Fréttablaðið - 17.11.2007, Síða 16

Fréttablaðið - 17.11.2007, Síða 16
 17. nóvember 2007 LAUGARDAGUR KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 559 7.220 -1,45% Velta: 5.781 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 10,28 -0,19% ... Bakkavör 58,60 -0,68% ... Eimskipafélagið 38,40 -0,90% ... Exista 29,00 -2,03% ... FL Group 22,10 -0,23% ... Glitnir 25,75 -0,58% ... Icelandair 24,50 +1,03% ... Kaupþing 959,00 -2,44% ... Landsbankinn 38,70 -2,03% ... Straumur-Burðarás 16,95 -1,17% ... Össur 99,80 -1,19% ... Teymi 6,44 -0,62% MESTA HÆKKUN MAREL 1,04% ICELANDAIR 1,03% MESTA LÆKKUN ATLANTIC PETROL. 9,03% KAUPÞING 2,44% CENTURY ALUMIN. 2,34% Færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum tapaði tæpum 11,2 milljónum danskra króna, jafn- virði 132,5 milljóna íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Þetta er tæplega fimm sinnum meira tap en á sama tíma í fyrra og nokkru meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að rekstrartap á fjórðungn- um hafi numið 3,5 milljónum danskra króna samanborið við 2,6 milljónir á sama tíma í fyrra. Þetta er nokkurn veginn í samræmi við áætlanir þótt rekstrarkostnaður hafi reynst ívið meiri en reiknað var með sökum gengismunar. - jab Reiknuðu með betri afkomu SPRON Verð- bréf, dótturfélag SPRON hf., hefur ásamt íslenskum fjárfestum keypt 430 íbúðir í miðborg Berlínar og fjörutíu þúsund fermetra á öðrum svæðum fyrir samtals fimm og hálfan milljarð króna. Er búið að opna skrifstofu í höfuðborg Þýskalands sem hefur það hlutverk að veita ráðgjöf og annast fjárfestingar í fasteignum og fyrir- tækjum í Þýskalandi og nærliggjandi löndum. Í tilkynningu frá SPRON kemur fram að verkefnin þar verði unnin í samvinnu við fyrirtækjaráð- gjöf SPRON Verðbréfa á Íslandi og í Berlín. Kristján Guðmundsson hefur verið ráðinn til SPRON Verðbréfa í Berlín og mun hann leiða fasteignahluta starf- seminnar. - bg SPRON til Berlínar GUÐMUNDUR HAUKSSON Sparisjóðsstjóri SPRON Bandarískir þingmenn samþykktu á fimmtudag frumvarp sem felur í sér hert eftirlit með bandarískum fasteignalánafyrirtækjum. Horft er til þess að koma í veg fyrir að fjármálakreppa í tengslum við undirmálslán vestanhafs endur- taki sig. Rót kreppunnar liggur í aukn- um vanskilum á svokölluðum und- irmálslánum, sem veitt eru ein- staklingum með lélegt lánshæfi og litla greiðslugetu. Í frumvarpinu kemur meðal annars fram að lána- fyrirtæki þurfi að tryggja að lán- takendur geti greitt af lánum sínum. - jab Eftirlit hert Umsjón: nánar á visir.is Vörusala minnkaði Vörusala Icelandic Group dróst saman um ellefu prósent á þriðja ársfjórðungi 2007 miðað við sama tímabil í fyrra. Mest dróst salan saman í Bretlandi, um 14,3 prósent. Þetta er verulega undir áætlun stjórnenda. Icelandic tapaði rúmum 2,5 milljónum evra, jafnvirði rúmra 220 milljóna íslenskra króna, á fjórðungnum samanborið við 953 þúsund evra hagnað í fyrra. Félagið tapaði á fyrstu níu mán- uðunum 346 þúsund evrum en hagnaðist um 3,3 milljónir evra fyrstu níu mánuðina 2006. Afkoman er nokkuð undir væntingum greiningadeilda bankanna, sem reiknuðu með á bilinu fjögurra til fimm milljóna evra hagnaði á þriðja fjórðungi. Jafngildir það 350 til 440 millj- ónum íslenskra króna. Verðmæti hluta Icelandic í öðrum félögum var uppfært um 13,8 milljónir evra á árinu. Fjár- magnskostnaður það sem af er árinu nemur tæpum 32 milljónum króna það sem af er árinu saman- borið við 22 milljónir í fyrra. Haft er eftir Björgólfi Jóhanns- syni, forstjóra Icelandic, í frétta- tilkynningu að hagræðing innan félagsins muni ekki koma til fullra áhrifa fyrr en í upphafi næsta árs. Mörg félög Icelandic sýni bættan rekstur. Þær einingar sem hafi valdið vonbrigðum séu í sölumeðferð eins og Pickenpack. Markmiðið er að skerpa áherslur í rekstrinum og lækka skuldir. „Í hönd fer sterkasti fjórðungur í rekstri félagsins. Við teljum að rekstur félagsins í [Bandaríkjunum] og Asíu muni ganga vel á síðasta fjórðungi ársins og í samræmi við áætlanir. Með sölu á Icelandic Holding Germany mun rekstur eining- anna í Evrópu skila betri afkomu,“ segir í tilkynningunni. - bg BJÖRGÓLFUR JÓHANNSSON Álfar og drekar Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Austurbergi 5 111 Reykjavík Sími 570 5600 Símbréf 567 0389 Tölvupóstur: fb@fb.is www.fb.is Fjölbrautaskólinn í Breiðhol býður mjög ölbrey nám: bóknám, listnám, iðnnám/starfsnám. Bóknám leiðir l stúdentsprófs og er undirbúningur fyrir háskólanám. Listnám er undirbúningur fyrir frekara listnám, arkitektúr og annað framhaldsnám. Markmið iðnnáms/starfsnáms er að undirbúa nemendur fyrir störf í ýmsum greinum atvinnulífsins, veita sérhæfð starfsré ndi og/eða undirbúning fyrir frekara nám. Bóknám l stúdentsprófs Félagsfræðabraut Málabraut Ná úrufræðibraut Viðskipta- og hagfræðibraut Upplýsinga- og tæknibraut Þriggja ára ná úrufræðibraut Listnámsbrau r Myndlistarkjörsvið Tex l- og hönnunarkjörsvið Löggilt iðnnám Húsasmíðabraut Rafvirkjabraut Snyr braut Löggilt starfsnám Sjúkraliðabraut Sjúkraliðabrúin Eins l tveggja ára starfsnám Grunnnám rafiðna Grunnnám bygginga- og mannvirkjagreina Handíðabraut Íþró abraut Viðskiptabraut Almenn námsbraut Starfsbraut Með viðbótarnámi er hægt að ljúka stúdentsprófi af öllum brautum. Innritun á vorönn 2008 í dagskóla FB stendur yfir. Hægt er að innrita sig rafrænt á netinu eða koma á skrifstofu skólans á virkum dögum frá kl. 09:00-15:00.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.