Fréttablaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 82
Makedónarnir Jovan Zdravevski og Dimitar Karadzov- ski spiluðu undanfarin tímabil með Skallagrími og áttu mikinn þátt í góðu gengi Borgnesinga, sem kom- ust meira segja alla leið í lokaúrslitin fyrra árið. Jovan lék einn fyrsta árið en Dimitar bættist síðan í hópinn og undanfarin tvö ár voru þeir aðal- skyttur Borgarnesliðsins. Í sumar yfirgáfu þeir báðir Skallagrím, Jovan samdi við Íslandsmeistara KR en Dimitar fór til nýliða Stjörn- unnar. Þessi vistaskipti hafa greini- lega farið misvel í þá því á sama tíma og Jovan hefur fundið sig illa hjá KR hefur Dimitar blómstrað í Stjörnuliðinu. Jovan Zdravevski var með 21,8 stig, 2,9 stoðsendingar og 44,6 pró- senta þriggja stiga skotnýtingu með Skallagrími í deildinni í fyrra og skilaði þá 20,5 framlagsstigum að meðaltali til síns liðs í 22 leikjum. Í fyrstu þremur leikjum sínum með KR í deildinni í ár hefur Jovan hins vegar skorað 11,7 stig, gefið 0,7 stoðsendingar og klikkað á 14 af 17 þriggja stiga skotum sínum. Hann hefur skilað 8,7 framlagsstig- um að meðaltali til KR-liðsins á þeim 21,3 mínútum sem hann hefur spilað í leik. Jovan er því að skora 10,1 færri stig í leik, gefa 2,2 færri stoðsendingar, hitta 27 prósentum verr úr þriggja stiga skotum og skila 11,8 færri framlagsstigum til síns liðs. Dimitar Karadzovski var með 16,7 stig, 4,5 stoðsendingar og 32,3 prósenta þriggja stiga skotnýtingu með Skallagrími í deildinni í fyrra og skilaði 14,2 framlagsstigum að meðaltali til síns liðs í 22 leikjum. Í fyrstu þremur leikjum sínum með Stjörnunni hefur Dimitar skorað 20,0 stig, gefið 4,3 stoð- sendingar og skorað 4,7 þrista að meðaltali í leik þar sem hann hefur hitt úr 46,7 prósentum skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna. Dimitar hefur skilað 18,3 fram- lagsstigum að meðaltali til Garða- bæjarliðsins á þeim 33,3 mínútum sem hann hefur spilað í leik. Dimitar er því að hækka sig frá því í fyrra því hann er að skora 3,3 fleiri stig, setja niður 2,2 fleiri þrista í leik og hitta 14,4 prósent- um betur úr skotum yfir utan þriggja stiga línuna. Með þessu er Dmitar að skila 4,1 fleiri fram- lagsstigi til síns liðs að meðaltali í leik. Því má ekki gleyma að Jovan var að fara í mun sterkara lið þar sem er mun harðari samkeppni um mínútur en engu að síður fer það ekki framhjá neinum að á sama tíma og Dimitar hefur bætt sinn leik hefur Jovan misst dampinn. Eina tölfræðin sem er Jovan hagstæð er sigurhlutfallið því KR hefur unnið tvo leiki í fyrstu þrem- ur umferðunum en Stjarnan aðeins einn. Dimitar blómstrar en Jovan dalar mikið Snæfell er eina liðið í Iceland Express deild karla sem hefur ekki náð að vinna leik í fyrstu þremur umferðum tímabilsins en liðið tók fyrsta titil tímabilsins þegar liðið varð Powerade-meistari fyrir mót. Snæfell hefur tapað fyrir Njarðvík og KR á útivelli og svo í framlengingu gegn Keflavík á heimavelli. Snæfellsliðið hefur ekki byrjað verr í níu ár, eða síðan liðið tapaði þremur fyrstu leikjum sínum þegar það var nýliði í deildinni tímabilið 1998- 99. Snæfell vann þá Njarðvík á heimavelli í fjórða leiknum og síðan næstu fjóra leiki á eftir. Næsti leikur Hólmara er gegn Stjörnunni á heimavelli á sunnudagskvöldið. Versta byrjun Snæfells í 9 ár KR ákvað að semja ekki við Ernestas Ezerskis, tvítugan litháískan bakvörð sem hefur verið til reynslu hjá liðinu, en hann kom úr herbúðum stórliðsins Lietuvos Rytas Vilnius. Ezerskis lék tvo leiki með KR- liðinu, var með 3 stig á 14 mínútum í tapi í úrslitaleik Powerade-bikarsins gegn Snæfelli og skoraði síðan 15 stig og gaf 3 stoðsendingar á 19 mínútum í 100-78 sigri á Fjölni í 1. umferð Iceland Express deildarinnar. KR samdi í staðinn við banda- ríska bakvörðinn Avi Fogel sem er af ísraelskum ættum. Fogel hefur skorað 22,0 stig, gefið 6,0 stoðsendingar og hitti úr 60 prósentum þriggja stiga skota sinna í fyrstu tveimur leikjum sínum í KR-búningnum. KR-ingar létu Litháann fara Erla Dögg Haraldsdóttir, nítján ára sundkona úr ÍRB, vann 100 metra bringusund á danska meistaramótinu í gær þegar hún kom í mark á 1 mínútu og 10,60 sekúndum. Erla Dögg bætti átján ára met Ragnheiðar Runólfsdóttur í undanúrslitunum og synti aftur undir gamla metinu í úrslitasund- inu en dagsgamalt Íslandsmet hennar hélt þó velli. Erla Dögg byrjaði ekki eins vel og í undanúrslitasundinu og var önnur eftir 50 metra en hún kom sterk inn í lokin og tryggði sér gullið, aðeins þremur hundruð- ustu á undan Louise Jansen frá Danmörku. Vann gullið en metið hélt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.