Fréttablaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 88
Síðustu helgi fóru fjölmiðlar mikinn í umfjöllun um þann kvitt að knattspyrnukonur hefðu tekið sig saman um að kjósa ekki Margréti Láru Viðarsdóttur úr Val Leikmann ársins. Í hennar stað hlaut önnur afbragðs knatt- spyrnukona titilinn, Hólmfríður Magnúsdóttir úr KR. Til ham- ingju, Hólmfríður! Auðvitað sárn- aði stúlkunum þetta umtal en Margrét Lára sagði í Kastljósi að góðir íþróttamenn kæmu bara enn sterkari til baka og hún myndi gera það. Hún er þrautseig eins og sönn Eyjastúlka. Aldrei hefði hún lagst í vol og víl í Barbaríinu, heldur hafist handa við að smíða örk til að komast aftur heim. Sjónvarpsins leit- aði til Elísabetar Gunnarsdóttur, þjálfara Vals, og spurði hana út í þessi meintu samanteknu ráð og Elísabet sagði meðal annars: „Er ekki einhvers staðar sagt að konur séu konum verstar og það er spurn- ing hvort það hafi gerst í þessu máli.“ Í viðtali Kastljóss við Elísa- betu og Helenu Ólafsdóttur, þjálf- ara KR, greip spyrjandi frasann á lofti og spurði: „Á það við að konur séu konum verstar í svona topp- baráttu?“ Og Helena svaraði: „Kannski er það þannig en stundum er rígur á milli kvenna.“ væri undarlegt ef ekki myndaðist rígur á milli kvennanna sem keppa í sjálfri úrvalsdeildinni í fótbolta. Mér varð hugsað til þess hvað það yrði nú leiðinlegt að fylgjast með mótunum, hvað þá að keppa í þeim, ef enginn væri rígur- inn og samkeppnin. Keppendur kæmu þá bara þrammandi til leiks arm í arm eins og í Bimbirimbi- rimbamm. Allar gættu þær stúlk- urnar sín á því að stíga ekki fram fyrir hinar og reynt væri að komast hjá því að verða sér úti um stig – því við erum jú umfram allt systur en ekki andstæðingar. Keppnisandi myndi líka bara vekja úlfúð og þeir sem yrðu vitni að þeim ósköpum kæmust í mikið uppnám. Það þykir jú svo ljótt að sjá konur takast á – eitthvað svo andstætt eðli þeirra. daga höfum við horft upp á karla bola hver öðrum úr emb- ættum, nefndum og ráðum sem aldrei fyrr en ekki hef ég séð slíka framkomu tengda upplausn í sam- stöðu þeirra. Svo þegar manni fljúga í hug þeir Hitler, Stalín og George Bush og útreið þeirra á heilu þjóð- unum fer manni jafnvel að finnast ástæða til að taka fram nýja frasa til að ná utan um hið illa en til allrar hamingju erum við ekki jafngrimm í garð karla og sjálfsagt þykir að vera í garð kvenna. Þess vegna taut- ar heldur enginn: „Karlar eru heim- inum verstir.“ Mannfyrirlitning er auðvitað það alversta sem til er. Blóm hins illa © In te r I KE A Sy ste m s B .V .2 00 7 www.IKEA.is Opið virka daga Opið laugardaga Opið sunnudaga 10.00 - 20.00 10.00 - 18.00 12.00 - 18.00 Veitingastaður opnaður klukkutíma fyrr en verslun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.