Fréttablaðið - 17.11.2007, Side 33

Fréttablaðið - 17.11.2007, Side 33
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Bíladellan hefur lengi loðað við Viktoríu Lýðs- dóttur leikskólastarfsmann. Hún byrjaði því snemma að safna sér fyrir góðu farartæki og festi kaup á Hondu Civic þegar hún var fimmtán ára. „Ég er forfallin bílaáhugamanneskja. Hondan mín er samt ósköp venjulegur stelpubíll sem ég er búin að eiga frekar lengi því ég keypti hana tveimur árum áður en ég fékk bílprófið. Pabbi vildi að ég færi í æfingaakstur á eigin bíl frekar en hans,“ segir Vikt- oría þegar hún er spurð um bílinn. Hún kveðst hafa unnið í ísbúð sem unglingur og verið dugleg að leggja fyrir svo hún gæti fest sér bíl sem allra fyrst. Skyldi hún hafa verið með bíladelluna í blóðinu frá því hún fæddist? „Já ég man ekki eftir mér öðruvísi en hugs- andi um bíla. Smitaðist af afa og bróður mínum sem eru algerir bíladellukallar.“ En hvað gerði hún við bílinn meðan hún beið eftir prófinu? „Ég þvoði og bónaði hann næstum vikulega þó ég fengi ekki að keyra hann og pabbi spaugar með að ég hafi boðið bílnum góða nótt á hverju kvöldi. Það var auðvitað frekar fúlt að þurfa að bíða svona lengi eftir að fá að setja í gang og bruna af stað og þegar ég fékk æfinga- leyfið fengu foreldrar mínir engan frið. Þá var alltaf verið á rúntinum.“ Viktoría segir Honduna vera af árgerð 1998. „Ég fékk hana fyrir fjórum árum og hún hefur aldrei bilað. Þó hef ég notað hana heilmikið á höfuðborgar- svæðinu og oft farið á henni upp í sveit. Hún hefur reynst mér sérlega vel,“ segir hún og strýkur nett yfir húddið. Viktoría kveðst á tímabili hafa hugleitt að fara í bifvélavirkjun en af því hafi ekki orðið enn. Spurð hvort hún gæti gert við Honduna ef hún bilaði svarar hún hlæjandi. „Ég fer létt með að skipta um perur og dekk en ræð ekki við stórvægilegar bilanir. Þá fengi ég hjálp hjá bróður mínum og mági.“ Þó Viktoría sé ánægð með Honduna viðurkennir hún að annar draumabíll sé í sigti. „Ég neita því ekki að mig langar að fara að skipta og sportbíll af gerð- inni Mazda3 heillar.“ gun@frettabladid.is Keypti bíl tveimur árum áður en hún fékk bílpróf „Ég hef haldið tryggð við Honduna og hún við mig,“ segir Viktoría. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VEL BÚIN Í VETUR Húfur, treflar, vettlingar, grifflur og kragar eru klæðilegir fylgi- hlutir í kuldanum. TÍSKA 4 Meiri gæða- harðfisk! Samkvæmt nýrri rannsóknarskýrslu Matís er harðfiskur enn hollari en áður var talið, prótínríkur og inniheldur mikið af vítamínum og bætiefnum. Okkar kælda framleiðsluaðferð kemur mjög vel út í öllum samanburði. Fæst í flestum matvöruverslunum og á bensínstöðvum um allt land N Æ R I N G O G H O L L U S T A Hringdu í síma ef blaðið berst ekki RÝMRA UM LEXUS Lexus opnaði nýjan sýningarsal í gær að Nýbýlavegi í Kópavogi sem rúmar fleiri bíla en sá fyrri. BÍLAR 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.