Fréttablaðið - 27.10.2007, Page 33
Brimborg kynnir þriðju kynslóð
sportjeppans Volvo XC70.
Þriðja kynslóð sportjeppans Volvo
XC70 verður frumsýnd hjá Brim-
borg í Reykjavík og á Akureyri í
dag.
Bíllinn er töluvert breyttur í
útliti og býðst nú með ýmsum nýj-
ungum. Má þar til dæmis nefna
árekstrarvarakerfi, sem tekur við
stjórn bílsins aki ökumaður of
nálægt næsta bíl á undan. Einnig
kerfi sem vaktar blinda punkt
ökumannsins og gefur merki komi
nálægir bílar eða mótorhjól inn-
fyrir ákveðinn radíus við bílinn.
Meðal staðalbúnaðar sem bætt
hefur verið við er hallalæsing,
sem heldur bílnum á lágmarks-
hraða niður brattar brekkur, þar
sem ökumaður vill fara sérlega
varlega.
Bíllinn er tíu cm lengri en hann
var áður og yfirbyggingin 4,2 cm
hærri. Innrétting bílsins hefur
verið tekin í gegn. Sætin eru still-
anleg á marga vegu og meðal ann-
ars má stilla hæð stólsetunnar
aftur í fyrir börn allt að tólf ára
aldri. Þá er farangursrýmið 55
lítrum stærra.
XC70 býðst með tveimur vélum
hjá Brimborg; 3,2 lítra 6 strokka
238 hestafla bensínvél og 185 hest-
afla 2,4 lítra D5 dísilvél með for-
þjöppu sem eyðir 8,3 lítrum á
hundraði. Báðar vélarnar eru með
6 gíra Geartronic-sjálfskiptingu.
Frumsýningin fer fram í Reykja-
vík og á Akureyri milli 12.00 og
16.00.
Nýr Volvo XC70 kynntur í dag
Bandalag íslenskra bílablaða-
manna tilkynnti í gær hvaða
bíll hefði orðið fyrir valinu sem
bíll ársins 2008 á Íslandi.
Range Rover Freelander varð
hlutskarpastur í vali bílablaða-
manna á bíl ársins 2008 á Íslandi.
Tilkynnt var um valið í Ásmund-
arsafni í gær og afhenti Kristján
Möller samgönguráðherra full-
trúum bílaumboðsins B&L Stál-
stýrið svokallaða sem stigahæsti
bíllinn hlýtur. Þetta er í fimmta
sinn sem Bandalag íslenskra
bílablaðamanna, BÍBB, stendur
fyrir vali á bíl ársins.
Sigur Freelander var nokkuð
afgerandi en hann hlaut alls 200
stig af 225 mögulegum en næst-
ur honum að stigum var Skoda
Roomster með 185 stig, en hann
varð þar með hæstur í flokki
smábíla.
Í umsögn dómnefndar segir
meðal annars: „Freelander er
nýtt afbrigði, hálfjeppi, með
mikinn búnað og góðan frágang.
Veitti mesta öryggiskennd í
sínum flokki á möl enda með
mesta búnaðinn...“, og „Fjöðrun
og bremsukerfi í sérflokki af
þeim sem við prófuðum. Hár
lúxusstaðall og hagkvæmur í
rekstri...“
Í flokki millistærðarbíla stóð
Subaru Impreza uppi sem sigur-
vegari með 184 stig, í flokki
stórra bíla og lúxusbíla var það
Mercedes-Benz C-lína með 177
stig og í flokki jeppa, jepplinga
og pallbíla var það eins og áður
sagði Land Rover Freelander,
bíll ársins 2008.
Níu reyndir bílablaðamenn
eru í dómnefnd BÍBB en ein-
kunnir voru gefnar út frá fimm
þáttum. Hönnun, aksturseigin-
leikum, rými, öryggi og verði.
Freelander valinn
bíll ársins 2008