Fréttablaðið - 21.10.2007, Síða 107

Fréttablaðið - 21.10.2007, Síða 107
 - - - Grindavíkurstúlkur unnu 14 stiga sigur, 62-76, á nýliðum Fjölnis í Iceland Express-deild kvenna í gær. Grindavíkurliðið með tvo erlenda leikmenn í fararbroddi lenti í vandræðum gegn Slavicu Dimovska makedóníska bakverði Fjölnis og reynsluboltanum Grétu Maríu Grétarsdóttur sem áttu báðar góðan leik. Sigur Grinda- víkurliðsins var þó aldrei í hættu en Fjölnir komst 7 stigum yfir í upphafi annars leikhluta. Dimovska var með 28 stig og 5 stoðsendingar hjá Fjölni og Gréta María bætti við 16 stigum, 12 fráköstum og 5 stolnum boltum. Hjá Grindavík var Joanna Skiba með 22 stig og 7 stoðsendingar og Tiffani Roberson skoraði 17 stig og tók 16 fráköst. Grindavík vann N1-deild karla í handbolta Æfingamót í Hollandi Þýski handboltinn Valur sigraði ÍBV 31-19 í 6. umferð N1-deildar karla í gær- dag og eru Íslandsmeistararnir smátt og smátt að klifra upp töfl- una, en ÍBV er sem fyrr á botni deildarinnar án stiga. Jafnræði var með liðunum í byrjun leiks en Valur var samt alltaf skrefinu á undan. ÍBV hefði þó getað jafnað leikinn í stöðunni 7-6 þegar Sigurður Bragason, leik- maður ÍBV, var á vítalínunni. En vítið fór hins vegar beint í andlitið á Pálmari Péturssyni, markverði Vals, og Sigurður hlaut fyrir vikið rautt spjald. Eftir atvikið tók Valur örugga forystu í leiknum og þegar flautað var til hálfleiks var staðan orðin 16-11 heimamönnum í vil, þrátt fyrir góða frammistöðu Friðriks Sigmarssonar, markvarð- ar ÍBV, sem varði 17 skot í fyrri hálfleik og alls 23. Hann er einmitt sonur Sigmars Þrastar Óskarsson- ar, fyrrverandi landsliðsmarkvarð- ar í handbolta Í síðari hálfleik komst ÍBV aftur inn í leikinn og breytti stöðunni í 16-14, en Valur skoraði ekki mark fyrstu 8 mínúturnar í seinni hálf- leik. Valur hrökk svo í gírinn á nýjan leik og eftir það var aldrei spurning um hvort liðið myndi vinna og lokatölur urðu 31-19. Íslandsmeistarar Vals eru nú búnir að vinna tvo leiki í röð og Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var því sáttur í leikslok. „Það er gott að við séum farnir að hala inn stig og mér fannst varnarleik- ur vera ágætur á köflum hjá okkur og markvarslan einnig. Þeir skora ekki nema 8 mörk í seinni hálfleik og ég vil sjá fleiri hraðaupphlaup frá okkur í takti við góðan varnar- leik,“ sagði Óskar og kvaðst sjá ákveðinn stíganda í liði sínu. „Ég held að við eigum enn mikið inni, líklega mest af öllum liðum í deildinni og ég vil að við höldum áfram að bæta okkur. Það verður fróðlegt að spila á móti Fram í næsta leik og ég tel að við eigum enn góðan möguleika eins og deild- in er að spilast,“ sagð Óskar. Valur keyrði yfir lánlausa Eyjamenn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.