Fréttablaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 34
Daglangt námskeið fyrir óvana
ökumenn á óbreyttum jeppum
og jepplingum verður haldið
á vegum Arctic Trucks hinn 3.
nóvember.
Arctic Trucks býður upp á nám-
skeið í jeppaakstri í byrjun nóv-
ember fyrir þá sem ekki eru bug-
aðir af reynslu. Markmiðið er að
að kenna ökumönnum að aka við
hinar ýmsu aðstæður en fram-
kvæmdin er háð færð og veðri.
Komið verður saman kl. 9 að
morgni í kennslusal Arctic Trucks
við Klettháls þar sem haldin verð-
ur stutt kynning og boðið upp á
létta hressingu. Um kl. 9.30 verð-
ur svo lagt af stað í dagstúrinn.
Þátttakendur lenda á leiðinni í
margvíslegum áskorunum svo
sem mismunandi vegslóðum,
háum hryggjum, bröttum brekk-
um, lækjum og ám. Allir bílar fá
VHF-talstöð að láni og leitast er
við að koma sem mestum upplýs-
ingum á framfæri allan daginn.
Hámarksfjöldi bíla í ferðina er
tíu, auk bíla leiðbeinenda og verð
fyrir hvern bíl er 10.000 krónur.
Innifalið er leiga á talstöð, jeppa-
bók Arctic Trucks, léttar veitingar
áður en lagt er af stað og samlokur
og drykkir síðar um daginn.
„Við héldum svona námskeið
nýlega og almenn ánægja var með
það. Það var meðal annars sótt af
fólki sem hafði átt jeppa um skeið
en aldrei sett í lágadrifið,“ segir
Hallveig Andrésdóttir hjá Arctic
Trucks og bendir á heimasíðuna
www.arctictrucks.is
Ökuleikni í óbyggðum
Nú er hægt að tilkynna eig-
endaskipti bíla og ganga frá
skráningu þeirra með rafræn-
um hætti á vef Umferðarstofu
www.us.is.
Umferðarstofa, í samstarfi við
Glitni og Kaupþing, býður nú við-
skiptavinum að tilkynna eigenda-
skipti og ganga frá skráningu á vef
Umferðarstofu www.us.is. Slíkt
ferli hefur hingað til krafist ferða-
laga og fyrirhafnar. Einar Magnús
Einarsson, upplýsingafulltrúi
Umferðarstofu, segir aðferðina
auðvelda, þægilega og fljótlega og
gefur hér dæmi um ferlið.
„Viðskiptavinurinn fer inn á
heimasíðu Umferðarstofu www.
us.is og velur þar „Sjálfsaf-
greiðsluvef“ þar sem eigenda-
skiptin eru skráð. Síðan fer hann
inn á netbanka sinn hjá Kaupþingi
eða Glitni og gengur frá staðfest-
ingu á viðskiptunum og greiðslu.
Öllum sem málið varðar gefst
síðan kostur á að fá staðfestingu á
framgöngu mála senda með SMS-
skeyti eða tölvupósti.“
Einar segir helsta nýmæli þessa
kerfis vera að rafræn persónuauð-
kenni komi sjálfkrafa ef eigenda-
skiptin fari fram gegnum heima-
banka. Því geti viðskiptavinurinn
verið staddur hvar sem er í heim-
inum. „Hjá Umferðarstofu eru
árlega færð 80-100 þúsund eig-
endaskipti á bifreiðum,“ segir
hann. „Því er ljóst að mikill hagur
er að því ef hægt er að auðvelda og
stytta framkvæmdina.“
Nýjung í netþjónustu
Ökunám í fjarnámi !!!!
Ekill ökuskóli er eini ökuskólinn á landinu sem býður upp
á ökunám í fjarnámi. Þú getur unnið námskeiðin
í tölvunni heima þegar þér hentar.
Skoðaðu þennan frábæra kost á ekill.is
Námskeið sem hægt er að taka nú þegar eru fyrra námskeið
til almennra ökuréttinda (Ö1) og bifhjólanámskeið.
Fleiri námskeið eru væntanleg á næstu mánuðum
Ö2 námskeið / Aukin ökuréttindi / Fyrir lesblinda ofl.
Ekill ökuskóli. Sími 461-7800 www.ekill.is ekill@ekill.is
Japan/U.S.A.
STÝRISENDAR,
SPINDILKÚLUR
OG FÓÐRINGAR
í jeppa í miklu úrvali
Vagnhöfða 7
110 Reykjavík
Sími: 517 5000 www.us.is
EIGENDASKIPTI
ÖKUTÆKJA Á VEFNUM
Umferðarstofa, í samstarfi við Glitni og Kaupþing,
býður nú þann möguleika að tilkynna eigenda-
skipti og ganga frá skráningu meðeigenda og
umráðamanna bifreiða með rafrænum hætti á
vef Umferðarstofu.
Kynntu þér þessa einföldu og þægilegu
nýjung á www.us.is.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
0
7
-0
8
4
1
Alorka • Vagnhöfða 6 • Sími 577 3080
Heilsársdekk
31" kr. 12.900
(31x10.50R15)
33" kr. 15.900
(33x12.50R15)
Úrval annarra stærða upp í 38".
Felgustærð 15", 16" 17" og 18".
Sendum frítt um land allt!
Við mælum með míkróskurði
P
IPA
R
• S
ÍA
• 70
622
Nánar á jeppadekk.is
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki