Fréttablaðið - 01.12.2007, Síða 6

Fréttablaðið - 01.12.2007, Síða 6
6 1. desember 2007 LAUGARDAGUR DÓMSMÁL Tomas Malakauskas, einn þriggja manna í líkfundarmálinu svonefnda í Neskaupstað, var ekki beðinn um skilríki við tollskoðun þegar hann kom til Keflavíkur. Hann ferðaðist ekki á fölskum skilríkj- um, en fór í gegnum Leifsstöð eins og hver annar komufarþegi, þrátt fyrir að hann væri í tíu ára endurkomubanni til landsins. Bannið fékk Mala- kauskas fyrir þátt sinn í að flytja lík landa síns, úttroðið af fíkniefnum, til Neskaupstaðar og sökkva því í höfnina þar. Þetta kom fram í aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Malakauskas í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Í Litháen hafði hann tekið upp eftirnafn konu sinnar, Aralkauskas, og fengið útgefin skilríki með því nafni hjá yfirvöldum í Litháen. Hann kom hingað til lands í byrjun september og lék lausum hala í nokkrar vikur. Hann var ekki handtekinn fyrr en 20. nóvember, þá með 26 grömm af amfetamíni á sér. Ástæðuna fyrir breytingunni á eftirnafni sínu sagði Malakauskas fyrir dómi hafa verið þá að fjölmiðlar hefðu gert honum lífið leitt í tengslum við líkfundar- málið. Hann og eiginkona hans ættu von á barni og hann vildi ekki að barnið bæri nafnið Malakauskas. Í dómsal kom meðal annars fram að kona Mala- kauskas hefur verið búsett hér frá árinu 2003. Hún starfar hér og á von á barninu í febrúar. Hér búa einnig móðir hennar, fósturfaðir og tvær systur. Malakauskas sagði að þau hjónin hefðu haft í hyggju að yfirgefa landið innan tíðar. Stærstur hluti aðalmeðferðarinnar snerist um birtingu brottvísunar og endurkomubanns þegar Malakauskas afplánaði dóm vegna líkfundarmálsins á Litla-Hrauni. Malakauskas bar að sér hefði ekki verið kunnugt um endurkomubannið. Þrír lögreglumenn hefðu komið til sín með skjal á íslensku, sem hann skildi ekki. Hann hefði beðið um lögmann og túlk en ekki fengið. Hann hefði því neitað að kvitta fyrir móttöku skjalsins. Síðan hefði hann verið fluttur í fylgd þriggja lögreglumanna í handjárnum úr landi. „Það var farið með mig eins og dýr,“ sagði hann. Tveir lögreglumenn sem önnuðust birtinguna sögðu fyrir dómi að hún hefði verið með hefðbundn- um hætti og Malakauskas hefði verið meðvitaður um endurkomubannið. Hann hefði viljað fá samfanga sinn, Atla Helgason, sér til aðstoðar, en afþakkað túlk. DÓMSMÁL Karlmaður var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavík- ur í gær fyrir líkamsárás, sem átti sér stað við Austurstræti í Reykjavík í október. Maðurinn sló þá mann hnefa- höggi í andlitið þannig að hann féll í götuna, með þeim afleiðing- um að hann hlaut skurð í andliti og glóðarauga og fjórar tennur í honum brotnuðu. Hinum ákærða var gert að greiða brotaþola rúmar sjö hundruð þúsund krónur í miskabætur auk sakarkostnaðar upp á tæpar tvö hundruð þúsund krónur. - æþe Sakfelling í líkamsárásarmáli: Braut fjórar tennur í manni Sagan vinsæla á bók! Bráðskemmtileg saga sem byggir á hinum ástsæla söngleik Abbababb! ÓVEÐUR Kaldur og hrakinn köttur komst í skjól á lögreglustöð Vestmannaeyja í fárviðri í gær, þegar kona nokkur kom honum þangað. Á stöðinni fékk kötturinn góðar viðtökur. „Hann situr bara hérna á vaktborðinu og hefur það gott,“ sagði Pétur Steingrímsson varðstjóri þegar Fréttablaðið sló á þráðinn í gærmorgun. „Hann verður hérna hjá okkur í dag enda er ekki ketti út sigandi eins og er,“ sagði varðstjórinn þegar vindurinn þaut úti fyrir um 20 metra á sekúndu. En þó vel færi á með þeim sagðist varðstjórinn ekki gráta það þegar kötturinn færi loks í hendur eiganda þegar hann fyndist. „Hann fer fram á mikla athygli. Hann vælir bara ef maður hættir að kjassa hann svo þetta verður orðið ágætt þegar veðrið lægir.“ Nafn kattarins er ekki enn vitað og lögreglumenn hafa ekki nefnt hann. „Það tekur því ekki að finna nafn á köttinn því hann er bara í dags starfskynn- ingu,“ sagði varðstjórinn glettinn. - jse Lögreglan í Vestmannaeyjum fékk heldur óvenjulegan gest í óveðri : Köttur vingast við varðstjóra Í VÖRSLU VARÐSTJÓRA Vel fór á með þeim Pétri varðstjóra og kettinum sem skotið var skjólshúsi yfir. MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON UMHVERFISMÁL Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræði- stofnunar Íslands, var í gær kosinn forseti Bernarsamningsins á aðildarríkjafundi samningsins í Strasborg í Frakklandi. Bernar- samningurinn fjallar um verndun villtra plantna, dýra og lífsvæða í Evrópu og er einn af grundvallar- samningum Evrópu á sviði umhverfisverndar. Tæplega fimmtíu ríki Evrópu og Norður- Afríku eru aðilar að samningnum. Jón Gunnar var varaforseti samningsins í þrjú ár en er nú fyrsti Íslendingurinn sem kosinn er forseti hans. - shá Bernarsamningurinn: Íslendingur for- seti í fyrsta sinn BELGÍA, AP Yves Leterme, leiðtogi kristilegra demókrata í flæmsku- mælandi hluta Belgíu, varð að draga í land einu sinni enn í stjórnarmyndun- arumleitunum sínum á miðviku- dag, er flokkur þjóðernissinnaðra Flæmingja, sem er í bandalagi við hans eigin flokk, neitaði að sættast á nýjustu málamiðlunartillögu hans. Nærri hálft ár er nú liðið frá þingkosningum í Belgíu en stjórnarmyndunarviðræður borgaralegra flokka Flæmingja og frönskumælandi Vallóna hafa hingað til strandað á því að flæmsku flokkarnir vilja færa meiri völd til landshlutastjórnanna en Vallónar ekki. - aa Stjórnarmyndun í Belgíu: Enn í strandi eftir 173 daga YVES LETERME SJÁVARÚTVEGUR Á fundi Úrskurðar- nefndar sjómanna og útvegsmanna 30. nóvember var ákveðið að hækka verð á þorski sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur er til skyldra aðila um tíu prósent og ýsu um fimm prósent frá og með 1. desember næstkomandi. Þessi hækkun skýrist af hækkun á afurðum á erlendum mörkuðum. Verð á þorski hefur hækkað fjórum sinnum á árinu um alls 33 prósent. - shá Verð á þorski: Hefur hækkað um 33 prósent SÁ GULI Verð á erlend- um mörkuðum hefur hækkað í fjórgang á árinu. SKIP Olíumenguðum sjó var dælt úr flutningaskipinu Axel á Akureyri í gær. Slökkviliðið sá um að dæla sjónum úr skipinu. Að því loknu var farið með skipið í slipp. Axel steytti á skeri við Horna- fjarðarós á mánudagsmorgun, en skipið var á leið til Póllands með fisk. Því var siglt til Fáskrúðs- fjarðar til skoðunar, og síðar til Akureyrar. Á leiðinni til Akureyr- ar þótti ástandið um borð vera orðið ótryggt, og tók Landhelgis- gæslan því yfir stjórn skipsins á leiðinni. - sþs Slökkvliðið dældi út sjó: Axel í slipp Malakauskas ekki krafinn um skilríki Litháíski líkfundarmaðurinn Malakauskas var ekki beðinn um að sýna skilríki við komuna til landsins þótt hann væri í tíu ára endurkomubanni. Hann lék lausum hala í nokkrar vikur áður en hann var handtekinn og settur í gæslu. Í Fréttablaðinu á fimmtudag var villandi þýðing á ummælum Jóns Ólafssonar, athafnamanns og vatnsút- flytjanda, sem hann lét falla í viðtali við vefútgáfu Financial Times. Af því tilefni vill Jón taka fram að það sé draumur sinn að Iceland Glacial vatnið verði einn daginn þekktara á heimsvísu en Icelandair og hann sé fyllilega meðvitaður um að margt þurfi að ganga upp svo sá draumur verði að veruleika. ÁRÉTTING VILDI EKKI FARA Mala- kauskas á leið í dómsal í gær. Lögregla bar fyrir dómi að Malakauskas hefði verið margbúinn að lýsa því yfir að hann ætlaði ekki úr landi, hvorki með góðu né illu. Einbeittur brotavilji „Þarna var ásetningsbrot og einbeittur brotavilji á ferðinni,“ sagði Daði Kristjánsson saksóknari um brot Tomasar Malakauskas á endurkomubanni til landsins. Saksóknari sagði ljóst að Malakauskas hefði verið fullkunnugt um bannið. Hann minnti á líkfundarmálið sem hefði vakið óhug í samfélaginu. Malakauskas hefði fengið reynslulausn þegar 419 dagar voru eftir af fangelsisvist hans. Saksóknari taldi réttmætt að dæma Malakaukas fyrir fíkniefnabrotið og brot hans á endur- komubanni og dæma hann í óskilorðsbundið fangelsi. Jafnframt ætti hann að sitja af sér eftirstöðvar dómsins sem hann hlaut árið 2004. Björgvin Jónsson, verjandi Malakauskas, krafðist sýknu. Hann sagði alls ekki víst að sakborningur hefði gert sér grein fyrir því að brottvísun frá landinu fæli í sér endurkomubann. Björgvin minnti á að Malakau- skas hefði í engu reynt að villa á sér heimildir við kom- una til landsins. Það væri ekki hans sök að yfirvöld ... „passi ekki landamærin betur en svo að þeim sé snúið við sem óheimilt er að koma inn í landið,“ sagði verjandinn. Ekki náðist í Jóhann R. Benediktsson, lög- reglustjóra á Suðurnesjum, við vinnslu fréttarinnar. GENGIÐ 30.11.2007 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 118,6192 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 60,80 61,10 125,78 126,40 89,76 90,26 12,034 12,104 11,056 11,122 9,576 9,632 0,5492 0,5524 96,65 97,23 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.