Fréttablaðið - 21.10.2007, Síða 107
- - -
Grindavíkurstúlkur
unnu 14 stiga sigur, 62-76, á
nýliðum Fjölnis í Iceland
Express-deild kvenna í gær.
Grindavíkurliðið með tvo erlenda
leikmenn í fararbroddi lenti í
vandræðum gegn Slavicu
Dimovska makedóníska bakverði
Fjölnis og reynsluboltanum Grétu
Maríu Grétarsdóttur sem áttu
báðar góðan leik. Sigur Grinda-
víkurliðsins var þó aldrei í hættu
en Fjölnir komst 7 stigum yfir í
upphafi annars leikhluta.
Dimovska var með 28 stig og 5
stoðsendingar hjá Fjölni og Gréta
María bætti við 16 stigum, 12
fráköstum og 5 stolnum boltum.
Hjá Grindavík var Joanna Skiba
með 22 stig og 7 stoðsendingar og
Tiffani Roberson skoraði 17 stig
og tók 16 fráköst.
Grindavík vann
N1-deild karla í handbolta
Æfingamót í Hollandi
Þýski handboltinn
Valur sigraði ÍBV 31-19
í 6. umferð N1-deildar karla í gær-
dag og eru Íslandsmeistararnir
smátt og smátt að klifra upp töfl-
una, en ÍBV er sem fyrr á botni
deildarinnar án stiga.
Jafnræði var með liðunum í
byrjun leiks en Valur var samt
alltaf skrefinu á undan. ÍBV hefði
þó getað jafnað leikinn í stöðunni
7-6 þegar Sigurður Bragason, leik-
maður ÍBV, var á vítalínunni. En
vítið fór hins vegar beint í andlitið
á Pálmari Péturssyni, markverði
Vals, og Sigurður hlaut fyrir vikið
rautt spjald. Eftir atvikið tók
Valur örugga forystu í leiknum og
þegar flautað var til hálfleiks var
staðan orðin 16-11 heimamönnum
í vil, þrátt fyrir góða frammistöðu
Friðriks Sigmarssonar, markvarð-
ar ÍBV, sem varði 17 skot í fyrri
hálfleik og alls 23. Hann er einmitt
sonur Sigmars Þrastar Óskarsson-
ar, fyrrverandi landsliðsmarkvarð-
ar í handbolta
Í síðari hálfleik komst ÍBV aftur
inn í leikinn og breytti stöðunni í
16-14, en Valur skoraði ekki mark
fyrstu 8 mínúturnar í seinni hálf-
leik. Valur hrökk svo í gírinn á
nýjan leik og eftir það var aldrei
spurning um hvort liðið myndi
vinna og lokatölur urðu 31-19.
Íslandsmeistarar Vals eru nú
búnir að vinna tvo leiki í röð og
Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari
Vals, var því sáttur í leikslok. „Það
er gott að við séum farnir að hala
inn stig og mér fannst varnarleik-
ur vera ágætur á köflum hjá okkur
og markvarslan einnig. Þeir skora
ekki nema 8 mörk í seinni hálfleik
og ég vil sjá fleiri hraðaupphlaup
frá okkur í takti við góðan varnar-
leik,“ sagði Óskar og kvaðst sjá
ákveðinn stíganda í liði sínu.
„Ég held að við eigum enn mikið
inni, líklega mest af öllum liðum í
deildinni og ég vil að við höldum
áfram að bæta okkur. Það verður
fróðlegt að spila á móti Fram í
næsta leik og ég tel að við eigum
enn góðan möguleika eins og deild-
in er að spilast,“ sagð Óskar.
Valur keyrði yfir lánlausa Eyjamenn