Fréttablaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 66
Peking er mjög alþjóðleg þegar kemur að framboði af veitinga- stöðum enda er giskað á að meira en 60.000 veitingastaðir séu hérna. Það er liðin tíð að þú getir ekki fengið magafylli þína nema að borða hvítkál eða hrísgrjón með prjónum. Mikill fjöldi veitingastaða býður upp á mat frá öllum heimshornum. Sem dæmi má nefna ítalska staði, ameríska, franska, japanska, arab- íska, víetnamska, þýska, kóreska, taívanska og fleiri mætti upp telja. Gróskan er mikil og vikulega heyrist af nýjum stöðum opna en af öðrum sem eru að loka eða færa sig um set. Margir af þessum stöðum eru mjög hipp og kúl og standast algjör- lega samanburð við flotta veitinga- staði í öðrum stórborgum. Þessir staðir bjóða almennt upp á mat- seðla á ensku en það sama verður ekki sagt um kínversku veitinga- staðina. Hér er auðvitað engin vöntun á veitingastöðum sem bjóða upp á heimamat frá mismunandi héruð- um Kína og jafnframt er mismun- andi mikið lagt í matinn og útlit staðanna. Eins og áður sagði eru matseðlarnir sjaldnast á ensku en ef þú ert heppin(n) eru myndir af réttunum á matseðlunum. Það getur því verið erfitt að panta sér mat ef hvorki eru myndir af rétt- unum né starfsfólk sem skilur ensku en þá er bara að benda á girnilegan rétt á næsta borði eða treysta á lukkuna. Kínverjar fara mikið út að borða og er mikið af látlausum stöðum sem bjóða uppá heimilis- legan mat eins og soðkökur. Ekki er hægt að ræða um mat í Peking án þess að minnast á pekingönd. Það eru margir staðir sem bjóða upp á þennan sérrétt Peking- borgar. Stökk að utan en mjúk að innan er öndin borin fram með pönnukökum og plómusósu. Á fínni veitingastöðum er gæða- vottorð borið fram með öndinni þar sem númer hennar kemur fram. Í Peking er mikil götu- matarmenning. Á morgnana er vinsælast að fá sér stökkar pönnukökur með steiktu eggi, lauk og kryddi og er þessu skolað niður með soja- mjólk. Annars er götumaturinn árstíðabundinn og nú að haust- lagi er algengast að sjá bakaðar sætar kartöflur, soðinn maís, rist- aðar kastaníuhnetur, sykurhúðuð ber og mandarínur á spjótum. Að versla hérna í matinn er ævin- týri en það getur tekið virkilega á. Það er varla nokkur hlutur sem er merktur á ensku, hvað þá að upp- lýsingarnar um matvörurnar séu skiljanlegar. Hilla eftir hillu fullar af sojasósu hjálpar manni ekki að velja sojasósu þegar þú skilur ekki hver munurinn á þeim á að vera. Einnig er erfitt að finna pakkning- ar af hrísgrjónum sem eru minni en 5 kílóa. Þá er óendanlega mikið af vörum sem líta skringilega út, merktar á kínversku svo maður getur staðið heillengi yfir þeim og reynt að ímynda sér hvað þetta getur eiginlega verið og hvernig eigi að nota þær í matargerð. En svo leynast kunnuglegar vörur inni á milli eins og 2 tegundir af súkku- laði, Snickers og Kit Kat. En þess má geta að vestrænar matvörur eru hér glæpsamlega dýrar, sem dæmi má nefna að pakki af hrökk- brauði kostar allt að 250 kr. Allir stórir matvörumarkaðir sem ég hef komið hér inn í hafa að geyma fiskabúr full af sprelllifandi matfiskum, en það gerist nú ekki mikið ferskara en það. Einnig hef ég orðið vör við þetta á veitinga- húsum og hef ég upplifað það að fá reidda fram á borðið mitt rækju á spjóti enn hreyfandi alla anga. Ekki er hægt að skrifa um mat í Peking án þess að minnast á ýmsan furðulegan mat sem hér er á boð- stólum. Hægt er að gæða sér á grilluðum sporðdrekum og snákum, skjaldbökukássum og auðvitað hundakjöti. Ég rakst einnig á svo- kallaðan „hotpot“ veitingastað sem er með á matseðli sínum getnaðar- limi apa og dádýra. Það ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og mat- gæðingar verða ekki fyrir von- brigðum hér. kolafs@simnet.is var sagt í útvarpinu. Reyndar geta lærðir menn að vísu verið leiknir, en orðtakið er nú samt lærðir og leikir – í merkingunni lærdómsmenn og leikmenn. Við skulum heyra nasaþef... var sagt á Rás 2, og þarf líklega sér- staka hæfileika til. Að vísu tíðkast í ljóðagerð ákveðin færsla milli skynsviða, en tæpast held ég að nokkru ljóðskáldi dytti í huga að taka svo til orða. Oft er farið ranglega með sam- heitið Norðurlönd. Það gerðist m.a. hér í Fbl. í liðnum mánuði: „Auk hennar syngja lagið fjórar stórsöngkonur, ein frá hverju Norðurlandi.“ Þetta er auðvitað misskilningur. Ekkert land heitir Norðurland, einungis landshluti. Þannig er t.d. Norrland í Svíþjóð, eins og Norðurland hér. Ein frá hverju Norðurlanda er eðlilegra málfar. Svo eru heldur leiðinleg orðin „stórsöngkona“ og „stór- söngvari“ – en það er annað mál. Óskar Aðalgeir Óskarssom skrifar: „Ég tók eftir þessum kostulega texta á vefsíðu, sem heitir torrent. is. „...einnig viljum við koma því á framfæri að skilmálar og reglur hafa farið í gegnum endurnýjun. Helstu breytingar má meðal ann- ars nefna að notendur eru ekki eyddir lengur og þeir sem hafa nú þegar verið eyddir geta sótt um afeyðingu sbr. nýju reglurnar.“ Hvað finnst þér? Mér finnst ljótt að eyða fólki, en kannski er hugg- un að því að geta sótt um afeyð- ingu, hvernig svo sem það er gert. Gott væri ef drepið fólk gæti sótt um afdráp! Kristján Gylfi Guðmundsson skrifar: „Mín aðaláhugamál eru fótbolti og íslensk tunga. Ég rek því oftar en ekki nefið inn á vef- síðuna fotbolti.net Þar er málfar stundum varhugavert eins og víða annars taðar. Hins vegar rak mig algjörlega í rogastans, þegar ég las pistil Jónasar Guðna Sævars- sonar fyrirliða Keflavíkur. Jónas segir: „Eftir á að hyggja hefur það ef til vill haft eitthvað að segja þó svo okkur leikmönnum hafi á þeim tíma alls ekki fundist það vera valdurinn að slæmu gengi.“ Eins og við vitum er nafnorðið valdurinn ekki til og hefði ofan- greind setning t.d. getað verið á þessa leið: „Eftir á að hyggja hefur það ef til vill haft eitthvað að segja þó svo okkur leikmönn- um hafi á þeim tíma alls ekki fundist það hafa valdið slæmu gengi.“ Þarna hefði farið vel á að nota hjálparsögnina hafa til að útkoman sé boðleg, í stað þess að taka sér það bessaleyfi að búa til nafnorð sem ekki er til í íslensku máli.“ Þetta er klaufalegt, en reyndar er no. valdur til í merk- ingunni ráðandi, stýrir, en að vísu í fornum kenningum, svo sem himna valdur (guð) og fleina vald- ur (hermaður). Hímir undir hausti þreyttur holta- gróður. Lætur tæmast lokasjóður ljósberi þá slokknar hljóður. Vilji menn senda mér braghendu eða góðfúslegar ábendingar: npn@vortex.is 99 kr. smsið Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐ á númerið 1900! Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón: Þá sendir þú SMS-ið: JA LAUSN JON Þú gætir unnið Skoppu og Skrítlu á DVD Lausn krossgátunnar er birt að viku liðinni á vefnum, www.this.is/krossgatur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.