Fréttablaðið - 17.11.2007, Side 54

Fréttablaðið - 17.11.2007, Side 54
● hús&heimili ● BÆKUR Í LAUSU LOFTI Til eru fleiri og óhefðbundnari leiðir til að raða bókum en að setja þær einfaldlega í hillur. „Conceal“-hill- urnar frá Umbra eru hannaðar af Miron Lior. Þær eru úr sandblásnu stáli og er hillan sett inn í neðstu bókina og bókakápan fest utan um. Síðan er restinni af bókunum staflað ofan á og þá er eins og bækurnar fljóti í lausu lofti þar sem það sést ekkert í hilluna sjálfa. Hillurnar geta tekið í kring- um sjö kíló og er því hægt að stafla þó nokkrum bókum á hverja hillu. Það gæti til dæmis komið sér vel að hafa svona hillur í svefnher- berginu þar sem náttborðin vilja oft fyllast af bókastöflum en þó er ekki skynsamlegt að vera með fyrirferðarmiklar hillur þar. Sniðug og skemmtileg lausn og listræn. - hs bókahillur ● ANTÍK Í BARNAHERBERGIÐ Vefverslunin Little Fashion Gall- ery hefur mikið framboð af gömlum barnahúsgögnum og leikföngum eftir fræga hönnnuði. Nú er um að gera að koma smá klassík inn í barnaherbergið til mótvægis við þá einnota stemn- ingu sem hefur ríkt hin síðari ár. www.littlefashi- ongallery.com hönnun 17. NÓVEMBER 2007 LAUGARDAGUR14

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.