Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.11.2007, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 17.11.2007, Qupperneq 28
28 17. nóvember 2007 LAUGARDAGUR sveitina. „Síðan fór ég að skipta mér af túlkuninni, sem mér fannst ekki alveg vera að gera sig og eftir að ég hafði rifið kjaft þarna nokkrum sinnum báðu þeir mig um að koma í bandið og ég hef eigin- lega verið fastur í bransanum síðan,“ útskýrir hann. Og enn er setning sem Björgvin lét falla höfð í minnum í dag og Björgin rifjar upp sjálfur. „Ég man að ég sagði við þá á æfingu í Rafha-húsinu við Lækjargötuna í Hafnarfirði að ég ætti eftir að verða frægari en þeir allir, frægari en þeir á Íslandi. Ég hef alltaf verið metnaðarfullur og þarna hefur það líklega verið sú hlið á mér sem talaði.“ Skemmtikrafturinn hangir inní skáp Framhaldið ættu flestir að þekkja. Björgvin gekk til liðs við Flowers sem síðar sprakk þegar Karl Sig- hvatsson og Gunnar Jökull yfirgáfu skútuna og gengu til liðs við ofur- grúppuna Trúbrot með þeim Gunn- ari Þórðarsyni og Rúnari Júlíus- syni. Björgvin stofnaði í kjölfarið hljómsveitina Ævintýri ásamt þeim Sigurjóni Sighvatssyni og Arnari Sigurbjörnssyni úr Flowers. Ævin- týri eignaðist fljótt sinn samastað í Tónabæ og á Popphátíðinni í Laug- ardalshöll 4.september árið 1969 lagði hún Trúbrot, sem gnæft hafði yfir íslensku tónlistarlífi eins og risi, að velli. Poppstjarna ársins var Björgvin Halldórsson, aðeins átján ára gamall og Ævintýri hljóm- sveit ársins. „Það var alveg ofsa- lega skrítið og mikil breyting á lífi mínu fyrst í stað að verða svona landsþekktur allt í einu. En ég byrj- aði strax að skilja um hvað þetta snerist allt saman og lærði mjög snemma að taka mig ekki of hátíð- lega. Söngvarinn og skemmti- krafturinn Björgvin Halldórsson hangir inni í skáp og er tekinn fram þegar við á og látinn skemmta fólk- inu. Heima er ég hins vegar bara Björgvin Helgi Halldórsson. Ég er ekki að segja að ég sé eins og þeir bræður Dr. Jekyll og Mr. Hyde en maður verður samt að aðgreina þessa hluti því annars verður maður klikkaður og um leið allt fólkið í kring um mann.“ Fjörutíu ár eru langur tími og Björgvin hefur upplifað sínar hæðir og lægðir. Hann velti því alvarlega fyrir sér að leggja tón- listina á hilluna þegar hann tók að sér hefðbundna dagvinnu fyrir nokkrum árum – gegndi stöðu fram- kvæmdastjóra útvarpstöðvarinn- ar Stjörnunnar, starfaði hjá Íslensku auglýs- ingastofunni og var dagskrárstjóri Bylgjunnar og sjónvarpsstjóri Bíórásarinnar. Tónlistin togaði hins vegar alltaf. „Músíkin og listin er eitthvað sem þú flýrð ekki undan ef þau toga og annað hvort geturðu eitthvað eða getur ekki neitt. Ég ráðlagði börnunum mínum aldrei, Svölu og Krumma, að fara út í þetta því það verður að segjast eins og er að þetta getur verið skítabisness og ekki fyrir alla. Ég dró frekar úr þeim en hvatti. Maður upplifir þetta oft sem mjög vanþakklátt starf og því getur fylgt mikil höfn- un. Þú gefur þig allan í eitthvað, gefur út plötu, gerir þitt besta, og viðbrögðin eru kannski bara: „Hvers slags djöfulsins drasl er þetta og hvað ert þú að vilja upp á dekk?“ Maður verður að þróa með sér hæfileika hnefaleikamanns: Að taka þessum höggum og ef maður er laminn í gólfið þá verður maður að geta staðið jafnfljótt upp aftur. Ef maður veit sjálfur að maður er að gera eitthvað rétt, þarf maður að standa fast á sínu. Og það eru ekki margir sem geta það.“ Gjaldið sem þarf að greiða Og það að vera Björgvin Halldórs- son, einhver opinberasta persóna á landinu, hefur líka haft í för með sér sína kosti og galla. Um fáa tón- listarmenn eru til jafn margar sögur og Björgvin og nánast hver einasti Íslendingur getur sagt eina „bransasögu“ af Björgvini sem margar hverjar eru drepfyndnar. „80 prósent af þeim eru sannar. Þetta er orðinn langur tími og það hefur margt gerst. Og ég leik mér oft að því ef það kemur upp fyndin staða þá sný ég henni mér vil og reyni að búa eitthvað til úr henni. Ég hef alltaf haft mikinn húmor fyrir sjálfum mér og atast hvað mest í mér sjálfur,“ útskýrir Björgvin. Sögurnar hafa þó líka verið rætnar og illar tungur hafa stund- um leikið söngvarann grátt, hann hefur verið sagður alvarlega veikur, átt viðhöld sem voru jafn- gömul dóttur hans og svona mætti lengi telja. Björgvin viðurkennir að þrátt fyrir fjörutíu árin þá sé skráp- urinn ekki orðinn það harður að hann geti ekki sviðið undan slíkum gróusögum og tekið þær nærri sér. „Sérstaklega ef þetta snertir fjöl- skylduna mína. En þetta er bara parturinn af því að vera opinber persóna og eins og Kaninn segir þá er þetta „The price of fame“. Maður verður bara að taka þetta með í reikninginn. Ég hef hins vegar ekki alltaf verið reiðubúinn til að greiða þetta gjald og ef sögurnar koma frá einhverjum sem ég veit hver er þá hitti ég hann augliti til auglitis og segi honum hvað mér finnst. Og sú taktík hefur alltaf reynst mér vel.“ Alltaf hægt að gera betur Trúin hefur alltaf leikið lúmskt stórt hlutverk í lífi Björgvins. Eiginkona hans, Ragnheiður Björk Reynisdóttir, er kaþólsk og þau giftu sig að kaþólskum sið. Börnin hans, Svala og Krummi, eru einnig bæði kaþólsk, en Björgvin á einnig soninn Sigurð Þór frá fyrra sam- bandi, sem söngvarinn er ákaflega stoltur af. „En af hverju er ég ekki kaþólskur? Ég veit það ekki. Ég trúi og maður sem trúir ekki gæti allt eins bara lagst með höfuðið undir sæng. Það getur vel verið að ég taki kaþólska trú, ég er farinn að spyrja stóru spurninganna, sem enginn veit svarið við, og það hafa kviknað efasemdir auðvitað. En þetta hefur frekar komið með aldrinum. Það er gott að trúa.“ Elli kerlingin illræmda hefur þó ekki náð neinum tökum á söngvaranum sem hefur sennilega aldrei notið jafn mikilla vinsælda og nú. Hann segist ekki hafa neinar haldbærar skýringar á vinsældum sem gera ekkert nema vaxa og vitnar í Mick Jagger sem sagði eitt sinn að ef þú værir nógu lengi í þessum bransa þá myndu menn bara venjast þér. Og þú yrðir bara eins og húsgagn. Hann vonast þó til að hann hafi komið einhverju til leiðar. „Mér finnst ég sjálfur bara rétt að byrja. Mér finnst ég aldrei hafa verið í betra formi, bæði hvað sönginn varðar og ekki síst í því að búa til tónlist. Og það má kannski segja að maður sé búinn að greiða sínar skuldir. Það var gamall draumur sem rættist þegar ég söng með Sinfóníuhljómsveitinni í fyrra. Einhvern tímann hafði verið sagt við mig að ég myndi bara enda á Hótel Sögu þar sem stjörnurnar deyja en ég sagði að það myndi ekki gerast nema ég tæki Sinfóníuhljóm- sveitina með mér. Ég hafði ætlað að gera þetta í mörg ár en aldrei gefist tími. Þegar tækifærið kom gaf ég mér góðan tíma og undirbjó þá í heilt ár og það var yndisleg tilfinning að standa þarna á sviðinu með öllu þessu frábæra listafólki,“ segir Björgvin „En ég verð alltaf að reyna toppa sjálfan mig og nú eru það jólatónleikarnir, eitthvað sem ég hef aldrei gert áður,“ segir hann. Og hafi menn haldið að það væri auðvelt fyrir tónlistarmann á borð við Björgvin Halldórsson að koma sér á framfæri segir söngvarinn sjálfur að þetta sé ennþá jafn mikið hark og ennþá jafnmikil barátta og þegar Ævintýri og Trúbrot börðust um hylli þjóðarinnar.“ „Ég þarf að hafa meira fyrir því að koma mér og minni tónlist til fólksins en þeir sem eru rétt að byrja og það er bara sannleikurinn. En þetta heldur mér gangandi. Ég nýt þess að starfa við tónlistina og ég geri músík sem ég vil að sem flestir hlusti á og njóti. Ég er ekki að gera plötur eingöngu fyrir sjálfan mig. Ég verð að vera sáttur við músikina, en maður getur alltaf gert betur, er það ekki?“ ÓTRÚLEGUR ÁRANGUR Velgengni Björgvins hefur verið með ólíkindum að undan- förnu og hér er hann ásamt samstarfsfélaga sínum Ísleifi B. Þórhallssyni sem hefur haldið utan um tónleikana í Laugardalshöll. RÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Á bak við vegginn er góður drengur Þórir Baldursson hefur unnið með Björgvini í fjölda ára og rifjar meðal annars upp símtal sem hann fékk frá söngvaranum fyrir tuttugu árum þegar hann var staddur í Bandaríkjun- um. „Björgvin hringdi og sagðist hafa fullt af störfum handa mér þegar ég kæmi heim. Og það verður ekki annað sagt en að hann hafi staðið við það.“ Þórir segir Björgvin ákaflega traustan vin og hann sé þægilegur vinnufélagi. „Hann hugsar vel um þá sem eru að vinna með honum. En Björgvin gerir líka miklar kröfur, bæði hvað varðar sjálfan sig og líka þá sem eru í kringum hann. Það er aldrei lognmolla í kringum hann og Björgvin vandar alltaf vel til verka. Hann setur markið alveg ofboðslega hátt og svo er bara lagt af stað og náð þangað.“ Og Þórir segir að auðvitað hafi þeim greint á á þessum langa tíma en þá sé andrúmsloftið bara hreinsað með virðingu og vinsemd. „Við Björgvin erum mjög góðir vinir og látum ekki smá pirring eyðileggja fyrir okkur,“ útskýrir Þórir. Aðspurður hvort hann lumi á einhverju um söngvarann sem fáir viti um segir hann að Björgvin sé það mikil fjölmiðlapersóna að það sé örugglega ekki margt sem fólk viti ekki um hann. „En það kemur kannski ekki alltaf nógu vel fram hversu góður drengur hann er. Björg- vin hefur ákveðinn vegg en á bak við hann er góður drengur.“ ÞÓRIR BALDURSSON Vill engan halelújakór í kringum sig Vinátta Jónasar R. Jónssonar og Björgvins Halldórs- sonar nær fjörutíu ár aftur í tímann þegar þeir sungu með America-plötu Simons & Garfunkels í Sportvali þar sem Jónas vann. Þá strax kom Jónas auga á sönghæfileika Björgvins. „Þegar ég fór síðar að taka hann upp í Hljóðrita þá blasti þetta alveg við. Hann var mjög nákvæmur og teknískt góður. Í svona hljóð- versvinnu vinna menn mjög náið saman, maður er að vinna undir pressu og þú kynnist í raun öllum hliðum á samstarfsfólkinu. Björgvin er vissulega haldinn fullkomnunaráráttu en hann er örugglega einn örfárra sem hefur húmor fyrir því,“ segir Jónas. Og leiftrandi kímni Björgvins hefur alltaf leikið stórt hlutverk í vináttu þeirra og enn þann dag í dag fær Jónas sent eitthvað til að kitla hláturtaugarnar á tölvupósti frá söngvaranum. „Þeir sem þekkja hann halda kannski að hann sé þurr á manninn og merki- legur með sig en þetta er allt saman vaðandi í húmor.“ Jónas segir það mjög gaman að vinna með söngvaranum. „Hann gerir mjög miklar kröfur og líður ekki neitt fúsk. Hann hatar ófagleg vinnubrögð og lélega hluti og hefur enga þol- inmæði fyrir aulaskap. Aularnir eru bara skotnir í kaf alveg eldsnöggt. En hann vill um leið ekki hafa neinn halelúja- kór í kringum sig og þolir alveg gagnrýni og getur tekið henni mjög vel,“ útskýrir Jónas og segir að á þessum fjörutíu árum hafi þeir aldrei skipst á neikvæðum orðum í garð hvor annars. „Við höfum alltaf verið hreinskilnir við hvor annan en það hefur aldrei varpað skugga á vináttuna.“ JÓNAS R. JÓNSSON Sanngjarn og metnaðarfullur Eiður Arnarson, útgáfustjóri Senu, segir flestar skemmtisögurnar af Björgvini vera sannar og það sé einfaldlega hluti af persónuleika hans að koma með skemmtileg innlegg í skemmtilegar aðstæð- ur. En Björgvin hefur líka komið Eiði á óvart. „Já, það kannski samræmist ekki ímyndinni sem fólk hefur af honum en hann er ákaflega sanngjarn. Ef hann hefur rangt fyrir sér er hann fljótur að biðjast afsökunar og leiðrétta stöðuna. Hann er vissulega harðfylginn en ef hann gengur of langt er hann fljótur að sjá að sér og bakkar.“ Eiður tekur undir þau orð að Björgvin taki vel gagnrýni, svo framarlega sem innistæða sé fyrir henni. „Hann er sjálfur harður húsbóndi en um leið ákaflega sjálfsgagnrýninn. Ég hef sjálfur látið hann heyra það nokkrum sinnum en hann tekur því vel ef það hefur verið einhver fótur fyrir því. Hann vill að menn taki aðeins á sér. Björgvin hatar hins vegar meðal- mennskuna en það er bara partur af metnaðinum og fyrir vikið er það alltaf mikil áskorun að vinna með honum.“ Eiður segist aldrei hafa tekið upp símann og hringt í söngvarann án þess að vita upp á hár hvað það er sem hann vill og undirbúa sig gaumgæflega. „Sumir eiga erfitt með að aðgreina söngvarann frá manninum. Og það er kannski ekkert skrýtið. Björgvin segir stundum að hann sé ekki með neinn umboðsmann og þess vegna þurfi hann sjálfur að segja hlutina eins og þeir eru. Maður lærir mikið á því að vinna með honum og fyrir nýgræðing í þessu fagi væri samstarf með Björgvini mikil eldskírn.“ EIÐUR ARNARSON HVAÐ SEGJA SAMSTARFSMENNIRNIR: Ég ráðlagði börnun- um mínum aldrei, Svölu og Krumma, að fara út í þetta því það verður að segjast eins og er að þetta getur verið skítabisness og ekki fyrir alla. Ég dró frekar úr þeim en hvatti. Maður upplifir þetta oft sem mjög vanþakklátt starf og því getur fylgt mikil höfnun. “ ➜ FRAMHALD AF SÍÐUSTU OPNU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.