Fréttablaðið - 17.11.2007, Síða 84

Fréttablaðið - 17.11.2007, Síða 84
52 17. nóvember 2007 LAUGARDAGUR (1) Jónas fæddist á Hrauni í Öxnadal árið 1807. Jón Sigurðsson (1811-1879) fæddist aftur á móti á Hrafns- eyri í Arnarfirði. (2) Kvæði Jónasar heitir Alsnjóa. (3) Björn Halldórsson (1724- 1794) ræktaði kartöflur í Sauð- lauksdal fyrstur Íslendinga árið 1760. Eggert Ólafsson (1726-1768), mágur Björns, til- einkaði honum kvæðið Búnað- arbálk. (4) Ljóð Jónasar heitir Ferða- lok. Þar má finna ljóðlínuna „Greiddi ég þér lokka/við Galtará“. Galtará er ekki í Grafarvogi. (5) Í norrænni goðafræði er Fjölnir sonur ássins Freys og Gerðar. Líklegt er að íþrótta- félagið í Grafarvogi dragi nafn sitt þaðan eins og Fjölnismenn. (6) Rétt er að segja að hlaupa undir bagga. (7) Jónas samdi sannarlega mörg nýyrði, til dæmis ljósvaki og fjölmiðlar. Apótek og harmóníka eru þó ekki í þeim hópi af augljósum ástæðum og orðið flatskjár er varla frá Jónasi runnið. (8) Magnús Þór Sig- mundsson samdi lag og texta við Ísland er land þitt. (9) Passíusálm- arnir eru eftir Hallgrím Péturs- son (1614 –1674). (10) Sigurður Breiðfjörð (1798- 1846) átti í vináttusambandi við Rósu Guðmundsdóttur frá Vatnsenda (1795–1855) og orti ástúðleg ljóð til hennar. (11) Jónas lést í Kaupmanna- höfn árið 1845 af völdum blóð- eitrunar sem stafaði af fótbroti eftir að hann féll í tröppum. Jón Thoroddsen (1898-1924) lést aftur á móti eftir að hann varð fyrir sporvagni í Kaup- mannahöfn. (12) Jónas dó vissulega langt fyrir aldur fram og var ófáum harmdauði en var þó orðinn 37 ára þegar hann bar beinin, tíu árum eldri en Janis Joplin, Jim Morrison og Kurt Cobain. Færa má rök fyrir því að Jónas hafi jafnvel verið betra skáld en þau. Benda má þó á að Kristján Jónsson fjalla- skáld var 27 ára þegar hann safnaðist til feðra sinna. (13) Stytta af Jónasi eftir Einar Jónsson var afhjúpuð árið 1907 í Hljómskálagarðinum og stendur þar enn. Staðreyndirnar bak við bullið Í tilefni dags íslenskrar tungu í gær brá Berg- steinn Sigurðsson á leik í Bakþönkum og hrærði íslenskum menningararfi saman við stirðbusalegt stofnanamál, ambögur og rök- og staðreynda- villur. Að gefnu tilefni er hér skautað yfi r það helsta: BAKÞANKAR Bergsteins Sigurðssonar Jónas Hallgrímsson á afmæli í dag og hefði orðið 200 ára hefði hann lifað. Íslendingar eiga Jónasi margt að þakka. Jónas fæddist á Hrafnseyri í Arnar- firði (1) á nítjándu öld. Talið er að hann hafi átt erfiða æsku, að minnsta kosti orti hann ekki mikið um æskustöðvar sínar. Sumir halda þó að hið dularfulla kvæði All snjóað (2) sé kannski um Arnarfjörð enda var þar oft snjóþungt. Jónas var líka nátt- úrufræðingur og fyrstur manna til að rækta kartöflur í Sauð- lauksdal og skrifaði um það bók- ina Búnaðarbákn. (3) JÓNAS gaf til að byrja með út margar bækur sem vöktu ekki athygli. Hann sló hins vegar í gegn með ljóðinu Ferðalag, þar sem hann yrkir meðal annars „greiddi ég þér lokka við Grafar- vog“(4). Þar strax sýndi Jónas hvað hann var langt á undan sinni samtíð, með því að yrkja kvæði um Grafarvog löngu áður en Grafarvogur varð til. Ég held að þetta sé í fyrsta sinn sem þetta kemur fram. Það má því með sanni segja að Jónas hafi verið fyrsta Grafarvogsskáldið, langt á undan Sigmundi Erni. Jónas var líka í skálda hópnum Fjölni sem íþróttafélagið í Grafarvogi er nefnt eftir. (5) JÓNAS var uppi á tíma þegar Íslendingar töluðu ekki góða íslensku. Jónas og Fjölnismenn voru aðilar að ákvörðunartökunni um að snúa vörn í sókn. Jónas hljóp undir bakka (6) með þjóð- inni og samdi mörg nýyrði, til dæmis apótek, harmóníka og flat- skjár. (7) Þannig er Jónas enn í dag gríðarlega áhrifamikill í íslensku hvað málbeitingu varð- ar. Jónas elskaði Ísland og samdi til dæmis ljóðið Ísland er land þitt (8) sem frægt lag var samið við og sumir vilja að verði spilað á landsleikjum. Íslendingar elska líka Jónas. Bækur eftir Jónas eru enn mjög vinsælar á Íslandi, sér- staklega fyrir fermingar, sérstak- lega Passíusálmarnir. (9) Jónas var líka mjög rómantískur eins og sést á ástarljóðum hans til Vatnsenda-Rósu. (10) JÓNAS dó langt fyrir aldur fram og var ekki ófáum harmdauði þegar hann varð fyrir sporvagni í Kaupmannahöfn árið 1924. (11) Jónas var ekki nema 27 ára þegar hann dó. (12) Það merkilega við það er að margt annað frægt fólk var líka 27 ára þegar það dó. Jónasar verður alla veganna allt- af minnst á sama vettvangi og Janis Joplin, Jim Morrison og Kurt Cobain. Jónas var sko ekki verra skáld en þau. Hvernig er það, verðum við ekki að fara að reisa styttu af Jónasi? (13) Jónas minn Hin árlega tískusýning nærfatamerkisins Victoria’s Secret fór fram í Los Angel- es á fimmtudaginn. Hennar er yfirleitt beðið með mikilli eftirvæntingu, enda koma þar saman helstu ofurfyrirsætur heimsins og vinsælir skemmtirkraftar – svo ekki sé minnst á nær- fötin góðu. Aðdráttarafl tískusýningarinnar er alltaf mikið, og í ár höfðaði atriði Kryddstúlknanna aukalega til áhorfenda. Þær fluttu tvö lög á sýningunni og ýttu þannig endur- komu sinni úr vör. Þær voru ekki einu skemmtikraftarnir, því rapp- arinn Will.I.Am hljóp í skarðið fyrir Kanye West, sem afboðaði komu sína vegna fráfalls móður sinnar í síðustu viku. Þá söng tónlistarmaðurinn Seal einnig fyrir gesti ásamt eiginkonu sinni, Victoria’s Secret-fyrirsætunni Heidi Klum. Klum kom einnig fram á sýningunni, eins og aðrar víðfrægar fyrir- sætur á borð við Adriönu Lima, Karolinu Kurkovu og Alessöndru Ambrosio, sem allar teljast til engla Victor- ia’s Secret. Leyndar- málið af hjúpað Tískusýning Victoria‘s Secret var alveg jafn íburðarmikil í ár og áður, enda mikið lagt í að gera hana að skemmtiefni í alla staði. Þó að vænt- anlega leggi fáar konur í snjókorns- búninginn eða páfuglsvængina mátti einnig sjá praktískari nærföt á sýningar- pallinum, eins og hefðbundin nærfatasett eða korsel- ettur. ÍBURÐARMIKIL SÝNING LA VIE EN ROSE S T Ó R B R O T I N S A G A E D I T H P I A F KV IKMYND EFT I R OL IV I ER DAHAN MAR ION COT I L LARD „STÓRKOSTLEGASTA UMBREYTING SEM FEST HEFUR VERIÐ Á FILMU; MARION COTILLARD UMBREYTIST Á SÁL OG LÍKAMA OG EDITH PIAF BIRTIST OKKUR LJÓSLIFANDI. ÓSKARSVERÐLAUNAHAFI NÆSTA ÁRS ER FUNDINN!“ - STEPHEN HOLDEN, NEW YORK TIMES, 28. FEBRÚAR 2007 KLIPPIÐ HÉR! - Ekkert hlé á góðum myndum Engin truflun3Minna af auglýsingum2Ekkert hlé1 2 fyrir 1 allar frumsýningarhelgar gegn framvísun þessarar úrklippu. www.graenaljosid.is - Skráning í Bíóklúbb Græna ljóssins margborgar sig FRUMSÝND 15. NÓVEMBER Í REGNBOGANUM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.