Fréttablaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 33
Brimborg kynnir þriðju kynslóð sportjeppans Volvo XC70. Þriðja kynslóð sportjeppans Volvo XC70 verður frumsýnd hjá Brim- borg í Reykjavík og á Akureyri í dag. Bíllinn er töluvert breyttur í útliti og býðst nú með ýmsum nýj- ungum. Má þar til dæmis nefna árekstrarvarakerfi, sem tekur við stjórn bílsins aki ökumaður of nálægt næsta bíl á undan. Einnig kerfi sem vaktar blinda punkt ökumannsins og gefur merki komi nálægir bílar eða mótorhjól inn- fyrir ákveðinn radíus við bílinn. Meðal staðalbúnaðar sem bætt hefur verið við er hallalæsing, sem heldur bílnum á lágmarks- hraða niður brattar brekkur, þar sem ökumaður vill fara sérlega varlega. Bíllinn er tíu cm lengri en hann var áður og yfirbyggingin 4,2 cm hærri. Innrétting bílsins hefur verið tekin í gegn. Sætin eru still- anleg á marga vegu og meðal ann- ars má stilla hæð stólsetunnar aftur í fyrir börn allt að tólf ára aldri. Þá er farangursrýmið 55 lítrum stærra. XC70 býðst með tveimur vélum hjá Brimborg; 3,2 lítra 6 strokka 238 hestafla bensínvél og 185 hest- afla 2,4 lítra D5 dísilvél með for- þjöppu sem eyðir 8,3 lítrum á hundraði. Báðar vélarnar eru með 6 gíra Geartronic-sjálfskiptingu. Frumsýningin fer fram í Reykja- vík og á Akureyri milli 12.00 og 16.00. Nýr Volvo XC70 kynntur í dag Bandalag íslenskra bílablaða- manna tilkynnti í gær hvaða bíll hefði orðið fyrir valinu sem bíll ársins 2008 á Íslandi. Range Rover Freelander varð hlutskarpastur í vali bílablaða- manna á bíl ársins 2008 á Íslandi. Tilkynnt var um valið í Ásmund- arsafni í gær og afhenti Kristján Möller samgönguráðherra full- trúum bílaumboðsins B&L Stál- stýrið svokallaða sem stigahæsti bíllinn hlýtur. Þetta er í fimmta sinn sem Bandalag íslenskra bílablaðamanna, BÍBB, stendur fyrir vali á bíl ársins. Sigur Freelander var nokkuð afgerandi en hann hlaut alls 200 stig af 225 mögulegum en næst- ur honum að stigum var Skoda Roomster með 185 stig, en hann varð þar með hæstur í flokki smábíla. Í umsögn dómnefndar segir meðal annars: „Freelander er nýtt afbrigði, hálfjeppi, með mikinn búnað og góðan frágang. Veitti mesta öryggiskennd í sínum flokki á möl enda með mesta búnaðinn...“, og „Fjöðrun og bremsukerfi í sérflokki af þeim sem við prófuðum. Hár lúxusstaðall og hagkvæmur í rekstri...“ Í flokki millistærðarbíla stóð Subaru Impreza uppi sem sigur- vegari með 184 stig, í flokki stórra bíla og lúxusbíla var það Mercedes-Benz C-lína með 177 stig og í flokki jeppa, jepplinga og pallbíla var það eins og áður sagði Land Rover Freelander, bíll ársins 2008. Níu reyndir bílablaðamenn eru í dómnefnd BÍBB en ein- kunnir voru gefnar út frá fimm þáttum. Hönnun, aksturseigin- leikum, rými, öryggi og verði. Freelander valinn bíll ársins 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.