Fréttablaðið - 17.11.2007, Page 82

Fréttablaðið - 17.11.2007, Page 82
 17. nóvember 2007 LAUGARDAGUR „Það er undir Guði komið.“ NICOLE KIDMAN var spurð að því í við- tali á dögunum hvort hún hygð- ist eiga börn með Keith Urban. Stórleikkonan Julia Roberts bætist í hóp þeirra stjarna sem hafa gagnrýnt hina gríðarlegu fjölmiðlaathygli sem ungar stjörnur í Holly- wood vekja. Julia Roberts kallar fjölmiðlafárið í kringum ungar stjörnur afkáralegt, og segir að ef ástandið hefði verið eins þegar hún steig fyrstu skref sín í Hollywood á níunda áratugnum hefði hún forðast iðnaðinn eins og heitan eldinn. „Þetta er eins og sirkussýning. Ég skil ekki hvernig nokkurn gæti langað að komast í skemmtana- bransann í dag, með öllum þessum slúðurblöðum og þáttum. Það væri bara ekki þess virði,“ segir Roberts, sem skaust upp á stjörnuhimininn eftir leik sinn í kvikmyndinni Pretty Woman. Roberts segir þar að auki að leik- arar sem hendist inn í sviðsljósið á unga aldri bíði skaða af auknum áhuga fjölmiðla á fræga fólkinu. „Þetta gerist of hratt. Áður gat maður byggt upp feril sinn yfir nokkur ár og nokkrar myndir. Nú gerir fólk eina góða mynd og fær strax tonn af peningum og tonn af athygli,“ segir hún. „Það er verið að búa fólk til, án þess að það hafi nokkuð um það að segja, áður en það veist hvert það er og hvað, og hvernig það vill gera hlutina og af hverju,“ segir Roberts. Harðorð um Hollywood AFKÁRALEG ATHYGLI Julia Roberts gagnrýnir fjölmiðlafárið í kringum ungar Holly- wood-stjörnur og kveðst ekki skilja hvernig fólk geti langað í skemmtanaiðnaðinn í dag. „Eina landið sem hefur gefið skít í tónlistina mína er mitt eigið heima- land.“ SÖNGKONAN JOSS STONE er svekkt yfir því að hún skuli ekki vera vinsæl í Englandi. „Það er óþarfi að klappa eftir hvern einasta brand- ara!“ LEIKARINN JOHN STAMOS kom í viðtal til Rachael Ray og þótti áhorfendur heldur klappþyrstir. folk@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.