Fréttablaðið - 17.11.2007, Side 26

Fréttablaðið - 17.11.2007, Side 26
26 17. nóvember 2007 LAUGARDAGUR B jörgvin er á góðri leið með að setja nýtt viðmið í íslenskri tónlistarsögu. Laugar dalshöllin er ekki lengur bara fyrir erlent tónlistarfólk sem kemur hingað og spilar fyrir morð- fjár heldur er hún orðin að þjóðar- tónlistarstaðnum. Uppselt er á þrjá jólatónleika söngvarans þar sem hann syngur ásamt stórsveit, strengjasveit, kórum og gestum mörg af sínum vinsælustu jólalögum. Og þau eru þó nokkur, rúmast á fjórum geisla- diskum sem koma út samfara jóla- tónleikunum. Endurútgáfa á þrem- ur fyrstu jólaplötunum ásamt aukalögum sem og nýr jóladiskur „Jólagestir 4“. „Ég hef aldrei haldið jólatónleika áður og er mjög spenntur fyrir þessu,“ segir Björg- vin og iðar nánast í skinninu. „Ég er búinn að sjá sviðsmyndina og útlitið sem er eftir félaga minn Björn Björnsson og mér líst alveg svakalega vel á þetta. Þetta er svo- lítil endurnýjun, sömu tilfinningar og þegar maður var að byrja. Og ef þú upplifir þær tilfinningar ekki lengur, áttu bara að hætta,“ segir Björgvin og smellir fingrum til áhersluauka. Björgvin fær sér sopa af kaffi latté og lagar fíngerð gleraugu sem hanga stundum frammi á nef- broddinum og stundum ekki. „Ég hef verið heppinn í gegnum tíðina með samstarfsfólk. Ég hef átt þess kost að geta unnið með mjög mörgu af hæfileikaríku fólki, sem gerir mig betri um leið. Ég hef alltaf sagt sagt að þótt þú getir gutlað eitt- hvað á gítar þá tekurðu ekki alltaf öll sólóin. Þú færð sólóista til að gera það.“ Jólatónleikarnir eru kannski skýrasta dæmið um þá starfsmannastefnu; Þórir Baldurs- son, samstarfsfélagi Björgvins til fjölda ára, sér um útsetningarnar og hljómsveitarstjórn og á sviðinu með honum verður einvalalið hljóð- færaleikara og söngvara, „Úrvals- deildin“ eins og Björgvin kallar hljómsveitina og þann stóra hóp flytjenda sem verða með honum á sviðinu í höllinni í desember. „Það er stór partur af minni velgengni frá upphafi að ég hef alltaf haft besta fólkið í bransanum með mér í vinnunni.“ Lærði snemma að verjast með kjaftinum En sagan af Bó Hall hefst þó ekki innan um ljóskastara í Laugardaln- um. Hún byrjar í Hafnafirði, þar sem söngvarinn kom í heiminn eins og sannur Gaflari í heimahúsi á Álfaskeiðinu. Bali, heitt vatn og ljósmóðir tóku á móti honum árið 1951. En strákurinn var smágerður, lítill miðað við aldur og í Lækjar- skóla níddust hrekkjusvínin á Björgvini sökum smæðar. „Á bekkjarmyndunum stend ég uppi á kassa af því að ég var svo lítill. Þeir voru nokkrir strákarnir sem sátu stundum fyrir mér eftir að skóla- degi lauk. Ég nefni engin nöfn enda væri þetta sennilega það sem kall- að er einelti í dag. Einn þeirra fór reyndar í lögguna síðar og hefur sennilega þurft að fá búning svo hann hefði löglegt leyfi til að lúskra á einhverjum. Ég lærði hins vegar snemma að verja mig og þá ekki með hnefanum heldur kjaftinum,“ en slíkt þótti sérstakt á þessum tíma þar sem hnefahöggin voru frekar látin duga. Björgvin er reyndar kominn af miklum skör- ungum og er styst að rekja skör- ungsskapinn til föður hans, Halldórs Baldvinssonar togara- skipstjóra. Þar fyrir ofan má finna menn eins og Skálateigsstrákinn Þorleif Jónsson, móðurafa Björg- vins, sem var einn af stofnendum Sjálfstæðisflokksins og Hamars í Hafnarfirði og var einn fyrsti lög- reglumaðurinn í bænum og síðar sveitarstjóri á Eskifirði Björgvin segist hafa verið ágæt- is strákur, kannski svolítill draum- óramaður en alveg ágætur. Æskan var ærslafull þar sem börnin í hverju hverfi fyrir sig urðu að her- mönnum og barist var um yfirráða- svæðin beggja vegna lækjarins í Hafnarfirði. Þar á eftir fylgdu svo unglingsárin, með námi í Flens- borg. Í andrúmsloftinu var hins vegar eitthvað nýtt; Bítlarnir, Rolling Stones og Hljómar. „Menn biðu í Bókabúð Böðvars eftir nýjustu Hljómaplötunni. Og gátu varla setið á sér þegar Sgt. Peppers Bítlanna kom út – þá var bara farið heim í strætó og trans, platan sett á fóninn af jafn mikilli virðingu og væru þetta boðorðin tíu og menn fylltust einhverri vímu, urðu hreinlega hífaðir af tónlistinni.“ Verð miklu frægari en þið Það var því kannski tíðarandinn sem leiddi Björgvin út í tónlistina. Allir gengu með hljómsveitar- drauminn í maganum, vildu vera John, Paul, George og Ringo. Tón- listin hafði þó verið mikill þáttur í heimilishaldinu, faðirinn var mik- ill söngmaður og átti það til að bresta í söng með laginu „Bona Sera“ og Baldvin, bróðir Björg- vins, þótti liðtækur gítarleikari og spilaði um tíma í nokkrum hljóm- sveitum. Björgvin gaf námið í Flensborg svo að segja upp á bátinn, fór sem messagutti með Gullfossi og síðan að hanga í versluninni Sportvali með Jónasi R. Jónssyni söngvara. Jónas stofnaði síðar upptökuverið Hljóðrita í Hafnarfirði ásamt föður sínum, Jóni Aðalsteini og vinum sínum, Jóni Þór í Saga Film og Sigurjóni Sighvatssyni. Skóla- hljómsveit Flensborgar á þessum tíma var hins vegar hljómsveitin Bendix en Björgvin þekkti vel til strákanna í henni og lá ekkert á skoðunum sínum, lét þá heyra hvað honum fannst betur mega fara í flutningi hljómsveitarinnar. „Þarna byrjaði þetta eiginlega allt saman. Þeir voru stundum ekki með textana alveg á hreinu og ég gerði athugasemdir. Ég var nokkuð sleipur í enskunni eftir allt glápið á Kanasjónvarpið og fékk stöku sinnum frí í enskukennslu hjá Ingu Blandon enskukennara í Flensborg út af því, góð kona hún Inga.“ Hljómsveitarmeðlimirnir lögðu við hlustir og leyfðu honum að taka niður nokkra texta fyrir hljóm- Reyni alltaf að toppa sjálfan mig Björgvin Halldórsson hefur staðið á stóra sviðinu í fjörutíu ár. Og finnst hann aldrei hafa verið í betra formi sem er ekki fjarri sanni – sex troðfullar Laugardalshallir á innan við tveimur árum segja meira en mörg orð. Freyr Gígja Gunnarsson hitti söngvar- ann og ræddi við hann um nýja og gamla velgengni og sögurnar sem stundum særa. AUGLITIS TIL AUGLITIS Björgvin lætur menn ekki komast upp með að bera út um sig sögur og ef hann þekkir til þeirra þá mætir hann þeim og segir hlutina hreint út, auglitis til auglitis. MYNDIR/GASSI „Á bekkjarmyndun- um stend ég uppi á kassa af því að ég var svo lítill. Þeir voru nokkrir strákarnir sem sátu stundum fyrir mér eftir að skóladegi lauk. Ég nefni engin nöfn enda væri þetta sennilega það sem kallað er einelti í dag.“ ➜ FRAMHALD Á NÆSTU OPNU

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.