Fréttablaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 22
Það er ekki vandalaust að vera kirkjuhöfðingi nú til dags og þurfa að taka tillit til alls konar sjónar- miða frá mannskap sem hægðar- leikur hefði verið að drekkja eða brenna meðan kirkjan var og hét. Ný biblíuþýðing og kirkjulegar hjónavígslur samkynhneigðra eru málefni sem búast má við að reyni heilmikið á kristilegt umburðar- lyndi og náungakærleika þjóðar- innar. Það er ekki á mínu færi að hafa skoðun á guðfræðilegum og kirkju- pólitískum áhrifum nýrrar biblíu- þýðingar, hins vegar vona ég að mál- farið á þýðingunni sé tært og tignarlegt. Um siðaskipti hafði biblían jafn- mikil áhrif á þróun íslenskrar tungu og allir fjölmiðlar samanlagt hafa á okkar tímum. Vægi biblíunnar í þróun íslenskunnar hefur að sjálf- sögðu minnkað í aldanna rás eftir því sem framboð hefur aukist á öðru lesmáli og með tilkomu fjölmiðla. Samt verður fróðlegt að sjá hvort orð eins og „bifreið“ eða „fjallabíll“ er komið í staðinn fyrir „fénað“ náungans sem maður á ekki að girn- ast samkvæmt tíunda boðorðinu. „Fénaðurinn“ var ekki kominn til sögunnar þegar ég lærði boðorðin heldur var mér kennt að girnast ekki „asna“ hans né „ambáttir“ og „þræla“ sem nú eru orðin að „fén- aði“, „þernum“ og „þjónum“ – og verða brátt að „einkaþotum“ og „einkariturum“. Burtséð frá pólitískum rétttrún- aði eru biblía og sálmabók ennþá hornsteinar íslenskrar tungu og verða það þar til Titanic-söngurinn „My Heart Will Go On“ eða „Candle In the Wind“ taka við af greftrunar- sálmi Hallgríms Péturssonar „Allt eins og blómstrið eina“ sem hinsta kveðja Íslendinga.“ Að móast við því að vígja tvo karla eða tvær konur saman í hjóna- band er jafnfáránlegt og að halda því fram að konur sem eru komn- ar úr barneign eða ófrjóir ein- staklingar hafi þar með glatað rétti sínum til að ganga í hjóna- band. Það er ólíklegt að samkynhneigðir hafi áhuga á einhvers konar undan- þágum eða málamiðlunum af hálfu kirkjunnar heldur er þetta spurning um hvort virða beri jafnan rétt hvers einstaklings án tillits til kyn- ferðis eða kynhneigðar. Hvað sem þessu líður er óendan- lega miklu skemmtilegra að heyra þrasað um biblíuna en GGE og REI. Einn af mínum uppáhaldsbloggur- um heitir Kári Harðarson og er sjálfstæður í hugsun og vel ritfær svo að það er ævinlega gaman að lesa það sem hann hefur til málanna að leggja. Núna fjallar hann td. um ofurtolla á iPod sem sumir kalla hlaðvarp og segir m.a.: „Þegar iPod er orðinn dýrari en iPhone þá er það eins og að krókódíllinn sé fimm metrar frá haus aftur á hala en sex metrar frá hala fram á haus... Ég krefst skýringa: hvað er svona merkilegt við tónlistarspilara á Íslandi að þeir skuli verða fyrir þessum ofurtollum sem tíðkast hvergi annars staðar? Af hverju kostar 13 þúsund króna spilari 32 þúsund heima? Til að bíta höfuðið af skömminni er þessi flokkunarárátta algerlega úreld. Myndavélin mín getur sýnt video og síminn minn getur spilað MP3. Þeir gætu viljað flokka bif- reiðar sem MP3 spilara, því flestir geta þeir spilað geisladiska í MP3 formatti núna, það er hætt við að bílverð myndi hækka við það...“ Forbrydelsen, danski framhalds- þátturinn á sunnudagskvöldum, er kærkomin afþreying í Ríkissjón- varpinu. Fer vel af stað. Getuleysi íslenskra sjónvarps- stöðva til að búa til frambærilegt leikið efni felst fyrst og fremst í því að stöðvarnar tíma ekki að panta almennileg handrit frá höfundum sem kunna á miðilinn, þess í stað er beðið eftir því að ódýr handrit ber- ist utan úr bæ – og árangurinn þekkja allir. Auðvitað geta íslenskar sjón- varpsstöðvar framleitt jafn- skemmtilega þætti og þær erlendu. Þetta er bara spurning um metnað og virðingu fyrir áhorfendum. Rigning og rok. Nú vantar bara myrkrið til að þetta sé fullkomið skítaveður en það kemur bráðum, skammdegið nálgast. Á meðan ég var að kaupa í matinn til vikunnar fór ég að velta fyrir mér þeim dásemd- um sem nútímamaðurinn býr við að geta fengið keyptar vörur frá öllum heimshornum, varning sem aðeins kóngar og keisarar á miðöldum höfðu tök á að veita sér. Á móti kemur sú furðulega öfugþróun að eftir því sem samgönguhraðinn vex virðist verða erfiðara að verða sér úti um ferska matvöru. Mestallur matur á borð- um okkar á að baki langan feril hjá risavöxnum mat- væla- og dreifingarfyrir- tækjum. Sífellt þarf maður að vera á verði gagnvart því að láta ekki eitra fyrir sér með marg- víslegum varðveisluefn- um sem sprautað er í eða yfir matvæli eins og þau séu ekki ætluð lif- andi fólki heldur múmíum til að forða þeim frá rotnun. Eini uppskeru- tíminn sem allir Íslendingar þekkja og hlakka til er á haustin þegar fyrstu kartöflurnar koma á markað. Nú á tímum ætti að nota Netið til þess að gera bændum og trillukörlum kleift að selja ferska fram- leiðslu- vöru, auk þess sem stórverslanir ættu að leggja metnað í að hafa nýmeti á boðstólum og vekja sér- staka athygli á nýjum uppskeruteg- undum og ferskri og óspilltri mat- vöru hvort sem hún er „lífrænt ræktuð“ eður ei. Það þykir fréttnæmt að rútubílstjóri frá Keflavík er meðal tólf umsækj- enda um starf ráðuneytisstjóra í sjávarútvegsráðuneytinu. Nú þekki ég ekki þennan rútubílstjóra en það er mikil bjartsýni að halda að án háskólamenntunar eigi aðrir en atvinnustjórnmálamenn og nánustu gæðingar þeirra aðgang að háum embættum í okkar óspillta stjórn- kerfi þótt það sé að sínu leyti lofs- vert að gera þroskaheftan mann að sendiherra. Ekki þar fyrir, ef ég kæmist í klípu vildi ég ekki síður reiða mig á mann með meirapróf en MBA- gráðu. „Breiðavíkurdrengur“ heitir merki- leg bók sem ég var að lesa, hún er skráð af Páli Elísyni og Bárði Ragn- ari Jónssyni og fjallar á hrífandi, einlægan hátt um hlutskipti drengs sem tekinn var af heimili sínu og vistaður í drengjafangelsinu Breiða- vík. Þetta var árið 1963. Páll var tíu ára gamall. Sumir vilja meina að einhver óáþreifanlegur „tíðarandi“ beri ábyrgðina á þeirri svívirðilegu með- ferð sem Breiðavíkurdrengir og fleiri skjólstæðingar hins opinbera urðu að þola á þessum tíma. Það er ekki rétt. Fyrir hálfri öld vissu menn nákvæmlega jafnvel og núna að það er glæpur að mis- þyrma börnum. Það eru vondar manneskjur sem bera ábyrgðina – ekki tíðarandinn. Hinar vondu manneskjur sem Breiðavíkurdreng- irnir lentu hjá voru starfsmenn íslenska ríkisins – sem vonandi hefur núna náð þeim þroska að biðj- ast afsökunar á framferði starfsmanna sinna. Tíðarandi eða manneskjur? Í Dagbók Þráins Bertelssonar er sagt frá ókostum þess að geta ekki brennt þá sem eru manni ósammála, fjallað um nýja biblíuþýðingu, greftrunarsálm frá Titanic, málamiðlun um mannréttindi, rigningu og rok, matvæli handa múmíum og raunasögu frá öldinni sem leið. Kraftmiklar ryksugur fyrir öll heimili Verð frá kr.: 15.990 Miele ryksugur – litlar og liprar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.