Fréttablaðið - 27.10.2007, Síða 68

Fréttablaðið - 27.10.2007, Síða 68
Fyrir þremur árum dvaldi ég um tíma í Perú. Ég bjó í höfuðborg hins forna Inkaveldis, Cusco. Borgin er í um 3500 metra hæð yfir sjávarmáli og þar búa um 300.000 manns. Stundum fannst mér að ég gæti ekki verið lengra í burtu frá föðurlandinu. Lamadýr, avókadó, indíánar, fátækt og háfjallaveiki. Þarna var ég í fimm mánuði og hvar sem ég kom þurfti ég að útskýra fyrir fólki að Ísland væri land – þó ekki Írland – að þar talaði fólk íslensku og að íbúafjöldinn væri svipaður og í Cusco. Það kom aldrei fyrir að ég hitti Íslending í borginni og fæstir höfðu hitt Íslending áður. Einn tannleysinginn, sem hafði þvælst um miðbæjartorgið lengur en elstu menn mundu, gat stamað út úr sér nafninu „Guðrún“ og sagði um- rædda konu hinn eina Íslending sem hann hafði rekist á um dagana. Í vor var ég svo stödd á Akureyri í útskriftarveislu bróður míns. Fyrir algjöra tilviljun ákváðum við að kíkja út á lífið í höfuðstað Norðurlands um kvöldið. Fyrir aðra tilviljun samþykkti ég að fara með samferðafólki mínu á einhvern pylsu- og hamborgarasölustað kl. 5 að morgni í stað þess að deyja hægum dauðdaga úr hungri í leigu- bílaröðinni. Í alíslenskri steikinga- fýlu stend ég úti í horni innan um misdrukkna Íslendinga þegar stelpa vindur sér upp að mér og sagðist hafa lofað að skila til mín kveðju ef hún rækist á mig. „Fjölskyldan þín í Perú biður að heilsa,“ sagði hún eins og ekkert væri eðlilegra. Hún og kærastinn höfðu sem sagt verið í heimsreisu, farið til Perú, farið til Cusco, gist hjá systur „móður“ minnar og verið dregin þangað í heimsókn af systurinni sem var skríkjandi af gleði yfir þessari ótrú- legu tilviljun – Íslendingar! Ég veit hins vegar ekkert hvernig ég á að útskýra fyrir familíunni í bréfi að kveðjan hafi borist yfir flest heims- ins höf til mín í eigin persónu þar sem ég stóð fyrir tilviljun í mörg hundruð kílómetra fjarlægð frá heimabæ mínum. Þau eiga eftir að halda að Ísland sé á stærð við meðal- stóran skókassa. A uglýsandi: Ö ES
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.