Fréttablaðið - 27.10.2007, Side 68
Fyrir þremur árum dvaldi
ég um tíma í Perú. Ég
bjó í höfuðborg hins
forna Inkaveldis,
Cusco. Borgin er í um
3500 metra hæð yfir
sjávarmáli og þar búa
um 300.000 manns. Stundum
fannst mér að ég gæti ekki verið
lengra í burtu frá föðurlandinu.
Lamadýr, avókadó, indíánar, fátækt
og háfjallaveiki. Þarna var ég í
fimm mánuði og hvar sem ég kom
þurfti ég að útskýra fyrir fólki að
Ísland væri land – þó ekki Írland –
að þar talaði fólk íslensku og að
íbúafjöldinn væri svipaður og í
Cusco. Það kom aldrei fyrir að ég
hitti Íslending í borginni og fæstir
höfðu hitt Íslending áður. Einn
tannleysinginn, sem hafði þvælst
um miðbæjartorgið lengur en elstu
menn mundu, gat stamað út úr sér
nafninu „Guðrún“ og sagði um-
rædda konu hinn eina Íslending
sem hann hafði rekist á um dagana.
Í vor var ég svo stödd á Akureyri
í útskriftarveislu bróður míns.
Fyrir algjöra tilviljun ákváðum við
að kíkja út á lífið í höfuðstað
Norðurlands um kvöldið. Fyrir aðra
tilviljun samþykkti ég að fara með
samferðafólki mínu á einhvern
pylsu- og hamborgarasölustað kl. 5
að morgni í stað þess að deyja
hægum dauðdaga úr hungri í leigu-
bílaröðinni. Í alíslenskri steikinga-
fýlu stend ég úti í horni innan um
misdrukkna Íslendinga þegar stelpa
vindur sér upp að mér og sagðist
hafa lofað að skila til mín kveðju ef
hún rækist á mig. „Fjölskyldan þín í
Perú biður að heilsa,“ sagði hún
eins og ekkert væri eðlilegra. Hún
og kærastinn höfðu sem sagt verið í
heimsreisu, farið til Perú, farið til
Cusco, gist hjá systur „móður“
minnar og verið dregin þangað í
heimsókn af systurinni sem var
skríkjandi af gleði yfir þessari ótrú-
legu tilviljun – Íslendingar! Ég veit
hins vegar ekkert hvernig ég á að
útskýra fyrir familíunni í bréfi að
kveðjan hafi borist yfir flest heims-
ins höf til mín í eigin persónu þar
sem ég stóð fyrir tilviljun í mörg
hundruð kílómetra fjarlægð frá
heimabæ mínum. Þau eiga eftir að
halda að Ísland sé á stærð við meðal-
stóran skókassa.
A
uglýsandi: Ö
ES