Fréttablaðið - 17.11.2007, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 17.11.2007, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 17. nóvember 2007 19 UMRÆÐAN Sáttamiðlun Síðastliðinn sunnu-dag sótti ég ráð- stefnu Félags um for- eldrajafnrétti, sem fjallaði um réttindi barna við skilnað. Ráðstefnan var fjöl- menn og fróðleg í alla staði. Frummælendur fjölluðu um hina margslungnu þætti sem lúta að velferð íslenskra barna og leiðir til betra samfélags. Af framsöguerindi Jóhönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráð- herra, var ljóst að margt er enn ógert, en ef stjórnvöldum tekst að skapa foreldrum í dag aukið svig- rúm frá daglegu brauðstriti til að sinna uppeldisskyldum sínum og jafnan rétt foreldra og barna til samveru má vænta góðs af uppalendum framtíðarinnar. Barnalög kristalli gildismat Hvatinn að hugrenningum mínum er efni ávarps hr. Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta. Hann kom inn á að löggjöfin mætti þörfum samfélagsins þegar ný gildi hefðu náð almennri sátt og útbreiðslu meðal fólks. Í framsöguerindi sínu gerði Dögg Pálsdóttir, hrl. og varaþingmaður, grein fyrir að breytt sýn á hlutverk foreldra og skyldur gagnvart börnum sínum kallaði á breytingar á barna- lögum. Barnsins besta er grundvallar siðferðilegt sjónarmið samtímans. Það sjónarmið gerir kröfu um endurskoðun barnalaga í samræmi við ríkjandi siðferðis- gildi á hverjum tíma. Barnalög eiga að kristalla viðtekið gildis- mat og manngildi. Áður fyrr kvörtuðu einstæðar mæður yfir því að forsjárlausir feður gleymdu börnum sínum eftir samvistarslitin og létu sig hverfa úr lífi þeirra, en í dag kvarta for- eldrar eftir skilnað yfir því að fá ekki að taka jafnan þátt í lífi barna sinna. Nú er krafan að for- eldrum gefist jöfn tækifæri til að axla ábyrgð gagnvart börnum sínum eftir samvistaslit. Frum- varp Daggar er skýrt dæmi um þessa þróun. Efni frumvarpsins styðst við vaxandi sjónarmið fólks um að foreldrar eigi að bera jafna foreldraábyrgð þrátt fyrir skilnað og gefast kostur á að taka virkan þátt í daglegu lífi barna sinna. Það sé börnum fyrir bestu. Markmið frumvarpsins er gott og vonandi nær það fram að ganga. En er tíminn kominn fyrir svo viðtæka samvinnu foreldra þegar horft er til þess hve algengt er að þau deili hatrammlega um málefni barna sinna? Flestir þekkja af eigin reynslu, úr fjöl- skyldu eða vinahópi, að við sam- vistarslit fólks losna erfiðar til- finningar úr læðingi, oft heiftarlegar. Hvor kennir hinum um að eiga sök á því hvernig komið er. Ásakanir ganga á víxl, heiftin oft svo mikil að hefnd er eina markmiðið. Börnin eru þá notuð sem vopn í tilfinningalegu uppgjöri foreldranna þótt svo sé látið heita að deilt sé um barnsins besta. Sérfræðingar sem koma að málefnum foreldra á þessu stigi þekkja munstrið vel og vita að mikið átak þarf til að skyn- semi, raunsæi og rökhugsun komist að. Það er því ærin ástæða að velta því fyrir sér hvort lík- legt sé að einhver breyting verði á atferli fólks ef löggjafinn sam- þykkir fyrirhugaða breyting á barna lögum? Svarið er nei. Svarið getur orðið já – ef lög- gjafinn færir foreldrum leið framhjá pyttinum. T.d. með því að alþingismenn setji nú við endur- skoðun barnalaga inn ákvæði um sáttamiðlun. Ákvæði sem hvetur foreldra til að leita sátta áður en leitað er eftir úrlausn sýslumanns eða dómstóla. Sáttamiðlun byggir á þeirri hugmyndafræði að deilendur almennt séu best til þess fallnir að leysa deilu sína sjálfir því þeir séu sérfræðingar í deiluefninu. Hvað er sáttamiðlun? Sáttamiðlun er aðferð til lausnar ágreiningi sem foreldrar taka sjálfviljugir þátt í, í fyllsta trúnaði, með hjálp óháðs og hlut- lauss sáttamanns, eins eða fleiri. Með þátt- töku í sáttamiðlun, sem er skipulagt ferli gagn- kvæmra tjáskipta undir leiðsögn og hvatningu sáttamanns, geta foreldrar í flestum tilvikum fundið lausn á deilu um framtíð og aðstæður barna sinna og komist að samkomulagi sem þeir telja viðunandi og framkvæmanlegt fyrir börnin og þá sjálfa. Sáttamiðlun felst m.a. í því að sáttamaður leiðir tjáskipti foreldra gegnum fyrirfram ákveðin þrep. Ferlið gefur foreldrum möguleika á að gera hvort öðru grein fyrir sjónarmiðum sínum, hagsmunum, þörfum, særindum, væntingum og vonbrigðum og þannig skapa aðstæður fyrir einlægari og opnari viðræður en í dómsmáli. Orðun þessara þátta gefur foreldrum kost á að vinna úr erfiðum tilfinningum og öðlast innsæi um að veruleikinn getur verið marg- víslegur og sannleikurinn ekki einhlítur. Sáttamaður á engan þátt í sam- komulaginu annan en að aðstoða aðila við að ræða saman, spyrja þá spurninga sem hjálpa foreldrun- um að horfa til framtíðar með þarfir barna sinna að leiðarljósi. Foreldrar velja sjálfir að taka þátt í sáttaumleitun óháðs sáttamanns og hvort þeir vilja ljúka málinu með samkomulagi og hvers efnis það er. Sáttamaður tekur ekki ákvörðun um lausn málsins né á þátt í því með ráðgjöf eða tillögum því þá er ekki um sáttamiðlun að ræða. Með því væri ábyrgðin á lausn málsins tekin frá foreldrunum. Sáttamaður hefur háskólanám sem grunnmenntun auk þess að hafa fengið þjálfun og lokið námi í sáttamiðlun á vegum Sáttar – félags um sáttamiðlun. Sjá nánar www.satt.is Skorað er á löggjafann og stjórn- völd að beita sér fyrir nýrri leið til lausnar ágreiningi. Foreldrum og öðrum deilendum gefist kostur á að leysa ágreiningsmál sín með sáttamiðlun áður en leitað er úrlausnar hjá dómstólum. Með dómi verður niðurstaðan óhjá- kvæmilega sú að annar aðilinn vinnur en hinn tapar. Með sátta- miðlun tapar enginn, báðir vinna. Höfundur er lögmaður og sátta- maður, formaður Sáttar – félags um sáttamiðlun. Ný leið til sátta um barnsins besta INGIBJÖRG BJARNARDÓTTIR Með dómi verður niðurstaðan óhjákvæmilega sú að annar aðilinn vinur en hinn tapar. Með sáttamiðlun tapar enginn, báðir vinna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.