í eldhús. Bókina um Bíbí hef ég haft til handar- gagns í nokkra sólarhringa. Saga henn- ar er saga gáfna, gáfna sem liggja utan við hversdagslegan heim, gáfna sem leiða oftar til erfiðleika en gæfu, þótt margir sem búa yfir ófresknigáfum hafi margt gott að gefa hinum sem aldrei sjá neitt ... óeðlilegt ... er orð sem kemur upp í hugann og á eftir kemur annað: yfirnáttúrulegt. Vigdís sest við eldhúsborðið móti mér eftir að hún hefur hellt kaffi í bollana. Á borðið hefur hún stillt upp fagurlit- uðum skálum: einum konfektmola, kleinum og þunnum vafningum. Útlent kex, hugsa ég, eins og leiftraði um huga manns fyrir mörgum áratugum þegar það sást sjaldan. Það er á þeim slóðum í endurminningunum sem sagan af Bíbí hefst. Árið sem hún kom í heiminn. 1952. Hvernig barst þetta efni í hendur Vigdísar, ekki var það í fyrsta sinn sem til hennar leitaði fólk með sögu sína og sagði: „Gerðu eitthvað við þetta ef þú vilt.“ Það hefur sagnakonan viðurkennt að hafi áður komið fyrir. „Þú mátt nota þetta að vild,“ segir fólk og afhendir henni ævi sína og örlög: „Gerðu eitt- hvað úr þessu og ég nota það að vild, steypi saman, geri sögu þess að minni sögu.“ Viltu koma reglu og stíl á mína ógurlegu ævi, greina sundur óreiðuna í lífi mínu, koma skiljanlegum þræði í lífsferilinn minn. Er það ekki hlutverk skáldanna að umskapa ólgandi líf, mót- sagnakennt og oft óskiljanlegt, í sögu- þráð sem við getum fylgt, búa til leitar- hnoða sem við eltum allt til síðustu blaðsíðu og áfram inn í myrkur hug- ans? Vigdísi segist svo frá að hún hafi unnið útvarpsþætti með Þorleifi Friðrikssyni sagnfræðingi þar sem þau töluðu við fólk, sögumenn: „Þorleifur þekkti til Bíbíar, við fórum til hennar og hún sagði okkur af sér, en það var bara yfir- borðið, það var margt svo djúpt þarna niðri. Ég heillaðist af henni. Þetta var í febrúar 2006. Svo ég sendi henni tölvu- póst og bað hana að hitta mig en fékk engin svör, aftur sendi ég henni boð en ekkert svar kom frá henni. Svo ég hringdi í hana. Hún svaraði ekki sím- anum en eftir nokkrar tilraunir tókst mér að ná í hana og fá hana til að hitta mig. Við hittumst á Hótel Borg og ég spurði hvort ég mætti skrifa ævisögu hennar.“ Hvernig varð almúgakonu við þegar viðurkennd og virt skáldkona vildi skrifa ævisögu hennar? „Hún sagðist hafa vitað það: Þessu er senni- lega ætlað að verða.“ „Þú hefur áður verið að fjalla um fólk sem er í jaðrinum í fleiru en einu tilliti, þessa sem hafa næmari skynjun en fólk hefur flest, fólkið sem er yst í samfélaginu, þá sem hrekjast,“ segi ég. „Við þekktumst ekki ég og Bíbí,“ segir hún, „þegar við vorum í Laugarnes- skólanum. Foreldrar mínir voru ekki þannig fólk að þau færu í manngrein- arálit, en það þurfti ekki. Krakkarnir úr Múlakampinum sáust ekki. Börnin úr þessum stöðum þar sem fátækling- ar Reykjavíkur bjuggu, gömlu bragga- hverfunum, voru ekki falin. Þau sáust ekki.“ Sagan af Bíbí er ekki aðeins saga af einstökum gáfum, hún er líka saga mik- illa erfiðleika og áfalla. „Leggst það í leggi?“ spyr ég og hún misskilur mig, heldur að ég sé að spyrja um skyggni- gáfuna. Mamma hennar...“ byrjar hún. Nei, þetta með þessi miklu örlög, áföll- in, erfiðleikana,“ segi ég. „Lágstéttin á Íslandi bjó við miklu erfiðara líf, sárari vonbrigði, minni hamingju, en þeir sem höfðu það skár,“ segir Vigdís. „Við erum öll komin þaðan en viljum ekki vita af því, ekki þekkja það hvernig ástandið var. Við erum ekki komin af svoleiðis fólki, ekki við í útrásinni.“ „Með eymd í arf,“ hugsa ég. Leggst það líka í legginn, erfðina eins og svo margt annað, lundernið, líkamsbyggingin, gallarnir. Sagan af Bíbí dregur ekki dul á þá hugmynd að skyggnigáfa erfist, hún hvíli í ættum. Það er kunnugt minni í munnlegri geymd þjóðarsálarinnar: forspárgáfa, berdreymni, skyggni á áru manna og birtu. allt eru þetta þroskaðri hæfileikar en hversdags- legri birtingarmyndir innsæis: hinir forvitru í viðskiptum státa stundum af slíkri tilfinningu fyrir óorðnum hlut- um, þeir finna á sér: „Það er eitthvað meira, allt lífið er bara orka í mismun- andi formum,“ segir Vigdís og klappar létt á borðið, „ekki bara þetta.“ Vigdís segir samstarf þeirra Bíbí hafa farið hægt af stað, en smátt og smátt vaxið traust milli þeirra og þá segist Vigdís hafa vitað að hér væri á ferðinni meira söguefni en hana hefði áður órað fyrir. Er lífið ekki svoleiðis að hjá öllum eru örlögin, lífið, flókin og marg- breytileg þótt allt sýnist slétt og hvers- dagslegt? En þá tóku þær sér hlé. Vigdís hélt utan, hún sagðist hafa haldið að það gerði sér gott að fá smá fjarlægð á efnið. Erlendis veiktist Vig- dís heiftarlega: „Við skulum ekki tala mikið um það,“ segir hún. „Þú varst lífshættulega veik,“ segi ég og hún jánkar því. Hún fékk heilahimnubólgu og mátti þola hægan bata. Um tíma var tvísýnt hvort hún næði sér og fengi fullan mátt til frekari skrifa. „Ég man ekki mikið frá þessum veikindum,“ segir hún. „Það sem ég man skýrast er að ég var utan við líkama minn og horfði á mig og Bíbí fór um mig hönd- um, gaf mér ljós og orku, læknaði mig. Rétt eins og hún hefur læknað margt fólk í þessu samfélagi af öllum stétt- um. Við ákváðum strax að láta þetta ekki vera svoleiðis bók að fólk vitnaði um hvernig Bíbí hefur hjálpað því.“ Við erum komin að þröskuldi, nýr gang- ur er opinn og hann verðum við að fara: „Þú sjálf, sérðu?“ spyr ég. „Það er bara smávegis,“ segir Vigdís án þess að láta sér bregða, „helst liti, einstaka látinn mann.“ „Nafnkunnan,“ spyr ég. „Já,“ svarar hún og eins og ekkert sé sjálf- sagðara segi ég henni frá minni einu reynslu. Við erum að komast á trúnó. Áður en ég veit af er hún byrjuð að láta mig tala um mig, ekki sig. Eftir nokkra stund hef ég lagt spilin á borðið. Ætli hún hafi þessa gáfu svona sterka eða seiði fram ævina frá vandalausum, er það galdurinn á bak við skáldgáfu Vig- dísar, óseðjandi forvitni til að finna efnin í nágrenni sínu, draga fram sög- urnar og gera þær að sínu efni. Ljóst er af bókinni um Bíbí að hún hefur mátt ganga býsna langt: „Satt að segja fannst mér þetta svo vandmeðfarið efni að ég gæti seint komið því til skila,“ segir hún. „Á endanum varð ég að sleppa mörgu.“ En sagan af Bíbí er ekki bara saga af barni, ungri stúlku, ungri móður, eigin- konu og dóttur. Hún er líka saga af hrakningum sem vekja lesanda undrun í öryggi ljóss og birtu. Lífshlaup Bíbí er rakið frá Blesugróf um Múlakamp suður í Kópavog og þá eru áfangastað- irnir fæstir taldir: Frómur flækist víða. Vigdís segir það öðrum þræðinum meginefni verksins: hvernig gat mann- eskja þolað slíkar raunir og staðið eftir björt og glöð: „Hún er góð mann- eskja.“ Raunar hefur söguefni Vigdísar í öllum hennar ferli borið þau einkenni, andstæður gæsku og illsku, sakleysis og skaða. Persónulegur tónn hennar hefur styrkst með árunum, litbeiting hennar og stíll sem í senn er lokkandi og heillandi, slægur og fullur af björtu sakleysi. Skuggahliðarnar í sögum hennar sækja stöðugt á ljósið: „Myrkur er í okkur öllum,“ segir hún og drepur fingurgómum á hjartastað. „Eins og Guðrún Helgadóttir sagði við okkur einu sinni: Krakkar mínir, við erum öll að skrifa um okkur sjálf, við bregðum okkur í annarra líki.“ Kannast hún ekki við að hafa dvalið oft við skuggahliðarnar? „Jú,“ segir hún og brosir með sjálfri sér, „en nú er ég farin út úr myrkrinu.“ „Þú mátt nota þetta að vild,” segir fólk við Vigdísi Grímsdóttur. Eftir feril sem sagna- og ljóð- skáld snýr hún sér að ævisöguforminu til að segja söguna af Bíbí. MYND: FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Mig dreymdi að þú kæmir hingað og við fengjum okkur kaffi og kleinur og spjölluðum saman, þú skrifaðir ekki neitt og svo færir þú og skrifaðir þetta fína viðtal.“ Vigdís Grímsdóttir sendir frá sér nýja bók, sögu en ekki skáld- sögu, Sagan um Bíbí Ólafsdóttur kallast bókin og er ævisaga. „Er hún ekki á okkar aldri?“ spyr ég. „Jú, hún er fimmtíu og tvö módel.“ BÓKMENNTIR PÁLL BALDVIN BALDVINSSON Við erum öll komin þaðan en viljum ekki vita af því, ekki þekkja það hvernig ástandið var. Við erum ekki komin af svoleiðis fólki, ekki við í útrásinni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.