Fréttablaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 12
[Hlutabréf]
Hagnaður Kaupþings á
þriðja ársfjórðungi var
rúmir fjórtán milljarðar
króna eftir skatta. Þetta
er eilítið lakari afkoma
en starfsfólk greiningar-
deilda hafði spáð. Forstjóri
Kaupþings segir óróa á
alþjóðlegum skuldabréfa-
mörkuðum hafa haft áhrif á
reksturinn.
Hagnaður eftir skatta á þriðja árs-
fjórðungi dróst saman um 59,3
prósent miðað við sama tímabil í
fyrra. Meginskýringin á þessum
mikla mun er 21.4 milljarða króna
hagnaður vegna sölu og skráning-
ar á hlut Existu í fyrra. Sé horft
framhjá því eykst hagnaðurinn
milli ársfjórðunga um þrjú pró-
sent.
„Við höfum verið að tapa pening-
um á hækkandi vöxtum á íslenskum
krónum og óróa á alþjóðlegum
skuldabréfamörkuðum. Skulda-
bréfastöður okkar hafa verið að
koma illa út á fjórðungnum. Þetta
sýnir mikilvægi þess að vera með
dreifða áhættu og fjölbreyttan
rekstur,“ segir Hreiðar Már
Sigurðsson, forstjóri Kaupþings.
Af þeim sökum hafi bankinn náð að
skila nítján prósenta arðsemi á
eigin fé þrátt fyrir sveiflur.
Greiningardeild Glitnis bendir á
að skuldatryggingaálag Kaupþings
sé í sögulegu hámarki. Álagið er
mælikvarði á kjör bankans á
alþjóðamörkuðum. Þegar álagið
hækkar verður dýrara að fjár-
magna starfsemina.
Hreiðar Már lagði í gær áherslu
á að innlán bankans yrðu notuð í
auknum mæli til að fjármagna
starfsemina. „Það verður áhersla á
aukin innlán. Við erum með litla
endurfjármögnunarþörf á næsta
ári svo við teljum okkur ekki þurfa
að gefa út mikið af skuldabréfum á
evrópskum markaði.“ Hann telur
að álagið muni ekki haldast hátt
næstu mánuðina.
Sé horft til fyrstu níu mánaða
ársins jókst hagnaður eftir skatta
um 31,3 prósent frá sama tímabili í
fyrra og var rúmir sextíu milljarð-
ar króna. Hreiðar Már segir fjár-
festingaráðgjöf Kaupþings hafa
gengið vel á þriðja fjórðungi.
„Þetta er metfjórðungur þar. Við
erum orðin mjög stór á Norður-
löndunum og það er aðeins einn
annar norrænn banki sem hefur
verið að vinna í jafn stórum við-
skiptum það sem af er ári og Kaup-
þingssamstæðan.“
Töpuðu vegna óróans
Sævar Freyr
Þráinsson verð-
ur forstjóri Sím-
ans frá næstu
mánaðamótum.
Hann tekur við
starfinu af
Brynjólfi Bjarna-
syni sem fram-
vegis einbeitir
sér að móðurfé-
laginu Skiptum
og fleiri tengdum félög-
um.
Sævar er 36 ára gam-
all fjölskyldumaður.
Hann hefur starfað hjá
Símanum frá árinu 1995
þegar hann lauk prófi í
viðskiptafræði frá
Háskóla Íslands.
Hann hefur setið
í framkvæmda-
stjórn Símans
undanfarin þrjú
ár. Seinast var
hann fram-
kvæmdastjóri
fyrirtækjasviðs
en þar áður
stýrði hann far-
símasviði. Sævar
situr einnig í stjórn
nokkurra fyrirtækja í
eigu Skipta, í Bretlandi,
Noregi og Svíþjóð. Þriðj-
ungshlutur í Símanum
verður seldur almenn-
ingi og fjárfestum fyrir
áramót.
Nýr forstjóriViðar Böðvarsson
viðskiptafræðingur og löggiltur
fasteignasali
Þjónustusími sölumanna
eftir lokun 694 1401
Melabraut 21 - Seltjarnarnes
Opið hús laugardag frá kl. 14 – 15
Fallega teiknað parhús með bílskúr og aflokuðum garði. Á
efri hæð eru tvö stór svefnherbergi og glæsilegt baðher-
bergi. Á neðri hæð er nýtt eldhús, stofa og sólstofa
m/kamínu. Vönduð gólfefni. Rúmgóður bílskúr m/mikilli
lofthæð. Húsið og garðurinn hefa verið mikið endurnýjað
og eignin sérlega glæsileg. Verð 49.0 millj. Glæsileg eign
með frábæra staðsetningu.
Laugavegi 170, 2. hæð • Opið virka daga kl. 9:00-17:00
Sími 552 1400 • Fax 552 1405 • www.fold.is • fold@fold.is