Fréttablaðið - 17.11.2007, Síða 72

Fréttablaðið - 17.11.2007, Síða 72
40 17. nóvember 2007 LAUGARDAGUR Uppskriftabók Biblían er uppskriftabók kristinnar siðfræði, leiðarvísir hins góða, hand- bók heilagleikans. En Biblían er líka stappfull af endalausum ættartölum sem enginn maður getur lesið sér til skemmtunar. Hún er sundurlaus saga af ferðalagi einhverrar þjóðar til fyrirheitins lands, hún geymir einhver fegurstu og lostafyllstu ástarljóð sem skrifuð hafa verið og í henni er að finna leiðbeiningar um mat sem bannað er að borða. Síðast en ekki síst er Biblían löðrandi í reglum, boðum og bönnum, geðveikis legum heimsendaspám og ekki má gleyma stórundarlegum en greinargóðum lýsingum spámanna sem virðast hafa séð fljúgandi furðuhluti og ferðast með þeim. Úr safaríkri grein Páls Ásgeirs Ásgeirssonar í Mbl. 4. nóvember. Skemmtileg fyrirsögn Í Mbl. 4. nóv. mátti lesa þessa skemmtilegu fyrirsögn með umfjöllun um danslist: „Að dansa með orðum og öskra með líkamanum.“ Þetta minnir á færslu milli skynsviða í ljóðlist og er tilbreyting í annars dauflegu mál- fari íslenskra dagblaða. að ef Ekki þykir fara vel á því að setja saman tvær samtengingar og riðla þannig eðlilegri orðaröð. Dæmi um slíkt er hér í Fbl. 5. nóv.: „Condol- eezza Rice..... var stödd í Jerúsalem og sagði að ef árangur dregst enn á langinn verði (ætti að standa yrði, vth.) það einungis vatn á myllu rót- tækra múslima.“ Hér færi mun betur að segja: ..að það yrði einungis vatn á myllu róttækra múslima, ef árangur dregst enn á langinn. Orða- röð og setningaskipun yrði þá eðlilegri. Meira að segja – ekki einu sinni „Meira að segja jólasveinninn kemst ekki nálægt honum,” var sagt í fréttum á Stöð 2, 6. nóv. Hér færi betur að segja: Ekki einu sinni. Framkvæma, framkvæma Eitt einkenni hins hvimleiða stofn- anamáls er sífelld ofnotkun so. framkvæma. „...það er verið að framkvæma kreppu...“ er haft eftir viðmælanda í Mbl. 8. nóv. Framkvæma kreppu? Og sama dag fæ ég til kynningu frá banka að NN hafi „framkvæmt eftirfar- andi inngreiðslu“! Finnst ein- hverjum þetta eðlilegt málfar? Braghenda Nú er komin skýring á braghendu sem spurt var um fyrir hálfum mánuði, en reyndar er hún breytt hér, og sett í ákveðið samhengi: Komin er sólin Keili á og kotið Lóna. Hraunamennirnir gapa og góna, er Garðhverfinga sjá þeir róna. Álftnesingurinn úti liggur og aldrei sefur , dregur hann meira en drottinn gefur, dyggðasnauður maðkinn grefur. Seltjerningurinn siglir hér um sílamóa, hann er eins og eykin tóa, aftur úr honum stendur róa. Vísur þessar eru í bókinni Fagra land eftir Birgi Kjaran og sagðar vera eftir Árna biskup Helgason í Görðum á Álftanesi , en hann mun vera dáinn árið 1320. Bestu kveðjur, Skúli Gunnars- son HLJÓÐFÆRI HUGANS Njörður P. Njarðvík skrifar um íslenskt mál Morgunmaturinn: Láttu það eftir elskunni að elda Eggs Bene- dict í morgunsárið. Hleypt egg ofan á parmaskinku og brauði með ljúffengri Hollandaise-sósu yfir. Mmmm … HELGARUPPSKRIFTIN Nokkrar leiðir að fullkomnum hvíldardögum Sýningin: Ungir sem aldnir ættu ekki að láta Kristján Davíðsson framhjá sér fara í Listasafni Íslands. Skemmtilegt barnarými niðri fyrir þá sem fíla ekki hvíta tímabilið og svo er hægt að enda í kakói og kökum á kaffihúsinu með afbragðs útsýni yfir Tjörnina. Afþreyingin: Rúnta fyrir utan Hafnarhúsið þar sem brúðkaup aldarinnar á sér stað. Eða fá sér bara göngutúr framhjá. Oft. Bókin: Hvernig væri að skella sér í Eymunds- son og skoða fagrar ljós- myndabæk- ur? Fjár- festið til dæmis í einni eftir Helmut Newton og stillið svo upp á sófaborðinu. Bíómyndin: This is England í Regnboganum. Algjör snilld um Bretland sirka árið 1987. Nost- algíubomba. Heimadekrið: Hvernig væri að sleppa því að kíkja á barina, opna eina kampavín og vera bara „glamúrus“ heima hjá sér í stað- inn? Tónleikarnir: Hlustaðu á Strengjaoktett Mendelssohns, eitt af strengjameist- araverkum heims á kammertón- leikum Sin- fóníunnar í dag kl. 17 í sal Þjóðmenn- ingarhúss- ins. Verslunarferðin: Kósí að rölta niður Laugaveginn þar sem jóla- stemningin er að byrja. Taktu forskot á jólainnkaupin áður en að allt verður vitlaust. Veitingastaðurinn: Fiskmarkað- urinn í Aðalstræti. Dásamleg blanda af íslenskum og austur- lenskum matarhefðum og fullt, fullt af sjávarfangi. 99 kr. smsið Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐ á númerið 1900! Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón: Þá sendir þú SMS-ið: JA LAUSN JON LEYSTU KROSSGÁTUNA! Þú gætir unnið Þættina TEKINN á DVD! Lausn krossgátunnar er birt að viku liðinni á vefnum, www.this.is/krossgatur HELGARKROSSGÁTAN Stuðið: Krónik-tónleikar á Organ á laugardagskvöld. Dj Evil Dee, DJ Rampage og fleira á klassísku hip hop-kvöldi. Skyndibitinn: Hlöllabátur síðla nætur klikkar aldrei, og svo er hann líka beint við hliðina á leigubílaröðinni …
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.