Fréttablaðið - 17.11.2007, Side 20

Fréttablaðið - 17.11.2007, Side 20
 17. nóvember 2007 LAUGARDAGUR H arry Potter og dauðadjásnin, sjöunda og jafnframt síðasta bókin um galdrastrákinn Harry Potter, kom í íslenskar bókaverslanir á fimmtudag. Útgáfudagurinn var sjálfsagt engin tilviljun. Snæbjörn Arngrímsson, forleggjari hjá Bjarti sem gefur út bókaflokkinn, á einmitt afmæli 15. nóvember og varð 46 ára í ár. Snæbjörn er prestssonur og á það sammmerkt með systkinum sínum að öll hneigjast þau til lista og bókmennta; Hafliði bróðir hans er leikhúsmaður en Kristín systir hans vinnur á bókasafni og er listakona. Menningu var haldið mátulega að þeim systkinum á heimili þeirra í æsku en rík áhersla var lögð á menntun, án þess þó að þau væru beitt óhóf- legri pressu. Fjölskyldan flutti til Reykjavíkur þegar Snæbjörn var ungur. Hann var glaðlynt barn sem lítið þurfti að hafa fyrir. Hann þótti svo sem ekki bókhneigðari en önnur börn en varði flestum stundum í íþróttaiðkun, aðallega handbolta og fótbolta þar sem hann stóð á milli markstanganna hjá Fram. Hann spilar enn fótbolta, hefur reyndar fært sig fram í vörnina. Snæbjörn þykir afskaplega geð- góður maður en sýnir hins vegar á fótboltavellinum að hann hefur ríkt keppnisskap. Eftir að hafa lokið stúdentsprófi frá Menntaskólan- um í Hamrahlíð lagði Snæbjörn land undir fót og settist á skólabekk í Freiburg í Þýskalandi og ætlaði að læra sálfræði. Hann lauk því námi þó ekki en síðar skráði hann sig í Háskóla Íslands og lauk BA- gráðu í bókmennta- fræði. Snæbjörn stóð að bókmennta- tímaritinu Bjartur og Frú Emilía sem síðar varð að bókaforlaginu Bjarti, sem hefur frá upphafi lagt áherslu á þýddar og frumsamdar fagur- bókmenntir. Upphaflega var forlagið rekið af hugsjón einni saman. Snæbjörn er sagður þriggja manna maki í vinnu, hann allt í senn þýddi bækur, braut um og hannaði kápur. Snæbjörn er sagður hugsjónamaður í bókaút- gáfu. Hann hefur aftur á móti sýnt – þótt hann beri það ef til vill ekki með sér – að hann er slyngur „bisness- maður“, til dæmis þegar hann tryggði forlaginu útgáfu- réttinn að bókunum um galdrastrákinn Harry Potter. Fyrsta bókin sló í gegn svo um munaði og allar götur síðan hafa bækurnar, ásamt bókum Dan Brown, verið gullkálfur fyrir Bjart sem og gert forlaginu kleift að gefa út fagurbókmenntir sem fer ekki jafn mikið fyrir á vinsældalistunum. Snæbjörn fagnar því hins vegar að bækur J.K. Row ling og Dans Brown hafi virkjað allstóran hóp fólks, ekki síst barna, til að lesa meira. Samstarfsmenn Snæbjörns bera honum vel söguna. Vandamálin eru að hans mati til að leysa þau. Hann nýtur líka mikils trausts höfunda innan vébanda forlagsins, sem segja hann heiðar- legan fram í fingurgóma. Náin samstarfskona telur að lýsingar- orðið „framarlega“ eigi best við Snæbjörn en orð eins og bjartsýni, glaðlyndi og gamansemi eru iðulega nefnd þegar þeir sem til þekkja eru beðnir að lýsa Snæbirni. Fæstir hafa helstu lesti hans á hraðbergi, þó er nefnt að hann eigi til að vera óstund- vís og færist stundum fullmikið í fang. Fáir geti haldið jafn mörgum boltum á lofti og Snæbjörn og hann láti annríki sitt aldrei bitna á öðrum. Þótt bókaflokkur- inn um Harry Potter sé á enda kominn horfir Snæbjörn björtum augum fram á veginn. Sjálfur segist hann leggja áherslu á að gefa fyrst og fremst út bækur sem honum finnist skemmtilegar; það sé hins vegar vís leið til glötunar að veðja eingöngu á mögulegar metsölubækur. MAÐUR VIKUNNAR Ljúflingurinn sem datt í lukkupottinn SNÆBJÖRN ARNGRÍMSSON ÆVIÁGRIP Snæbjörn Arngrímsson er fæddur 15. nóvember 1961 á Odda á Rangárvöllum. Foreldrar hans eru séra Arngrímur Jónsson og Guðrún Hafliðadóttir, sem er látin. Snæbjörn er yngstur þriggja systkina, Hafliði er elstur og Kristín í miðið. Um miðjan sjöunda áratuginn flutti fjölskyldan suður til Reykjavíkur, í Álftamýrina nánar tiltekið, en séra Arngrímur var lengi sóknarprestur í Háteigskirkju. Snæbjörn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð, síðar BA-prófi í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands. Upphaflega stóð hann að útgáfu tímaritsins Bjartur og Frú Emilía sem síðar þróaðist út í bókaforlagið Bjart. Síðar hóf forlagið útrás á Norðurlöndum undir nafninu Hr. Ferdinand. Snæbjörn býr í Kaupmannahöfn þar sem hann stýrir skrifstofum forlagsins í Danmörku og Noregi. Kona hans er Susanne Torpe, en hún er einnig framkvæmdastjóri Hr. Ferdinand. Saman eiga þau tvö börn en Snæbjörn á þrjú börn frá fyrra sambandi. VANN SÉR TIL FRÆGÐAR Lét drauminn rætast og keypti sér bóndabýli í Púglíu á Ítalíu og gerðist ólífubóndi. HVAÐ SEGJA AÐRIR? „Hans helsti galli væri líklega að hugsa alltaf síðast um sjálfan sig en hann setur yfirleitt alltaf einhvern annan en sjálfan sig í fyrsta sætið.“ Jón Karl Helgason samstarfsmaður í DV 21. desember 2004. HVAÐ SEGIR HANN? „Þegar ég keypti réttinn að Harry Potter var þetta óþekkt bók. Ég man að ég var á bensínstöð þegar ég rak augun í forsíðugrein um Harry Potter í Time. Þá vissi ég að þetta var eitthvað merki- legt.“ Í Fréttablaðinu 12. mars 2007. Þú færð allt fyrir jólin í Rúmfatalagernum! 499,- 299,- 2.290,- 590,- 890,- 199,- 499,- 99,- 499,- Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.