Fréttablaðið - 27.10.2007, Side 50

Fréttablaðið - 27.10.2007, Side 50
hús&heimili 1. Loginn.mgx nefnist þessi sérstæða ljósa- króna og er hönnuð af Batsheba Gross- man fyrir Materialise.MGX. Ljósakrónan dreifir fínlegum ljósrönd- um á veggina í kring. Þannig skapast náið andrúms- loft. 2. Mjólkur- flöskuljós úr sandblásnu gleri og í laginu eins og mjólkurflöskur með ljósaperu sem hangir neðan í krómuðu lokinu. Ljósið ber með sér hlýlega fágun og þokka sér- stæðrar hönnunar. Hönnuður er Tejo Remi fyrir Droog Design. 3. Snjóhvít Íkarusarljósakróna varpar frá sér ógleymanlegri skuggamynd af væng Íkarusar. Hún er í senn ljóðræn og létt og gefur frá sér afar rómant- íska lýsingu. Ljósakrónan er hönnuð af Tord Boontje fyrir Artecnica. 4. Blimp mjúki lamp- inn (Blimp Soft Lamp) kemur frá Mathmos Design Stu- dio. Þetta er skemmtileg nú- tímahönnun sem setur punktinn yfir i-ið. Ljósið breytir stöðugt um lit með hand- snertingu og fer nánast í gegnum allt litrófið. Kveikt er á ljósinu og slökkt með því að snerta það að ofan. Þetta er mjög skemmtilegt ljós með fag- urlitum blæ og formið er einnig mjúkt og leikandi. 5. Miðsumarljósið veitir hlýju og æv- intýralegan bjarma. Það er hannað af Tord Boontje fyrir Artecnica og ljós og skuggar laufskrúðsins lífga upp á heimilið. Ljósakrónan fæst í mörgum litum. Lýsandi stemning Lýsing getur haft mikið að segja um það andrúmsloft sem skapast inni á heimilum. Mild lýsing skapar notalega stemningu, skær lýsing getur verið stofnanaleg en þægileg sem vinnuljós og svo framvegis. Til eru þó margar fallegar og sérstakar ljósakrónur og lampar sem geta sett skemmtilegan svip á umhverfi sitt. - hs 2 1 5 3 4 27. OKTÓBER 2007 LAUGARDAGUR14

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.