Fréttablaðið - 01.12.2007, Page 4

Fréttablaðið - 01.12.2007, Page 4
4 1. desember 2007 LAUGARDAGUR LÖGREGLUMÁL Þrír karlar og ein kona voru handtekin af lögregl- unni á höfuðborgarsvæðinu í Kópavogi síðdegis í fyrradag eftir að ætluð fíkniefni fundust við íbúðarhús í bænum. Þar innandyra fannst einnig talsvert af ætluðum fíkniefnum, lyfjum sem og hnífum. Í húsinu fundust jafnframt munir sem talið er að séu þýfi. Fólkið er allt á þrítugsaldri. Þá fundust sömuleiðis ætluð fíkniefni við húsleit, sem lögregla gerði að fengnum úrskurði, í íbúð í Breiðholti í fyrrakvöld. - jss Fernt handtekið í Kópavogi: Með fíkniefni, hnífa og lyf ISIG kerti Ø7, H15 cm gyllt/silfurlitað 195,- GRENIBÚNT215,- Opið til 22:00 fram að jólum FÓLK Sævar Arnfjörð og Ólína Ragnheiður Gunnarsdóttir sem búa í tjaldi í Laugardal hafa feng- ið fjölda gjafa frá því Fréttablað- ið greindi frá hag þeirra. „Fólk hefur komið með haug af mat,“ sagði Sævar þegar blaða- mann bar að garði. Þá hafði hjón- unum einnig borist nokkuð af áfengi. „Einhver skildi eftir poka með flatkökum, pylsum og svo lét hann heila flösku af rússneskum vodka fylgja með. Það er ekki nóg með það heldur kom annar fær- andi hendi með koníakspela og í öðrum matarpoka voru þrír litlir sprittbrúsar,“ sagði Sævar og hló við. Þá hafa hjónin einnig fengið klæðnað, fat og nokkurn pening. Fyrrinótt var erfið hjá þeim í tjaldinu sem þó stóð af sér allan vind í hvassviðrinu. Ekkert gas var til á prímusnum til að halda á þeim hita. „Það var því ansi kalt svo brjóstbirtan kom sér vel,“ sagði Sævar kankvís. Sævar og Ólína Ragnheiður eru afar þakklát sínu velgjörðarfólki. Sævar orti meira að segja vísu sem hann vildi tileinka því. Björk Vilhelmsdóttir, formað- ur velferðarráðs Reykjavíkur- borgar, segir að þau hjón geti bæði fengið að búa í Gistiskýl- inu. Í Fréttablaðinu í fyrradag sögðust þau ekki vilja þiggja aðstoð borgarinnar þar sem þau yrðu þá skilin að. Aðspurð hvort þau myndu ekki leita á náðir borgaryfirvalda sögðust þau hjón vera orðin þreytt á að standa í öllu slíku. Björk segir borgaryfirvöld ekki geta haft afskipti af þeim hjónum sé þess ekki óskað. „Það er kannski skrýtið að tala um val í þessu samhengi en þau hafa þetta val og ekki fer borgin að rífa upp tjöldin þeirra þó þau vilji ekki vera í Gistiskýlinu. En svo erum við að fara að opna færanleg ein- býli sem eru sérstaklega hugsuð fyrir heimilislausa, hugsanlega munu þau henta þeim.“ Sex slík einbýli verða tekin í notkun innan skamms og mun mánaðarleiga vera á bilinu 25 til 35 þúsund. Sævar og Ólína Ragn- heiður fá hvort um sig hundrað þúsund krónur í örorkubætur á mánuði. jse@frettabladid.is Gáfu útilegufólkinu flatkökur og áfengi Tjaldbúarnir í Laugardal fengu í gær og fyrradag mikið af áfengi og mat. For- maður velferðarráðs segir þau geta verið saman í Gistiskýlinu. Borgin mun fljótlega setja á fót færanleg einbýli sem hentað gætu þeim hjónum. ÓLÍNA RAGNHEIÐUR OG SÆVAR Fyrrinótt var erfið hjá þeim hjónum því ekkert gas var til upphitunar en tjaldið stóð af sér veður og vind. Þau voru því þakklát fyrir brjóstbirtuna sem fólk hefur fært þeim. TYRKLAND, AP Allir 57 farþegar og áhafnarmeðlimir flugvélar tyrkneska flugfélagsins Atlasjet létust eftir að hún brotlenti í grýttri fjallshlíð í suðvestur- hluta Tyrklands aðfaranótt föstudags, skömmu fyrir lendingu. Brak úr flugvélinni og eigur farþega dreifðust um stórt svæði í fjallshlíðinni. „Sætin höfðu losnað og voru úti um allt svæðið. Í nokkrum tilvikum voru sætisbeltin ennþá utan um líkin,“ sagði Mustafa Dagci, læknir sem var einn þeirra fyrstu á vettvang. „Sum líkin voru ósködduð meðan önnur voru í mörgum hlutum.“ Flugvélin fór á loft klukkan eitt aðfaranótt föstudags frá Istanbúl á leið til Isparta. Flugvélin hvarf af ratsjám rétt áður en hún átti að lenda eftir klukkutíma flug. Björgunarþyrla komst að brakinu klukkan sjö. Veður og flugskilyrði voru góð. - sdg Orsök brotlendingar flugvélar í Tyrklandi sem varð 57 að bana er enn óljós: Enginn lifði af brotlendingu BRAK Á VÍÐ OG DREIF Flugvélin tættist í sundur þegar hún brotlenti í fjallshlíð og fórust allir um borð. NORDICPHOTOS/AFP Ólafur, hefurðu engar agaleg- ar áhyggjur? „Nei, strákarnir haga sér reglulega vel.“ Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari í fótbolta lætur sögusagnir um agaleysi í íslenska landsliðinu ekki trufla sig. ÞAKKARSTAKA SÆVARS Maður, ég vil þér vel um alla framtíð bjarta. Þú átt eitt sem allir þrá, gott og göfugt hjarta. TÆKNI MSN-netspjall í gegnum farsíma og tónlist sem kemur í stað biðsóns þegar hringt er var meðal þeirra nýjunga sem fjarskiptafyrirtækið Nova kynnti á blaðamannafundi í gær. Verslun fyrirtækis- ins að Lágmúla 9 verður opnuð klukkan 11 í dag, og vefurinn nova.is var opnaður á miðnætti í gær. Fyrirtækið er hið fjórða á farsímamarkaðnum á Íslandi, en þar eru fyrir Síminn, Vodafone og Sko. Vodafone og Sko eru þó í eigu sama fyrirtækis. Nova hyggst einbeita sér að þriðju kynslóðar farsímaþjón- ustu (3G) á borð við internet í farsímann, auk venjulegrar farsímaþjónustu. Síminn opnaði fyrir sína 3G-þjónustu í byrjun september, og 3G- þjónusta Vodafone hefst eftir helgi. Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova, segir ætlunina að gera þriðju kynslóðar farsíma- tækni notendahæfa fyrir fólk. „Við viljum setja fókusinn á farsímann, gera þriðju kynslóðina einfalda svo hún virki. Að því leyti mun fólk finna muninn þegar við komum á markaðinn.“ Nova býður farsímasamband um allt land, en 3G háhraðanet fyrirtækisins nær yfir höfuðborgar- svæðið og á Reykjanesi. Ætlunin er að á næsta ári muni fyrirtækið ná til áttatíu prósenta landsmanna á 3G-kerfi sínu. - sþs Nova, fjórða fjarskiptafyrirtækið á íslenskum markaði, hefur þjónustu sína í dag: MSN í farsímann og vinatónar TÆKNIN KYNNT Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova, kynnti þriðju kynslóðar tækni fyrirtækisins á blaðamannafundi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR VEÐUR Hellisheiði var lokað í gærmorgun vegna hálku og hvassviðris. Nokkrir bílar fóru út af veginum en enginn ökumaður slasaðist. Vegurinn var opnaður aftur upp úr hádegi í gær, en þá hafði veðrið mikið til gengið niður. Hvassviðrið olli vandræðum víða um landið í gær. Björgunar- sveitarmenn í Hornafirði þurftu að binda báta sem farnir voru að losna, og fuku hlöðudyr upp á tveimur bæjum við Höfn. Flutningabíll fauk á hliðina í Öræfum, en ökumaður hans slasaðist ekki alvarlega. - sþs Hvassviðri olli vandræðum: Hellisheiði lokað í hálku og roki KOFI FAUK Mikið hvassviðri var í Vest- mannaeyjum í gær og endaði þessi kofi á hliðinni eftir eina hviðuna. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR SAMGÖNGUR Byggðaráð Bláskóga- byggðar segist enn vilja nýjan veg um Lyngdalsheiði sem liggi norður fyrir Þingvallavatn og þaðan til Reykjavíkur. Landvernd vill að fremur verði hugað að vegi suður fyrir Þingvallavatn. Byggðaráðið vísar til úrskurðar Skipulagsstofnunar um suðurleið- ina þar sem fram komi að þá þurfi jarðgöng í gegnum Dyrafjöll en að jarðfræði Hengilssvæðisins sé lítt fýsileg til jarðgangagerðar. Einnig verði heildarvegalengd nýs vegar þannig minnst helmingi lengri og leiðin leysi ekki þörf fyrir nýjan veg milli Þingvalla og Laugar- vatns. - gar Byggðaráð Bláskógabyggðar: Hafna göngum um Dyrafjöll ELDSVOÐI Á BLÖNDUÓSI Stórtjón varð í bruna í lok september 2004. ÖRYGGISMÁL Ekki hefur verið virkt eldvarnareftirlit í Austur Húna- vatnssýslu frá árinu 2004. Það ár varð stórbruni á Blönduósi. Á aðalfundi Brunavarna A- Húnavatnssýslu í síðustu viku kom hins vegar fram að Andrés I. Leifsson slökkviliðsstjóri hefur nú fengið réttindi til að sinna eldvarnareftirliti eftir að hafa sótt námskeið. Einnig kom fram á aðalfundin- um að rætt hefði verið við Skagstrendinga um sameiningu slökkviliðanna en að þeir hafi ekki haft áhuga á því. - gar Austur-Húnavatnssýsla: Óvirkt eftirlit með eldvörnum SVÍÞJÓÐ, AP Svíar virðast tilbúnir til að faðma hvern sem er nema yfirmanninn samkvæmt könnun sem Rauði krossinn í Svíþjóð kynnti í gær. Níu af hverjum tíu Svíum faðma einhvern að minnsta kosti einu sinni í viku. 70 prósent sögðust hafa faðmað maka sinn undan- farna viku og 59 prósent höfðu faðmað vin eða kunningja. Aðeins fjögur prósent höfðu faðmað yfirmann sinn. 55 prósent sögðust myndu faðma ókunnugan sem hefði fundið veskið þeirra. - sdg Könnun á faðmlögum Svía: Faðma alla nema yfirmenn SPURNING DAGSINS
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.