Fréttablaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 86
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Óskar Óskarsson „Þetta var hin skemmtilegasta upplifun og fangarnir voru ánægðir að fá okkur,“ segir Hugi Garðarsson í hljómsveit- inni Wulfgang sem hélt tónleika á Litla-Hrauni í gær ásamt hljómsveitinni Johnny and the rest. „Okkur skildist á þeim að það kæmu allt of sjaldan hljóm- sveitir hingað. Okkur langar að reyna að bæta úr því og hefja tónleikaröð hérna sem virkar þannig að ein hljómsveit skorar á aðra að mæta. Við skorum hér með á Mínus. Þeir hafa komið hingað áður og nenna vonandi að koma aftur,“ segir Hugi. „Það brutust út mikil fagnaðarlæti þegar við sögðumst ætla að hvetja þá til að koma aftur. Mínusmenn myndu svo skora á aðra hljómsveit og þannig koll af kolli. Allir hér á Litla-Hrauni voru mjög hrifnir af því að hafa tónleika með reglulegu millibili.“ Tónleikarnir í gær voru haldnir í íþróttasal fangelsis- ins og Hugi segir að stemning- in hafi verið engu lík. „Okkur var ótrúlega vel tekið og þeir voru hver öðrum indælli. Tóku allir í spaðann á okkur og þökk- uðu okkur fallega fyrir. Þarna er hlý og góð stemning,“ segir Hugi, sem var enn móður og másandi eftir tónleikana þegar Fréttablaðið talaði við hann. „Þetta tekur á. Ég er hás og allt. Það var rífandi stemning og strákarnir hérna dilluðu sér og klöppuðu. Við viljum hvetja hljómsveitir til þess að prófa að koma hingað og spila í stað þess að spila á sömu knæpunum helgi eftir helgi.“ Skora á Mínus að spila á Hrauninu „Ég haf náð mínu fram og það hafa náðst sættir í þessu máli af minni hálfu,“ segir Magni Ágústsson tökumaður. Eins og Fréttablaðið greindi frá leit- uðu bæði Magni og Steingrím- ur Karlsson leikstjóri til lög- fræðiskrifstofu Ragnars Aðalsteinssonar með mál sem snertir tónlistarmyndina Heima en þeir töldu sig ekki hafa fengið það sem þeim hefði borið fyrir hlut sinn. Magni segir að ákveðin mistök hafi verið gerð en þau hafi nú verið leiðrétt. Heima fékk þrjár tilnefning- ar til Eddunnar en Magni var sjálfur tilnefndur fyrir tökur í myndinni. Magni segir að það sé reyndar svolítið fyndið að sú til- nefning komi eflaust fyrir „rang- an“ kredit-lista. „Ég er ekkert búinn að ákveða hvort maður láti sjá sig, maður veit aldrei í þessum bransa hvar maður sefur næstu nótt,“ segir Magni. Steingrímur Karlsson segist hins vegar hafa ákveðið að falla frá sínu máli, honum hafi verið ráð- lagt að fara ekki í hart við risann EMI sem sjái um að dreifa myndinni. „Þetta er því í raun sjálfdautt og maður má ekki vera að velta sér of mikið upp úr þessu,“ segir Steingrímur. „Þetta er auðvitað ekki eins og maður vildi hafa þetta en nú verður maður bara að hugsa um eitthvað annað,“ segir Steingrím- ur, sem hefur haft í nógu að snú- ast og er meðal annars að gefa út ljósmyndabók um íslenska álfa. Sem er kannski hálf fyndið í ljósi þess að hljómsveitarmeðlimum í Sigur Rós hefur ósjaldan verið líkt við álfa. „Þetta eru hins vegar alvöru íslenskir álfar,“ segir Steingrímur. Sátt um Sigur Rós og Heima Sigmundur Ernir Rúnarsson hefur skrifað ævi- sögu Guðna Ágústssonar, formanns Framsóknar- flokksins, sem kemur út í næsta mánuði. Hún hefur fengið nafnið Guðni af lífi og sál. „Við Guðni erum búnir að þekkjast í gegnum árin og ég á að baki mörg viðtöl við hann. Við lögðum hins vegar bara af stað í þetta í vor,“ útskýrir Sigmundur. „Það er búið að vera að biðja Guðna í nokkur ár að segja frá ævi sinni, og hann lét loksins verða af því núna. Hann leitaði til mín og vildi endilega að ég skrifaði hana, einhverra hluta vegna,“ segir hann hógvær. Sigmundur hefur áður skrifað æviþætti manna og sent frá sér nokkrar ljóðabækur. „Barn að eilífu var öðrum þræði ævisaga mín og dóttur minnar, en þetta er fyrsta eiginlega ævisagan sem ég geri,“ segir Sigmundur, en hann segir vinnuna hafa verið töluvert frábrugðna öðrum ritstörfum hans. „Það er bæði hvað varðar heimildavinnu, og svo er líka sérstakt að kynnast svona rækilega manni sem maður er ekki endilega í mikilli návist við dags daglega,“ segir Sigmundur. Eins og gefur að skilja hafa þeir Sigmundur og Guðni umgengist töluvert mikið í sumar, svo mikið raunar að Sigmundur kveðst farinn að sjá sauðkindina í nýju ljósi. „Báðar konur okkar eru farnar að hafa áhyggjur af okkur,“ segir Sig- mundur og kímir. „Ég hef ein- mitt haft það á orði við Guðna að ég þekki hann núna betur en hann sjálfur. Ég get orðið leiðrétt hann um það sem á daga hans hefur drifið,“ segir hann. „Ég hef líklega eignast einn bróður í viðbót,“ segir Guðni um þá staðhæfingu og hlær við. Hann segir það ekki hafa verið langsótt að leita til Sigmundar um ritun ævisög- unnar þar sem þeir hafi þekkst í fjölda ára. Ekki spillti það heldur fyrir að Sigmundur væri „skáld gott“, með orðum Guðna. „Það er vandi að finna einhvern sem maður getur setið svona með,“ segir Guðni. Hann segir það hafa verið afar ánægjulegt að líta yfir farinn veg. „Ég hefði ekki trúað því að það væri svona skemmtilegt að velta lífsgöngunni fyrir sér, frá því að ég var barn á Brúnastöðum og í gegnum allar breytingar sem hafa orðið á samfé- laginu,“ segir Guðni. Hann segir það þó einnig merkilega tilfinningu að veita lesendum innsýn í lífshlaupið. „Maður er auðvitað að opna sitt líf fyrir þjóðinni. En ég er nú bara blóð af hennar blóði og brot af landsins sál. Mitt líf er líkt margra sem eru fjörutíu ára og eldri. Þeir yngri botna hins vegar ekkert í hvernig þetta var hægt,“ segir hann glettinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.