Fréttablaðið - 27.10.2007, Qupperneq 21
Pólitískt hópslys, kallar tímaritið Mannlíf þá
katastrófu sem borgarstjórn-
arflokkur Sjálfstæðismanna
leiddist út í. Þar er mörgum
og áleitnum spurningum
ósvarað,“ skrifaði Hrafn
Jökulsson í dálki sínum í
Viðskiptablaðinu í gær. Og
hann bætti við: „Sú áhugaverðasta er: Hvað
dreif fólk áfram? Það dugir ekki að vísa í
hugsjónir um að opinber fyrirtæki eigi ekki að
makka á einkamarkaði. Sjálfstæðismenn
stofnuðu REI.“
Er þetta ekki einmitt kjarni málsins? Á
leiðarasíðu Fréttablaðsins á miðvikudag,
bendir Jón Kaldal, ritstjóri Fréttablaðsins,
einmitt á þetta og rifjar upp gömul og ný
ummæli Illuga Gunnarssonar, þingmanns
Sjálfstæðisflokksins, máli sínu til stuðnings.
Upprifjunin er eðlileg og í raun mætti bæta við
spurningum: Af hverju taldi Sjálfstæðisflokk-
urinn það í lagi fyrir stuttu síðan að fara í útrás
á sviði orkumála, en telur það ekki lengur?
Hvað hefur breyst síðan félagi minn í stjórn
Orkuveitunnar og þáverandi stjórnarformaður,
Guðlaugur Þór Þórðarson, tilkynnti að á vegum
REI yrði farið í útrás ásamt einkaaðilum? Hvað
hefur breyst síðan þáverandi borgarstjóri,
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, skrifaði undir
viljayfirlýsingu um samstarf á sviði jarðhita-
mála í Djíbútí? Eða er ætlunin að halda því
fram nú að þetta hafi aðeins verið umboðslaus-
ir menn?
Þorsteinn Pálsson, hinn ritstjóri Fréttablaðs-
ins, fjallar um sömu álitaefni í forystugrein í
gær. Gerir ritstjórinn því skóna í niðurlagi sínu
að í þessum málum sé uppi slíkur grundvallar-
ágreiningur millum Framsóknarflokks og
Vinstri grænna í borgarstjórn að ósamrýman-
legt sé án einhvers meiriháttar uppgjörs. Með
öðrum orðum: Niðurstaða náist ekki í málinu
nema annaðhvort ég eða Svandís Svavarsdóttir
lúti í gras, svo notað sé tungutak ritstjórans
sem er auðvitað alvanur skylmingum á hinum
pólitíska velli, sem fyrrverandi forsætis-
ráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Við þessa fullyrðingu er ýmislegt að athuga.
Góð samstaða hefur verið í borgarstjórn
Reykjavíkur um útrás í orkumálum. Þar hefur
enginn ágreiningur verið milli Framsóknar-
flokksins og Vinstri grænna. Ekki heldur við
Samfylkingu eða F-lista. Og þar til nú heldur
ekki við Sjálfstæðisflokkinn, eða að minnsta
kosti ekki við Orkuveituarm hans.
Deilan snýst um sameiningu REI og einka-
fyrirtækisins Geysir Green Energy og hvernig
staðið var að henni. Nýr borgarstjórnar-
meirihluti ákvað að taka á þessum álitaefnum
af festu og fumleysi. Í fyrsta sinn í Íslandssög-
unni var stofnuð þverpólitísk nefnd til að skoða
aðdraganda málsins og fá allar staðreyndir upp
á borðið. Hvað hefur oft verið talað um slíkar
nefndir, en ekkert orðið úr? Öll þessi vinna var
sett af stað af heilindum og í því skyni að eyða
tortryggni og auka traust. Ljóst er, að komi upp
efasemdir um lögmæti undirbúnings og
vinnubragða í samrunaferlinu verður að taka
þau mál upp aftur. Sjálfur hef ég stungið upp á
því að endurtaka eigendafund til að eyða vafa
um fundarboðun og umboð borgarstjóra í
málinu. Af sjálfu leiðir að þær ákvarðanir sem
þar voru teknar, sæti þá að sama skapi
endurskoðun og umræðu í samfélaginu.
Orkuveita Reykjavíkur er sameign stórs
hluta almennings í þessu landi. Það að hún fái
að njóta vafans er sjálfsagt mál og í því er
enginn ósigur fólginn fyrir mig, enda sannfær-
ingin um möguleikana í útrásinni enn til staðar
og raunar sem aldrei fyrr. Miklu fremur mætti
halda því fram að í því felist enn frekari
vísbending um að ég hafi ekkert að fela í
málinu, en sé tilbúinn að skoða það frá öllum
hliðum.
Ósigurinn sem hefði fylgt því að fylgja ekki
sannfæringu sinni, heldur keyra málið áfram
og selja strax hlut almennings í REI til að
lægja innbyrðis öldur í sundruðum borgar-
stjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins hefði hins
vegar verið stór og sársaukafullur.
Enda kom hann aldrei til álita.
Og því fór sem fór.
Höfundur er formaður borgarráðs.
Í hverju fælist ósigurinn?