Fréttablaðið - 17.11.2007, Side 50

Fréttablaðið - 17.11.2007, Side 50
Hugmyndin að baki vörum versl- unarinnar The Pier koma að sögn Díönu Bjarnadóttur aðstoðarversl- unarstjóra frá starfsfólki búðar- innar sem ferðast um heiminn til að kaupa inn og fá hugmyndir að vörum til að framleiða. „Suður- og Austur-Evrópa er heimsótt auk Afríku, Mexíkó, Kína, Indónesíu og Bandaríkj- anna þannig að tilfinningin þegar komið er inn í verslunina á að vera eins og að heimækja götu- markað í fjarlægu landi,“ segir Díana og bætir við: „The Pier er staður hugljómunar og ævintýra sem tengja veröld okkar við aðra menningarheima, lífsstíl og lífs- hætti fólks alls staðar að úr ver- öldinni. Húsgögnunum er raðað upp eins og nýbúið sé að afferma skip á hafnarbakka.“ Sjálf bjó Díana í Bretlandi í nokkur ár og verslaði þá mikið í The Pier þar í landi. „Verslunin býður upp á mikla breidd og mikið úrval jafnt í gjafavöru, húsgögn- um, skartgripum og öðru þannig að allir ættu að geta fundið eitt- hvað sem þeim líkar,“ segir hún og bætir því við að verðbilið sé einn- ig mjög breitt. Díana segir verslunina selja ilmkerti í mósaíkkrukkum til styrktar baráttunni gegn brjósta- krabbameini, jólakort til styrkt- ar Unicef og Putumayo-geisla- diska til styrktar bágstöddum en það er einmitt tónlistin sem leikin er í versluninni alla daga. „Þannig að það er líka hugað að því að gefa eitthvað til baka,“ segir Díana og brosir. Til stendur að opna tvær versl- anir The Pier til viðbótar hér á landi, bæði á Akureyri og við Vest- urlandsveg hjá Korpúlfsstöðum og á Díana von á að þær verslan- ir munu fá jafngóðar viðtökur og verslunin við Smáratorg. - sh Bryggjustemning í Pier ● Verslunin The Pier var opnuð við Smáratorg í byrjun nóvember. Þar má finna breidd í stíl og fá allt frá smávörum upp í stór húsgögn. Verslunin hefur fengið góðar viðtökur að sögn Díönu Bjarnadóttur aðstoðarverslunarstjóra. Þessi fallegu jólahjörtu eru úr línu sem nefnist Li-Bien en það þýðir að þau eru máluð innan frá. Meðal aðalsmerkja The Pier hafa verið kertin sem eru með brennslutíma allt frá 90 og upp í 120 klukkustundir. Vasar, styttur og annað borðskraut er í miklu úrvali í verslun The Pier. Shanxi-línan hefur verið mjög vinsæl og vakið athygli. Búddalíkneskin hafa slegið í gegn en sjá má tvö slík á myndinni. Díana Bjarnadóttir, aðstoðarverslunarstjóri The Pier, stendur hér við dekkað borð- stofuborð. Hún bendir á að það sé alveg sjálfsagt að grípa skreytingar, húsgögn og fleira sem stillt er upp víðs vegar um búðina. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Swopper vinnustóllinn • Bylting fyrir bakið • Styrkir magavöðvana • Frelsi í hreyfingum • Ánægja við leik og störf • Fæst í ýmsum litum www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Ármúla 42 · Sími 895 8966 mánudag - föstudag 10-18 laugardag 10-18 sunnudag 13-17Opið Frábær jólatilboð Gefðu öðruvísi jólagjöf í ár Handunnir kínverskir listmunir Nýbýlavegi 12 200 Kópavogur s: 554-3533 Opnunartími: 10-18 virka daga. og 11-16 á laugardögumgæði og glæsileiki 17. NÓVEMBER 2007 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.