Fréttablaðið - 21.10.2007, Page 101
„Þetta leggst vel í mig, við erum bara
að fara að djöfla þessu af stað,“ segir
Björn Hlynur Haraldsson en hann
leikstýrir söngleiknum Jesus Christ
Superstar sem frumsýndur verður í
Borgarleikhúsinu hinn 28. desember.
Æfingar hófust síðastliðinn mánu-
dag. „Þetta er opið í alla enda enn þá.
Við erum bara að búa allt til frá
grunni, láta fólk syngja og útsetja
tónlistina.“
Það er sem kunnugt er Hrafn
Björgvinsson, betur þekktur sem
Krummi í Mínus, sem leikur Jesús
sjálfan en félagar hans úr Mínus,
þeir Bjarni Sigurðarson og Björn
Stefánsson, sjá um tónlistina. Þegar
Björn Hlynur er inntur eftir því
hvort Krummi sé sannfærandi sem
Jesús Kristur stendur ekki á svari.
„Það er alveg á hreinu. Krummi er
eini maðurinn sem getur gert þetta
eins og ég sé hann fyrir mér.“
Með önnur aðalhlutverk fara þeir
Jens Ólafsson úr Brain Police sem
mun fara með hlutverk hins svikula
Júdasar, Lára Sveinsdóttir og Ingv-
ar E. Sigurðsson. Sýningin er stór
og fleiri tugir einstaklinga koma að
henni á einn eða annan hátt. Björn
Hlynur þvertekur þó fyrir að
honum vaxi verkið í augum á frum-
stiginu. „Nei, alls ekki. Þetta er
bara skemmtilegt.“
Krummi sjálfur lá ekki á skoðun
sinni þegar Fréttablaðið talaði við
hann. „Þetta gengur ótrúlega vel
enda allt í sýninguna lagt. Leik-
myndin er geðveik, búningarnir
eru geðveikir og lögin eru geðveik.
Þetta verður bara geðveikt!“
-
Æfingar hafnar á Superstar
Ryan Gosling segir aðdáendur kvik-
myndarinnar The Notebook vera
reiða út í hann, eftir að það spurðist
út að hann og Rachel McAdams,
mótleikkona hans í myndinni, hefðu
skilið að skiptum eftir nokkurra ára
samband. Hann staðfesti sambands-
slitin í viðtali við GQ og sagði konur
vera brjálaðar út í sig. „Það kom
stelpa upp að mér úti á götu og sló
mig næstum því,“ sagði hann. „Mig
langar næstum að faðma fólk að
mér, það virðist svo leitt. Rachel og
ég ættum að vera þau sem fá faðm-
lögin! Í staðinn erum við að hug-
hreysta aðra,“ sagði leikarinn.
Gosling og McAdams kynntust
við tökur á The Notebook, sem varð
feikna vinsæl. „Guð blessi The Note-
book. Þar kynntist ég einni stærstu
ást lífs míns,“ segir Gosling.
Gosling á lausu
ÚTGÁFU
TÓNLEIK
AR