Fréttablaðið - 17.11.2007, Page 4

Fréttablaðið - 17.11.2007, Page 4
4 17. nóvember 2007 LAUGARDAGUR INNFLYTJENDUR „Mínir dyraverðir ráðleggja Pólverjunum og Lettun- um að fara eitthvert annað, enda hefur margoft kastast í kekki á milli þeirra og Íslendinganna þegar menn eru orðnir ölvaðir,“ segir Guðjón Ingólfsson, veitinga- stjóri Klúbbsins á Stórhöfða. Guðjón segir deilur manna á milli iðulega snúast um kvenfólk. „Íslensku konurnar koma til íslensku karlmannanna og kvarta undan ágengum útlending og þá er fjandinn laus. Þetta er kannski elsta sagan í bókinni en þetta hefur verið að færast mikið í vöxt upp á síðkastið,“ segir Guðjón, en hann hefur fjölgað starfsmönnum á vakt um helming vegna tíðra árekstra milli Íslendinga og erlendra verkamanna. Fyrir fjórum vikum var sex pólskum verkamönnum meinað um inngöngu á Klúbbinn þar sem staðurinn hafði verið leigður undir einkasamkvæmi. „Mennirnir voru ekki klæddir við hæfi, voru í úlpum og vinnu- klossum og vegna afmælisins sem þarna var í gangi var þeim ekki hleypt inn. Þeir komu svo fleiri til baka nokkru síðar og þá enduðu viðskipti þeirra og dyravarðanna minna með því að einn þeirra sló dyravörð í höfuðið með kylfu,“ segir Guðjón. Dyravörðurinn var fluttur á slysadeild í kjölfarið með áverka á höfði og hefur atvikið verið kært til lögreglu. Guðjón segir erlenda verka- menn velkomna á Klúbbinn, en þeim sé ráðlagt að fara annað. „Þeir eiga ekkert frekar sök á þessum látum undanfarið heldur en Íslendingarnir, það er bara svo eldfimt ástand inni á börum hér í borginni út af þeim að það þarf lítið út af að bregða svo að allt fari í háaloft,“ segir Guðjón. Hann segir ástandið svipað á mörgum skemmtistöðum í Reykjavík. „Þróunin hefur verið sú að nú eru til barir sem einungis erlendir verkamenn sækja og sárafáir Íslendingar láta sjá sig þar.“ Ari Schröder, barþjónn á Café Amsterdam við Hafnarstræti, kannast við ástandið en segir engin alvarleg mál hafa þó komið upp. Hann segir að í mörgum tilfellum sé betra að eiga við erlendu verka- mennina heldur en landa sína. „Ef maður byrstir sig við þá átta þeir sig á að þeir séu á þunnum ís, þótt þeir skilji kannski ekki hvað maður er að segja enda tala þeir oft og tíðum litla sem enga ensku,“ segir Ari. „Þeir koma frá öguðum löndum og skilja þegar maður er ákveðinn við þá, á meðan Íslend- ingurinn rífur bara kjaft á móti.“ Á heimasíðu talsmanns neyt- enda kemur fram að það brjóti í bága við hegningarlög að draga hóp útlendinga í dilka vegna fram- komu sumra landa þeirra, en sjálf- sagt sé að bregðast við áreiti til- tekinna einstaklinga með útilokun frá skemmtistað eða þvíumlíkt. aegir@frettabladid.is Ráðleggja útlending- um að fara annað Skemmtistaðir sem erlendir verkamenn sækja hafa fjölgað starfsmönnum. Árekstrar milli íslenskra og erlendra gesta eru tíðari en áður. Hópur pólskra verkamanna efndi til slagsmála nýverið og var dyravörður sleginn illa í höfuð. KLÚBBURINN Á STÓRHÖFÐA Ítrekað hefur kastast í kekki á milli erlendra verka- manna og Íslendinga og nú er svo komið að dyraverðir staðarins ráðleggja erlendum verkamönnum að fara eitthvert annað til að skemmta sér. F70131107 KLUBBURINN LÖGREGLUMÁL Eldur kom upp í íbúð- arhúsi í Reykjadal í Þingeyjar sýslu snemma í gær morgun. Það tók slökkviliðsmenn skamma stund að ráða niðurlögum eldsins en húsið er töluvert skemmt. Einn var í húsinu og komst hann ómeiddur út af sjálfsdáðum. Að sögn lögreglunnar á Húsavík eru orsakir eldsins í rannsókn þó vitað sé að upptökin hafi orðið í uppþvottavél. Ferðaþjónusta hefur verið rekin í húsinu, sem er nokkuð gamalt. - sþs Kviknaði í út frá uppþvottavél: Eldur í gömlu íbúðarhúsi LANDBÚNAÐUR Riða hefur greinst í kind á bænum Skollagróf í Hrunamannahreppi. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir segir að um 150 kindur séu á bænum og til standi að farga þeim. Um er að ræða sjaldgæft afbrigði af riðu, kallað Nor98. Halldór segir það aðeins hafa fundist einu sinni áður hér á landi. Málið verði þó ekki meðhöndlað öðruvísi en hefðbundin riðusmit. Eftir að sauðfé á bænum hefur verið fargað verður svæðið hreinsað og tré rifið út. Svæðið verður því næst sótthreinsað og bannað að halda fé þar í tvö ár. - bj Riða í Hrunamannahreppi: Farga verður 150 kindum SÓTTHREINSUN Eftir að fé á bænum Skollagróf hefur verið fargað þarf að sótthreinsa svæðið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DÓMSMÁL Hæstiréttur í Nýju-Dehli á Indlandi hefur farið fram á að Gunnari Stefáni Wathne verði sleppt úr gæsluvarðhaldi, en hann hefur setið í fangelsi þar í landi síðan 21. september. Þá hefur dómurinn lagt til að Gunnar verði settur í farbann og gert að tilkynna sig inn til lögreglustöðvar í borginni tvisvar í viku. Gunnar Stefán var handtekinn á flugvellinum í Nýju-Dehli í september, en bandarísk lögreglu- yfirvöld höfðu gefið út handtöku- skipun á hendur honum. Hann er grunaður um að hafa stundað peningþvott fyrir Bandaríkjamann sem var sakfelldur í heimalandi sínu árið 2003 fyrir framleiðslu á ofskynjunarfíkniefninu LSD. -æþe Gunnari Wathne sleppt: Laus en verður settur í farbann Verkfalli Alko að ljúka Verkfalli starfsmanna Alko, finnsku áfengisverslananna, sem hófst á fimmtudagsmorgun, mun ljúka í dag. Starfsmenn kröfðust launahækkana, styttri vinnutíma og aukins starfshlut- falls. Af 340 verslunum tókst einungis að halda fjörutíu opnum í verkfallinu. FINNLAND GENGIÐ 17.11.2007 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 118,1038 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 60,99 61,29 124,19 124,79 88,98 89,48 11,936 12,006 11,083 11,149 9,585 9,641 0,5539 0,5571 96,4 96,98 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR ALÞINGI Sett verða á fót embætti héraðssak- sóknara sem sækja munu öll meiriháttar sakamál, verði frumvarp Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra um meðferð sakamála að lögum. Frumvarpinu, sem lagt hefur verið fram á Alþingi, er ætlað að leysa af hólmi lög um meðferð opinberra mála frá árinu 1991. Verði frumvarpið að lögum verður skipan ákæruvaldsins breytt verulega, og tekin upp þrjú stig í stað tveggja í dag. Lögreglustjórar munu eftir sem áður sækja minniháttar mál fyrir dómstólum. Héraðssak- sóknarar munu sækja öll meiri háttar sakamál. Hlutverk ríkissaksóknara breytist, og mun snúast um að setja almennar reglur og hafa eftirlit með öðrum ákærendum. Þetta þýðir að málsókn í málum á borð við efnahagsbrot verður flutt til héraðs- saksóknara. Ýmsar aðrar breytingar eru í frumvarpinu. Til dæmis er kveðið skýrt á um að hver sem er geti fengið aðgang að ákæru þremur sólarhringum eftir að hún hefur verið birt ákærða, nema sérstakir hagsmunir standi í vegi fyrir því. Þá munu sakborningar eiga kost á því að skýra sín sjónar- mið fyrir héraðsdómi með skriflegri greinar- gerð, líkt og í Hæstarétti. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að ætlunin sé að leggja fram sérstakt frumvarp um nálgunarbann, og var það frumvarp rætt á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. - bj Skipan ákæruvalds verður breytt verulega samkvæmt frumvarpi dómsmálaráðherra um meðferð sakamála: Stærri mál sótt af héraðssaksóknurum BJÖRN BJARNASON Í nýjasta tölublaði LH Hesta, sem fylgir Fréttablaðinu, birtist texti um hrossakjötsát, sem tekinn var af Vísindavef Háskóla Íslands. Vegna mistaka láðist að geta þess hvaðan textinn var fenginn. Ritstjórn Vísindavefsins er beðin afsökunar á mistökunum. LEIÐRÉTTING DÓMSSTIGUM EKKI FJÖLGAÐ Ekki er lagt til í frumvarpi um meðferð sakamála að tekin verði upp þrjú dómstig hér á landi sökum kostnaðar og þess að slíkt myndi auka þann tíma sem þarf til að fá úrlausn mála. Slík breyting er þó eina leiðin til að ráða bót á einum helsta vanda í íslensku sakamálaréttarfari, að því er fram kemur í greinargerð. Gerð er krafa um milliliðalausa sönnunarfærslu. Það þýðir að þar sem vitni eru ekki kölluð fyrir Hæstarétt getur rétturinn ekki metið vitnisburð þeirra öðruvísi en héraðsdómur. Því vísar Hæsti- réttur málum þar sem mat á vitnisburði orkar tvímælis aftur í heim í hérað. Sú aðferð er óheppi- leg, að því er segir í greinargerðinni. Skoða tómstundaþátttöku Hafnarfjarðarbær ætlar að láta rannsaka hvort börn sem af erlendu bergi eru brotin stundi íþrótta- og æskulýðsstarf í bænum. Leita á leiða til úrbóta ef þess er þörf. HAFNARFJÖRÐUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.