Fréttablaðið - 17.11.2007, Page 85

Fréttablaðið - 17.11.2007, Page 85
LAUGARDAGUR 17. nóvember 2007 53 Leikkonan Keira Knightley hefur útskýrt hvers vegna hún höfðaði mál gegn blaðinu The Daily Mail eftir að það hélt því fram að hún þjáðist af átröskun. „Það hefði getað eyðilagt feril minn vegna þess að ef ég hefði verið með átröskun hefði ég aldrei getað leikið í öllum þess- um hasarmyndum. Ég hefði aldrei verið ráðin í þær. Þegar fréttir eru skrifaðar um mig sem geta eyði- lagt feril minn, eins og í þessu tilviki, verð ég að taka það alvarlega,“ sagði hún. Popparinn Michael Jackson hefur bæst í ört stækkandi hóp þeirra sem óttast aukin gróðurhúsaáhrif í heiminum. „Ég vildi að fólk hefði fengið áhuga á þessu fyrr, en það er aldrei of seint,“ sagði hann. „Ef við stöðvum þetta ekki strax á okkur aldrei eftir að takast það. Ég var að reyna að segja þetta í lögunum Earth Song, Heal the World og We Are the World, til að vekja fólk til meðvitundar. Ég vildi óska að fólk hefði hlustað á hvert einasta orð.“ Leikkonan Julia Roberts segir að skemmtanaiðnaðurinn í Holly- wood sé rotinn að innan og að æðið í kringum ungu stjörnurnar í borginni sé ógeðfellt. „Þetta er eins og sirkus. Ég skil ekki hvers vegna nokkur manneskja vill reyna fyrir sér í þessum bransa í dag. Það er ekki þess virði,“ sagði hún og telur að ungu stjörnurnar fái of mikla athygli of snemma. „Hér áður fyrr var hægt að byggja upp ferilinn á nokkrum árum með því að leika í mörgum myndum. Núna er nóg að leika í einni mynd og þá færðu fullt af peningum og gríðarlega athygli.“ Leikkonan Sarah Michelle Gellar hefur tekið upp nafn eiginmanns síns Freddie Prinze Jr. í tilefni fimm ára brúðkaupsafmæli þeirra. „Hún breytti nafninu í Sarah Michelle Prinze í tilefni af þessum áfanga,“ sagði kunningi þeirra. Prinze-hjónin hittust við tökur myndarinnar I Know What You Did Last Summer árið 1997. FRÉTTIR AF FÓLKI Nítján ára dóttir fyrrverandi leikarahjónanna Demi Moore og Bruce Willis, Rumer Willis, var útnefnd Miss Golden Globe 2008 við hátíðlega athöfn á Beverly Hilt- on-hótelinu í Los Angeles í vikunni. Undanfarin ár hefur skapast hefð fyrir því að fá barn einhverrar Hollywood- stjörnunnar til þess að afhenda verðlaun á Golden Globe-hátíðinni og bera um leið titilinn Miss eða Mister Golden Globe. Rumer hefur undanfarið reynt að hasla sér völl sem leikkona í kvikmyndaborginni og er því vel að titlinum komin. Foreldrar hennar hafa auk þess bæði margsinnis verið til- nefnd til verðlaunanna, Demi tvisvar sinnum og Bruce fjórum sinnum, en hann hlaut hnossið fyrir leik sinn í þáttaröðinni Moonlighting. Á síðasta ári var það dóttir gamla refsins Jack Nicholson, Lorraine Nicholson, sem afhenti verðlaunin. Árið 2004 sá Lily Costner, dóttir Kevins Costner, um verkið og árið 1995 kom það í hlut sonar Clarks Gable. Golden Globe-verðlaunin verða afhent í 65. sinn um miðjan janúar. Rumer valin Miss Golden Globe Grey’s Anatomy-stjarnan Ellen Pompeo gekk í það heilaga með unnustanum Chris Ivery í New York í síðustu viku. Athöfnin var þó alveg laus við allt pomp og pragt, eins og Ellen hafði sjálf lofað. „Við viljum bara hafa þetta fyrir okkur,“ sagði hún í viðtali í ágúst. Hún hefur einnig sagt að þegar parið geri sér dagamun fái þau sér sushi og liggi í sófanum innan um hundana sína. Chris, sem er upptökustjóri og tónlistargúrú, og Pompeo giftu sig í ráðhúsi New York-borgar, að borgarstjóranum Michael Bloom- berg viðstöddum ásamt tveimur öðrum vitnum. Þau hafa verið saman í fjögur ár og trúlofuðu sig í nóvember í fyrra. Látlaust brúðkaup GIFT KONA Ellen Pompeo og Chris Ivery giftu sig í síðustu viku við mjög látlausa athöfn í ráðhúsi New York-borgar. NORDICPHOTOS/GETTY DÓTTIR FORELDRA SINNA Rumer Willis þykir vera afar sérstök blanda af foreldrum sínum. Hún mun afhenda Golden Globe-verðlaun í janúar. LUXOR Komin í verslanir! When You Say You Love Me Remember Me Lítill drengur Ég er að tala um þig To Where You Are Amazed If Tomorrow Never Comes Over The Rainbow Þitt fyrsta bros I Believe In You Luxor árita nýju plötuna sína um helgina Laugardaginn 17. nóvember kl 14:30 Glerártorg Akureyri Sunnudaginn 18. nóvember kl 13:00 Hagkaup Kringlunni Sunnudaginn 18. nóvember kl 15:00 Hagkaup Smáralind

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.