Fréttablaðið - 17.11.2007, Side 76

Fréttablaðið - 17.11.2007, Side 76
44 17. nóvember 2007 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is Hreinn Friðfinnsson myndlistarmaður er handhafi heiðursverðlauna Myndstefs árið 2007 sem forseti Íslands afhenti við hátíðlega athöfn í Listasafni Íslands í fyrradag. Heiðursverðlaun Myndstefs, Myndhöfundasjóðs Íslands, nema samtals einni milljón króna. Dómnefnd skipuðu að þessu sinni Áslaug Thorlacius myndlistarmaður, Björgólfur Guðmunds- son, stjórnarformaður Landsbanka Íslands, og Margrét Harðardóttir arkitekt. Dómnefndin var einróma í afstöðu sinni um að veita Hreini verðlaunin. Í niðurstöðu dómnefndarinnar segir meðal annars: „Verk Hreins eru hrífandi og einföld, full af ljóðrænum vísunum og heimspekilegum vangaveltum. Ásýnd hlutanna skiptir ekki höfuðmáli heldur andinn og hin tæra hugsun enda snúast verkin gjarnan um eitthvað loftkennt og ósnertanlegt einsog ljósið, vindinn eða það sem ekki er.“ Hreinn Friðfinnsson á að baki langan og fjölbreyttan myndlistarferil. Hann var einn stofnenda og meðlima SÚM-hreyfingarinnar og á 8. áratugnum vann hann undir áhrifum hugmynda- listar, en hefur síðan unnið í fleiri miðla með blandaðri tækni. Auk Hreins voru eftirtaldir myndhöfund- ar einnig tilnefndir til heiðursverðlauna Myndstefs 2007: Halldór Baldursson teiknari, Ilmur María Stefánsdóttir, myndlistarmaður og leikmyndahöfund- ur, Katrín Elvarsdóttir ljósmyndari, Ólöf Nordal myndlistarmaður og Pálmar Kristmundsson arkitekt. Innan vébanda Myndstefs eru á fjór- tánda hundrað manns í sex aðildarfé- lögum, Sambandi íslenskra myndlist- armanna, Ljósmyndarafélagi Íslands, Félagi íslenskra teiknara, Félagi grafískra teiknara, Arkitektafélagi Íslands og Félagi leikmynda- og búningahöf- unda. Einnig eiga aðild að Myndstefi allmargir erfingjar að myndhöf- undarétti. - vþ Hreinn hlýtur heiðursverðlaun Myndstefs Sýning Um þessar mundir stendur yfir sýn- ing á verkum Kolbrúnar Róberts- dóttur myndlistarmanns á kaffi- húsinu Energiu í Smáralind. Á sýningunni má sjá olíumálverk og myndverk unnin með blandaðri tækni. Sýningin stendur út nóvem- ber og er opin virka daga frá 10-20, laugardaga frá 10-19 og sunnudaga frá 12-19. Fífilbrekkuhópurinn stend- ur fyrir tónleikum í Salnum í Kópavogi í dag kl. 17 og tónleikum í Reykholtskirkju í Borgarfirði á morgun kl. 16. Tilefnið er 200 ára fæðingarafmæli Jónasar Hallgrímssonar. Tónleikadagskrá Fífilbrekku- hópsins samanstendur af 26 lögum Atla Heimis Sveinssonar við ljóð Jónasar. Því má nærri geta að tónlistarfólkið í hópnum hafi staðið í ströngu undanfarið, enda náðu hátíðarhöld vegna afmælis þjóðskáldsins hámarki sínu í gær. „Við förum í gegnum líf Jónasar með þessari dagskrá,“ segir Sigurður Ingvi Snorrason klarin- ettuleikari sem er meðlimur í hópnum. „Við tengjum lögin ævi skáldsins þannig að ljóð sem hann orti um bernsku sína tilheyra fyrsta hluta tónleikanna og svo framvegis. Með hópnum kemur fram sögumaður sem segir upp og ofan af ljóðunum og lífshlaupinu sem kemur fram í þeim og við endum dagskrána með því að flytja ljóð sem tengjast Danmerkur- árum Jónasar.“ Auk Sigurðar skipa Fífilbrekku- hópinn þau Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari, Anna Guðný Guðmunds dóttir píanóleikari, Hávarður Tryggva son kontrabassa- leikari, Eyjólfur Eyjólfsson tenór, Hulda Björk Garðarsdóttir sópran og Arnar Jónsson leikari sem tekur að sér hlutverk sögumanns- ins á tónleikunum nú um helgina. Sigurður segir hópinn hafa komið saman til þess að heiðra Jónas á afmælisári hans. „Jónas óskaði sjálfur eftir því á sínum tíma að lög yrðu samin við ljóð sín. Lögin sem Atli Heimir hefur samið eru í gömlum stíl, ef svo má segja; það er gott að raula þau og þau hafa alla burði til að verða sígild söng- lög. Það má því segja að með flutningi þessarar tónlistar séum við að reyna að láta draum Jónasar um að ljóð hans lifi áfram í tónlist rætast.“ Fífilbrekkuhópurinn hefur mestmegnis leikið erlendis það sem af er árinu. „Við höfum leikið á nokkrum eftirminnilegum tón- leikum. Það var sérstaklega gaman að leika í Gimli í Manitoba á Íslendingadaginn. Þar þekkti fólk kvæði Jónasar vel og við erum enn þá að fá kveðjur þaðan frá fólki sem sá okkur koma fram. Við héldum einnig tónleika í Sívala- turninum í Kaupmannahöfn, á slóðum Jónasar. Við lékum auk þess í Berlín við góðar undirtektir og förum síðar á árinu til London. En ég upplifi það sem hálfgerða uppskeruhátíð að halda þessa tón- leika hér á Íslandi nú í kringum sjálfan afmælisdag Jónasar, enda sérlega ánægjulegt að leika þessa fallegu tónlist fyrir Íslendinga,“ segir Sigurður að lokum. vigdis@frettabladid.is Ævi skáldsins í tali og tónum VERÐLAUNAAFHENDING Edda Jónsdóttir tók við verðlaunun- um fyrir hönd Hreins Friðfinnssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÍFILBREKKUHÓPURINN Leikur tónlist Atla Heimis Sveinssonar við ljóð Jónasar Hallgrímssonar. Kvikmyndasafn Íslands sýnir í dag kvikmyndina Einræðisherrann eftir Charlie Chaplin frá árinu 1940, en myndin þótti á sínum tíma djörf vegna þeirrar gagnrýni sem hún setti fram á ógnarstjórn Adolfs Hitler. Söguþráður myndarinnar er á þá leið að í upphafi fyrri heimsstyrj- aldarinnar bjargar óbreyttur her- maður lífi hins virta flugkappa Schultz. Á flótta undan óvininunum missir hermaðurinn minnið og endar á sjúkrahúsi. Hann dvelur nokkur ár á sjúkrahúsinu en er síðan útskrifaður og tekur til við að raka menn og klippa í gyðingahverfinu. En tímarnir hafa breyst í landinu Tomania og einræðisherrann Aden- oid Hynkel, sem er tvífari rakarans, heldur landinu í heljargreipum og er haldinn miklum fordómum gagn- vart gyðingum. Dag nokkurn lendir rakarinn í vandræðum og er dreginn fyrir herforingja. Þar er kominn enginn annar en flugkappinn Schultz sem þyrmir lífi rakarans. Síðar er Schultz fangelsaður fyrir að vera of vinveittur gyðingum og allir gyðingar sem ekki hefur tekist að flýja eru settir í einangrunarbúðir. Rakarinn og Schultz reyna að flýja en lenda í höndum herliðs Tomaniu. Rakarinn er tekinn í misgripum fyrir Hynkel sjálfan og fær því óvænt tækifæri til að ávarpa íbúa landsins. Þetta er fyrsta talmynd Chaplins og með henni hverfur litli flakkar- inn, hans þekktasta persóna, úr myndum hans. Hér talar Chaplin í fyrsta sinn og með ræðu sinni í myndinni gerir hann gys að valda- gösprurum eins og Adolf Hitler og hans líkum. Helstu leikarar myndarinnar eru Charlie Chaplin, Paulette Goddard, Reginald Gardiner og Jack Oakie. Myndin er sýnd með íslenskum texta. Sýningin fer fram í Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði og hefst kl. 16. Miðaverð er 500 kr. - vþ Einræðisherra í Hafnarfirði EINRÆÐISHERRANN Fyrsta talmynd Charlie Chaplin. Írönsk yfirvöld eru ekki kunn fyrir umburðarlyndi gagnvart bók- menntum eða öðrum listgreinum sem innihalda kynferðislegar til- vísanir. Því kann það að koma á óvart að bók eftir Nóbelsverðlauna- höfundinn Gabriel Garcia Marquez sem í íslenskri þýðingu kallast Minning um döpru hórurnar mínar fékkst útgefin þar í landi. Reyndar má þakka útsjónarsemi íranskra útgefenda fyrir þennan ólíklega atburð, en þeir höfðu rænu á að milda titil bókarinnar þannig að hann útlagðist Minning um döpru elskurnar mínar. Með þessu lúmska bragði tókst þeim að koma bókinni hjá ritskoðendum íranska ríkisins. Íhaldssamir íranskir fjölmiðlar drógu síðar athygli yfirvalda að réttum titli bókarinnar og sögu- þræði hennar, en hún fjallar um nír- æðan mann sem verður ástfanginn af barnungri vændiskonu. Íranska menningarmálaráðuneytið brást skjótt við og dró til baka leyfi fyrir útgáfu bókarinnar. Fyrsta prentun bókarinnar, 5.000 eintök, náði þó í bókabúðir áður en af banninu varð og seldist upp á örfáum vikum enda er Marquez einn vinsælasti erlendi rithöfundurinn í Íran. Mohammad Hossein Saffar- Harandi, menningamálaráðherra Írans, sagði bókina hafa verið bannaða sökum siðlauss innihalds og fullvissaði þjóð sína um að starfs maðurinn sem bar ábyrgð á því að bókin var gefin út hefði verið rekinn. Yfirvöld í Íran hafa undanfarið hert tökin á þarlendu menningarlífi með þeim afleiðingum að margar bækur sem á árum áður voru leyfð- ar hafa verið bannaðar. Þar á meðal eru mörg þekktustu verk Marquez og annarra virtra höfunda. - vþ Daprar hórur í Íran GABRIEL GARCIA MARQUEZ Bækur hans eru bæði vinsælar og bannaðar í Íran.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.