Fréttablaðið - 17.11.2007, Page 69

Fréttablaðið - 17.11.2007, Page 69
LAUGARDAGUR 17. nóvember 2007 37 Ef ég missti bæði heyrnina og röddina færi ég að … kenna táknmál. Draumastaðurinn minn er … þar sem ég er í góðu jafnvægi hverju sinni. Ef þú meinar ein- hverja borg þá myndi ég segja New York. Ég er glaður að ég er ekki … skuldugur. Það skrítnasta sem ég hef smakkað á ævinni er tvímælalaust … soðinn beljumagi með frönskum á veitingastað í Perú. Ef ég fengi að syngja dúett með hverjum sem er, lífs eða liðnum, syngi ég með ... Robertu Flack. Raddirnar okkar gætu passað flott saman. Mesti lúxus sem ég hef á ævinni veitt mér var ... að borga meira en 30.000 krónur fyrir miða á tónleika með Madonnu. Það var hverrar krónu virði. Ef ég væri síamstvíburi vildi ég vera fastur við … mig sjálfan, klippa mig svo í tvennt svo ég gæti orkað allt það sem ég þarf að gera. Safnplatan með bestu lögunum mínum á að heita … Silfursafnið. Þessi safnplata kemur út á næsta ári, því ég mun fagna 15 ára starfsafmæli talið frá Stuð-plötunni sem kom út árið 1993. Nú er kominn tími til að hreinsa til gamlar upptökur og pússa silfrið. ➜ PÁLL ÓSKAR… fyllir í eyðurnar milljón manns. Ég hef fengið allan pakkann og er brjálæðislega þakk- látur fyrir það. Mögnuðustu gigg- in eru jarðarfarir. Það var mjög erfitt fyrst. Ég alveg hataði þetta og rétt náði að klára síðustu nóturnar í lögunum áður en ég brotnaði saman. Ég stappaði niður fótunum og sagðist aldrei ætla að gera þetta aftur. Svo sagði Monika mér að nálgast þetta með öðru hugarfari. Í jarðarförunum áttaði ég mig á því að það að vera tónlistarmaður er í raun þjónustustarf. Ekki kannski eins og að vera á kassanum í Hagkaupum, en þetta er alveg: ,,Hvað get ég gert fyrir þig?“ Þjón- ustan felst í því að vera verkfæri. Það er fólk þarna sem er frosið og getur ekki grátið, en rétt lag á réttum tíma getur skrúfað frá. Það er mitt hlutverk. Eftir að ég fattaði þetta – að þú ferð ekki í jarðarför til að slá í gegn – þá breyttist attitjúdið gagnvart sjálfum mér og tónlistinni. Og jarðarfarirnar urðu kveikjan að þessari plötu. Ég fattaði, ókei, ég vil halda áfram að gera diskó. Þetta er mín músík og þetta er það sem ég vil standa fyrir. Ég stend og fell með diskóinu. Þetta er tón- list lífsgleðinnar.“ Hefurðu tekið diskó í jarðarför? ,,Nei ekki enn þá, en sú kynslóð á nú eftir að fara í gröfina líka. Við skulum sjá hvað gerist.“ Landsvirkjun þakkar starfsfólki sínu, samstarfsfólki um land allt og viðskiptavinum þann árangur að hljóta Íslensku gæðaverðlaunin 2007 Umsögn matsnefndar um Landsvirkjun Matsnefndin heimótti öflugt og metnaðarfullt þekkingarfyrirtæki sem gefur sambærilegum fyrirtækjum erlendis ekkert eftir. Frumkvæði og metnaður starfsmanna fær notið sín í vel skilgreindu starfsumhverfi með virka, öfluga og stefnumiðaða mannauðsstjórnun þar sem vel er hlúð að starfsfólki. Staða mannauðsstjórnunar í skipuriti fyrirtækisins sýnir áherslur þess í starfsmanna- málum. Mannauðurinn er virkjaður til hins ítrasta með umboð til athafna að leiðarljósi. Upplýsingakerfi eru notuð á skilvirkan og hagnýtan hátt sem styður vel við markmið og verklag og eru góð fyrirmynd fyrir önnur fyrirtæki í notkun upplýsinga. Leiðtogar og stjórnendur fyrirtækisins hafa skýra framtíðarsýn sem er unnin á mjög kerfisbundinn og skilvirkan hátt með virkri þátttöku starfsmanna. Stefnumörkun fyrirtækisins er kynnt og innleidd á öllum starfssviðum fyrirtækisins þar sem þarfir viðskiptavina og samfélagsins eru hafðar að leiðarljósi. Fyrirtækinu er umhugað um ímynd sína og tekur mjög virkan þátt í samfélags- legum verkefnum á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Votta› gæ›akerfi Landsvirkjunar Vottu› umhverfisstjórnun orkusviðs Landsvirkjunar Að Íslensku gæðaverðlaununum standa: Stjórnvísi Forsætisráðuneytið Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Háskóli Íslands

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.