Fréttablaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 21
Pólitískt hópslys, kallar tímaritið Mannlíf þá katastrófu sem borgarstjórn- arflokkur Sjálfstæðismanna leiddist út í. Þar er mörgum og áleitnum spurningum ósvarað,“ skrifaði Hrafn Jökulsson í dálki sínum í Viðskiptablaðinu í gær. Og hann bætti við: „Sú áhugaverðasta er: Hvað dreif fólk áfram? Það dugir ekki að vísa í hugsjónir um að opinber fyrirtæki eigi ekki að makka á einkamarkaði. Sjálfstæðismenn stofnuðu REI.“ Er þetta ekki einmitt kjarni málsins? Á leiðarasíðu Fréttablaðsins á miðvikudag, bendir Jón Kaldal, ritstjóri Fréttablaðsins, einmitt á þetta og rifjar upp gömul og ný ummæli Illuga Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, máli sínu til stuðnings. Upprifjunin er eðlileg og í raun mætti bæta við spurningum: Af hverju taldi Sjálfstæðisflokk- urinn það í lagi fyrir stuttu síðan að fara í útrás á sviði orkumála, en telur það ekki lengur? Hvað hefur breyst síðan félagi minn í stjórn Orkuveitunnar og þáverandi stjórnarformaður, Guðlaugur Þór Þórðarson, tilkynnti að á vegum REI yrði farið í útrás ásamt einkaaðilum? Hvað hefur breyst síðan þáverandi borgarstjóri, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, skrifaði undir viljayfirlýsingu um samstarf á sviði jarðhita- mála í Djíbútí? Eða er ætlunin að halda því fram nú að þetta hafi aðeins verið umboðslaus- ir menn? Þorsteinn Pálsson, hinn ritstjóri Fréttablaðs- ins, fjallar um sömu álitaefni í forystugrein í gær. Gerir ritstjórinn því skóna í niðurlagi sínu að í þessum málum sé uppi slíkur grundvallar- ágreiningur millum Framsóknarflokks og Vinstri grænna í borgarstjórn að ósamrýman- legt sé án einhvers meiriháttar uppgjörs. Með öðrum orðum: Niðurstaða náist ekki í málinu nema annaðhvort ég eða Svandís Svavarsdóttir lúti í gras, svo notað sé tungutak ritstjórans sem er auðvitað alvanur skylmingum á hinum pólitíska velli, sem fyrrverandi forsætis- ráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Við þessa fullyrðingu er ýmislegt að athuga. Góð samstaða hefur verið í borgarstjórn Reykjavíkur um útrás í orkumálum. Þar hefur enginn ágreiningur verið milli Framsóknar- flokksins og Vinstri grænna. Ekki heldur við Samfylkingu eða F-lista. Og þar til nú heldur ekki við Sjálfstæðisflokkinn, eða að minnsta kosti ekki við Orkuveituarm hans. Deilan snýst um sameiningu REI og einka- fyrirtækisins Geysir Green Energy og hvernig staðið var að henni. Nýr borgarstjórnar- meirihluti ákvað að taka á þessum álitaefnum af festu og fumleysi. Í fyrsta sinn í Íslandssög- unni var stofnuð þverpólitísk nefnd til að skoða aðdraganda málsins og fá allar staðreyndir upp á borðið. Hvað hefur oft verið talað um slíkar nefndir, en ekkert orðið úr? Öll þessi vinna var sett af stað af heilindum og í því skyni að eyða tortryggni og auka traust. Ljóst er, að komi upp efasemdir um lögmæti undirbúnings og vinnubragða í samrunaferlinu verður að taka þau mál upp aftur. Sjálfur hef ég stungið upp á því að endurtaka eigendafund til að eyða vafa um fundarboðun og umboð borgarstjóra í málinu. Af sjálfu leiðir að þær ákvarðanir sem þar voru teknar, sæti þá að sama skapi endurskoðun og umræðu í samfélaginu. Orkuveita Reykjavíkur er sameign stórs hluta almennings í þessu landi. Það að hún fái að njóta vafans er sjálfsagt mál og í því er enginn ósigur fólginn fyrir mig, enda sannfær- ingin um möguleikana í útrásinni enn til staðar og raunar sem aldrei fyrr. Miklu fremur mætti halda því fram að í því felist enn frekari vísbending um að ég hafi ekkert að fela í málinu, en sé tilbúinn að skoða það frá öllum hliðum. Ósigurinn sem hefði fylgt því að fylgja ekki sannfæringu sinni, heldur keyra málið áfram og selja strax hlut almennings í REI til að lægja innbyrðis öldur í sundruðum borgar- stjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins hefði hins vegar verið stór og sársaukafullur. Enda kom hann aldrei til álita. Og því fór sem fór. Höfundur er formaður borgarráðs. Í hverju fælist ósigurinn?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.