Fréttablaðið - 21.10.2007, Page 106

Fréttablaðið - 21.10.2007, Page 106
Stjörnumenn þurftu að hafa sig alla við til að leggja bar- áttuglaða Akureyringa norðan heiða í gær. Leikurinn var lengi vel í járnum en á síðustu tíu mín- útum leiksins settu Stjörnumenn í fluggírinn og sigldu til þriggja marka sigurs, 29-26. Akureyringar höfðu undirtökin í fyrri hálfleik eftir jafnar upp- hafsmínútur og náðu mest fjög- urra marka forskoti. Þeir leiddu 16-14 í hálfleik en það forskot hefði hæglega getað verið stærra. Stjörnumenn voru sjálfum sér verstir en heimamenn náðu ekki að nýta sér það í mun. Gestirnir léku miklu betur í síð- ari hálfleik, jöfnuðu leikinn og þegar Akureyringar náðu að kom- ast yfir sögðu þeir hingað og ekki lengra og afgreiddu leikinn. Rol- and varði vel í síðari hálfleik á sama tíma og markvarsla Akur- eyrar var lítil sem engin. Heimir Örn Árnason fann sig vel á sínum gamla heimavelli og var marka- hæstur Stjörnunnar með átta mörk. „Ég spila yfirleitt vel hérna nema í fyrra og ákvað að bæta fyrir það núna,“ sagði Heimir glaðbeittur eftir sigurinn. „Ég sá það í augunum á þeim að þeir ætluðu að selja sig dýrt og mér leist ekkert á blikuna í hálf- leik. Við vorum skelfilegir í fyrri hálfleik þar sem allir vildu vera hetjan en við spiluðum sem lið í seinni hálfleik og þá small þetta, vörnin batnaði og Roland vaknaði í markinu. Þegar við komumst á skrið erum við með gott lið og við erum alltaf að bæta okkar leik,“ sagði Heimir. Sævar Árnason, þjálfari Akur- eyrar, var ekki upplitsdjarfur eftir fimmta tapið í röð. „Við erum bara ekki nógu miklir karlar, þriðja leikinn í röð. Við erum vel inni í leiknum en gefum svo eftir. Við förum að klikka á dauðafærum og guggnum bara. Við þurfum að vinna betur í okkar málum en eins og staðan er núna eru fimm lið betri en við. Við þurf- um núna bara að æfa betur og gera betur en við erum ekkert að láta deigan síga,“ sagði Sævar. Sætur sigur hjá Stjörnuliðinu Haraldur Guðmundsson og félagar í Aalesund spilltu sig- urveislunni í Bergen með því að vinna 2-1 sigur á Brann í norsku úrvalsdeildinni í gær. Brann nægði eitt stig til að tryggja sér fyrsta meistaratitilinn síðan 1963 en með liðinu spila ein- mitt íslensku landsliðsmennirnir Kristján örn Sigurðsson, Ólafur Örn Bjarnason og Ármann Smári Björnsson. Íslensku leikmennirnir voru allir í byrjunarliðinu hjá Brann, Kristján Örn og Ólafur spiluðu allan leikinn en Ármann Smári fór útaf á 53. mínútu. Haraldur Gumundsson átti mjög góðan leik í miðju varnarinnar hjá Aalesund og var einn af bestu mönnum vall- arins og sá því til þess að Brann skoraði ekki markið sem þeir þurftu til þess að vinna titilinn. Brann getur enn orðið norskur meistari áður en liðið spilar sinn næsta leik við Viking í Bergen um næstu helgi. Stabæk heimsækir Viking á mánudagskvöldið og þarf að vinna leikinn til þess að eiga enn möguleika á titlinum. Takist það ekki verður Brann meistari en Viking sem er stigi á eftir Stabæk á ekki möguleika á því að verða meistari en getur hins vegar haft mikil áhrif á þróun mála. Engin sigurveisla Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á sem varamaður í gær þegar Barcelona tapaði óvænt gegn Villareal í spænsku La liga-deildinni í gær. En þetta var fyrsti leikur Eiðs Smára á tímabilinu. Emil Hallfreðsson var á sínum stað í byrjunarliði Regg- ina sem tapaði naumt gegn Inter í ítölsku serie A- deildinni í gær. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á sem varamað- ur fyrir Deco á 71. mínútu í stöðunni 3-1 og náði því miður ekki að setja mark sitt á leikinn. Gazorla kom heimamönnum í Villareal yfir strax á 2. mínútu og Marcos Senna bætti öðru marki við úr vítaspyrnu. Bojan Krkic minnkaði svo muninn fyrir Barcelona áður en Marcos Senna skoraði þriðja markið fyrir Villareal, enn og aftur úr vítaspyrnu og þar við sat. Emil Hallfreðsson og félagar mættu Ítalíumeist- urum Inter á heimavelli sínum í Reggio og það var einungis mark Adriano fyrir Inter á 18. mínútu sem skildi liðin að í leikslok. Emil spilaði fyrstu 75 mín- útur leiksins og var svo skipt útaf. Reggina er sem fyrr á botni deildarinnar án sigurs og Inter er á toppnum, nú með fimm stiga forskot á Roma. Eiður Smári fékk tækifærið Sjónvarpið fagnar 10 ára afmæli Formúlu 1 um þessar mundir, en Formúlan flytur sig um set og verður á Sýn á næsta ári. Brautryðjandi Formúlunnar á Íslandi, Gunnlaugur Rögnvalds- son, er enn að og lýsir hörkuspenn- andi lokakeppni í dag og í samtali við Fréttablaðið fór hann í stuttu máli yfir þetta tímabil. „Ég fylgdist vel með Formúl- unni á sínum tíma og fór fjölmarg- ar ferðir út til þess að ljósmynda og skrifa greinar um mótin, en hugmyndin um að berjast fyrir því að Formúlan yrði sýnd á Íslandi kom ekki fram fyrr en í eftirminni- legum kappakstri í Barcelona,“ sagði Gunnlaugur. „Þetta var þegar Michael Schum- acher vann sinn fyrsta kappakstur fyrir Ferrari í grenjandi rigningu og ég fór að spá af hverju þetta væri ekki sýnt á Íslandi og skrifaði bréf strax á staðnum til þess að kanna möguleikana á að hefja útsendingar á Íslandi. Nokkrum mánuðum síðar var ég kominn í viðræður við íþróttadeild RÚV en mætti svo sem ekki miklum áhuga þar,“ sagði Gunnlaugur sem var þó ekki af baki dottinn. „Ég hélt áfram að þrýsta á þá og þá fékkst einhver peningur til þess að prófa þetta árið 1997 og ég var sendur á mína fyrstu keppni á Imola-brautinni á Ítalíu, þar sem ég gerði kynningarþátt fyrir RÚV. Ég hafði náttúrlega enga reynslu af því að vera sjón- varpsmaður og þetta var mikið ævintýri fyrir mig. Ég gisti óvænt á sama hóteli og Ferrari-liðið og þegar ég labbaði upp í lyftu fyrsta kvöldið stóð ég allt í einu við hlið- ina á goðinu sjálfu, Michael Schumacher, en ég var svo for- viða og stjarfur að ég kom ekki upp einu orði,“ sagði Gunnlaugur og hló við. Gunnlaugur hefur enn umsjón með Formúlunni og býður því spenntur eftir lokakappakstrin- um í Brasilíu í dag þar sem þeir Lewis Hamilton og Fernando Alonso hjá McLaren og Kimi Raikkönen hjá Ferrari eiga allir möguleika á því að vinna titilinn. „Þetta hefur ekki verið jafn spennandi og nú í langan tíma og það getur allt gerst. Þetta er sér í lagi spennandi þar sem tveir öku- menn frá sama liði eru í barátt- unni, Hamilton og Alonso, eftir alla þá pólitík og þau svik sem hafa átt sér stað hjá McLaren-lið- inu á tímabilinu. Það á vel við að enda útsendingar á RÚV með þessum hætti þar sem stiga- keppni ökuþóra í Formúlunni hefur ekki verið jafn spennandi og nú síðan útsendingar hófust,“ sagði Gunnlaugur en Formúla 1 verður sýnd á sjónvarpsstöðinni Sýn á næsta ári. En verður Gunn- laugur þá á sínum stað? „Ég ætla að klára þetta tímabil með RÚV og síðan skoða ég bara mín mál, það er ekkert búið að ákveða í þeim efnum og ég ætla ekkert að vera að hræra í tveimur pottum á sama tíma,“ sagði Gunn- laugur ákveðinn. Mikil spenna er fyrir lokakapp- aksturinn í Formúlu 1 á Interla- gos-brautinni í Brasilíu á morgun þar sem Lewis Hamilton, Fern- ando Alonso og Kimi Raikkönen eiga allir möguleika á því að verða meistarar í stigakeppni ökuþóra. Hamilton stendur best að vígi fyrir lokarimmuna og er með 107 stig, þá kemur Fernando Alonso með 103 stig og Kimi Raikkönen er svo næstur með 100 stig. Gunnlaugur Röngvaldsson barðist fyrir því á sínum tíma að keppni í Formúlu 1 yrði tekin til sýningar hér, en Formúlan færir sig yfir til Sýnar á næsta ári.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.