Fréttablaðið - 17.11.2007, Page 10
10 17. nóvember 2007 LAUGARDAGUR
MENNTUN Menntamálaráðherra
hyggst afnema einkaleyfi
Háskóla Íslands til útgáfu
almanaks og dagatala. Frumvarp
ráðherra var kynnt á fundi
ríkisstjórn-
arinnar í
gær.
Einkaleyfið
var lögfest
árið 1921.
„Alman-
ak Háskól-
ans heldur
áfram að
koma út,“
segir
Þorsteinn
Sæmunds-
son,
stjörnufræðingur og umsjónar-
maður Almanaks Háskólans. Um
4.000 eintök hafa selst á ári
síðustu ár.
Þorsteinn segir þó óheppilegra
ef þetta marki endalok
Almanaks sjóðsins, sem styrkt
hefur ýmis raungreinaverkefni.
Í sjóðinn hafa hingað til runnið
gjöld annarra en HÍ vegna
útgáfu á dagatölum og
almanökum. - bj
Hyggst afnema einkaleyfi HÍ:
Almanakið
kemur áfram út
ALMANAK Fyrsta Alm-
anak háskólans kom út
árið 1837.
SVEITARSTJÓRNIR „Bandarísk
rannsókn hefur leitt í ljós að
auðveldara er fyrir fólk undir
lögaldri að fá keypt áfengi í
matvöruverslunum og stór-
mörkuðum en sérstökum
áfengisverslunum,“ segir
forvarnarnefnd Hafnarfjarðar
sem leggst eindregið gegn
lagafrumvarpi um sölu áfengis í
matvöru búðum.
Forvarnarnefndin skorar á
bæjarstjórn að samþykkja
bókun fjölskylduráðs um að
aukið aðgengi að áfengi með
afnámi einkasölu sýni aukna
neyslu.
„Þetta frumvarp stefnir því í
þveröfuga átt eftir að náðst
hefur mikilvægur árangur í
forvörnum gegn notkun áfengis
og annarra vímuefna,“ segir í
bókun fjölskylduráðs.
- gar
Forvarnarnefnd Hafnarfjarðar:
Andvíg áfengi í
matvörubúðum
OF STUTT FYRIR STRÆTÓ Delphine
Koch hefur öll tilskilin leyfi til þess að
keyra strætisvagn. Engu að síður fær
hún ekki að starfa við það í bænum
Jumet í Belgíu vegna þess að hún
þykir of lágvaxin fyrir starfið. Félagar
hennar fóru af þeim sökum í verkfall í
gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
DANMÖRK Forysta danska
alþýðusambandsins, LO, hefur
boðið fulltrúum
jafnaðarmanna,
sósíalista og
Danska þjóðar-
flokksins (DF) til
viðræðna með
það að markmiði
að ná þingmeiri-
hluta fram hjá
ríkisstjórn
Venstre og
íhaldsmanna um
launahækkanir
til opinberra starfsmanna.
Samanlagt hafa hinir þrír
nefndu flokkar 93 sæti á þingi,
sem er þremur atkvæðum meira
en þarf til að fá lög samþykkt.
Með þetta í huga hefur Harald
Børsting, forseti LO, boðið
fulltrúum flokkanna til sín í
næstu viku.
Politiken.dk hefur eftir
Kristian Thulesen Dahl, tals-
manni DF í ríkisfjármálum, að
hann kysi frekar samkomulag
milli meirihlutaflokkanna. - aa
Kjarasamningar í Danmörku:
Vilja semja
fram hjá stjórn
HARALD
BØRSTING
Karlmaður var dæmdur til að greiða
þrjátíu þúsund krónur í sekt til ríkis-
sjóðs fyrir að stela bensíni að andvirði
um fimm þúsund króna í október.
Maðurinn dældi bensíninu á Subaru
Impreza-bifreið og ók í burtu án þess
að greiða fyrir. Hinn ákærði játaði
brot sitt fyrir dómi. Auk sektarinnar
var manninum gert að borga bensín-
stöðinni fyrir eldsneytið.
DÓMSMÁL
Bensínþjófur greiði sekt
Kröfufjármögnun á netinu
- einföld og skilvirk lausn
Viðskiptakröfur eru stærsta eign margra fyrirtækja. Með Kröfufjármögnun Landsbankans
gefst fyrirtækjum kostur á lántöku gegn veði í viðskiptakröfum með einfaldari hætti en áður.
Ávinningurinn er margþættur. Auðveldara er að fjármagna vöxt fyrirtækisins þar sem
rekstrarfé eykst í hlutfalli við aukna sölu. Með bættu fjárstreymi er m.a. hægt að greiða
birgjum fyrr og ná fram hagstæðari innkaupum.
Hafðu samband við fyrirtækjasérfræðing í næsta útibúi eða Þjónustuborð fyrirtækja
í síma 410 9191ÍSLE
N
S
K
A
S
IA
.I
S
L
B
I
39
92
3
11
/0
7
www.landsbanki.is
LÖGREGLUMÁL Skipulögð glæpa-
starfsemi hefur skotið rótum hér á
landi. Þetta segir Brynjar Níelsson
hæstaréttarlögmaður og bendir á
áður óþekkt hugarfar að baki
afbrotum hér.
„Þegar landið var opnað fylgdu
því ýmsir kostir, en einnig ókostir
og þetta er einn af þeim,“ útskýrir
hann. Þrír pólskir ríkisborgarar
eru nú í farbanni vegna rannsóknar
nauðgunarmáls á Selfossi. Tveir
litháískir ríkisborgarar sitja í
gæsluvarðhaldi vegna nauðgunar í
Reykjavík. Þá lýsti lögregla eftir
erlendum ríkisborgara í gær vegna
rannsóknar á nauðgunarmáli þar
sem rúmlega tvítug stúlka er
fórnarlamb.
„Ef við tölum um þessar nýjustu
nauðganir eru þær eins grimmdar-
legar og getur orðið,“ segir Brynjar.
„Þarna erum við að ræða um
refsingu sem dómstólar geta dæmt
allt upp í 8-10 ára fangelsi. Þeir
menn sem þarna voru að verki hafa
allt aðra hugsun en hér ríkir, til að
mynda viðhorf þeirra til kvenna.“
Brynjar segir aukna tíðni útlend-
inga enn meiri í öðrum brotaflokki
en kynferðis brotunum.
„Þar á ég við fíkniefnabrotin,“
útskýrir hann. „Það sem virðist
vera að gerast er að útlendingar
eru smátt og smátt að taka yfir
fíkniefnaheiminn eins og hefur
gerst í öllum helstu borgum
Evrópu. Þeir eru miklu skipulagðari
í þessum brotum en Íslendingarnir,
sem gera þetta nokkuð handahófs-
kennt. Þetta er nýr markaður fyrir
glæpastarfsemi og óplægður akur.
Ég er ekki viss um að það sé hægt
að bregðast við þessu úr því sem
komið er.“ - jss
Hæstaréttarlögmaður segir hugarfarið að baki afbrotum annað en þekkst hafi:
Útlendingar taka yfir fíkniefnaheiminn
JAN.-OKT. 2005 JAN.-OKT. 2006 JAN.-OKT. 2007
KÆRUR VEGNA KYNFERÐISBROTA
Hlutfall ríkisborgara sem kærðir voru fyrir kynferðisbrot skv. málaskrá lögregl-
unnar frá 1. janúar til 31. október árin 2005, 2006 og 2007
HEIMILD: RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI
90,2 89,2 88,1
9,8 10,6 11,9
■ Íslenskir ríkisborgarar ■ Erlendir ríkisborgarar
EFNAHAGSMÁL Þeir sem taka lán hjá
Íbúðalánasjóði nú verða nú að
greiða 5,3 prósenta vexti af lánum
með uppgreiðsluákvæði og 5,5 pró-
sent af lánum án þess. Sjóðurinn
tilkynnti í gær um 0,45 prósentu-
stiga hækkun á útlánavöxtum
sínum. Ákvörðunin var tekin í kjöl-
far útboðs á íbúðabréfum sem
fram fór í gærmorgun. Áður voru
vextir sjóðsins á samsvarandi
lánum 4,95 prósent og 5,10
prósent.
Hvergi er nú hægt að taka lán í
íslenskum krónum með undir sex
prósenta vöxtum nema hjá Íbúða-
lánasjóði. Eftir 0,45 prósentustiga
stýrivaxtahækkun Seðlabankans í
októberlok, þegar stýrivextir voru
hækkaðir í 13,75 prósent, hafa allir
viðskiptabankarnir þrír hækkað
vexti á íbúðalán. Vaxtahækkanir
Íbúðalánasjóðs og bankanna eru
vísbending um að stýrivextir
Seðlabankans séu farnir að bíta,
segir í Vegvísi Landsbankans.
Í Morgunkorni Glitnis segir að
vaxtahækkun gærdagsins muni að
öllum líkindum ýta undir þá ósk
Seðlabankans að hægist um á
íbúðamarkaði. Hins vegar bendi
lítið til þess að þegar sé tekið að
hægjast á markaðnum, sé litið til
fjölda þinglýstra kaupsamninga
og verðþróunar á fasteignamarkaði
í október, þrátt fyrir mikla hækkun
vaxta á húsnæðislánum bankanna.
- hhs
FRÁ NORÐLINGAHOLTI Íbúðalánasjóður
hefur hækkað vexti sína í 5,3 prósent á
lánum með uppgreiðsluákvæði og 5,5
prósent á lánum án þess.
Vextir Íbúðalánasjóðs hækka um 0,45 prósent eftir útboð á íbúðabréfum:
Stýrivextirnir farnir að bíta
LÖGREGLUFRÉTT Tengikassi fyrir
rafmagn við Eiðisgranda í
Reykjavík brann um klukkan tíu
í gærmorgun.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins
fór á staðinn til að slökkva eldinn
og gekk verkið greiðlega.
Kassinn eyðilagðist við brunann
og var nýr settur upp í staðinn.
Ekki er ljóst hvernig eldurinn
kom upp.
Rafmagn fór af ljósastaurum
við götuna og nokkrum nærliggj-
andi húsum en starfsmenn
Orkuveitu Reykjavíkur höfðu
komið rafmagninu aftur á um
hádegisbil.
- sþs
Rafmagn fór í Eiðisgranda:
Slökkt í skíðlog-
andi tengikassa