Fréttablaðið - 01.12.2007, Síða 8

Fréttablaðið - 01.12.2007, Síða 8
8 1. desember 2007 LAUGARDAGUR STJÓRNSÝSLA Tvö bréf frá umboðs- manni Alþingis þurfti til áður en stjórnendur Ríkisútvarpsins ohf. breyttu um stefnu og upplýstu um laun útvarpsstjóra. Umboðsmaður Alþingis rekur samskipti sín við RÚV í bréfi til fyrirtækisins og til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur mennta- málaráðherra. Segir umboðsmað- ur ummæli Páls Magnússonar útvarpsstjóra og Ómars Benedikts- sonar, stjórnarformanns RÚV, á visir.is hinn 23. ágúst, hafa orðið til þess að hann tók til athugunar hvernig fyrirtækið fylgdi upplýs- ingalögum. Fyrsta verk umboðsmanns í mál- inu var að senda RÚV bréf 18. sept- ember. Hann spurði meðal annars hvort það væri rétt haft eftir stjórnarformanni RÚV á visir.is að um laun útvarpsstjóra yrði ekki upplýst fyrr en á næsta aðalfundi RÚV. Sá fundur verður í maí á næsta ári. Einnig vildi umboðs- maður að stjórn RÚV svaraði því fyrir 2. október hvernig það sam- rýmdist upplýsingalögum að neita að gefa upp laun útvarpsstjórans. Í bréfi til umboðsmanns 1. októb- er sagði lögmaður RÚV nauðsyn- legt að ræða málið á stjórnarfundi sem yrði 15. október. Af þeim ástæðum vildi hann frest til 18. október til að svara. Umboðsmaður sagðist þá ekki sjá að RÚV þyrfti viðbótartíma. Málið lyti að fram- kvæmd upplýsingalaga og sam- kvæmt þeim ætti alltaf að afgreiða erindi um aðgang að gögnum hjá stjórnvöldum án tafar. Hann vildi því fá svör strax frá RÚV. Þrátt fyrir tilmæli umboðsmanns tók lögmaður RÚV sér áðurnefndan frest til 18. október. Sagði hann þá í bréfi til umboðsmanns að stjórnar- formaður RÚV hefði upplýst í fjöl- miðlum tveimur dögum áður að laun útvarpssjórans væru 1.500 þúsund krónur. Bendir umboðsmað- ur á að menntamálaráðherra hafi nokkru síðar, eða 7. nóvember, upp- lýst á Alþingi að mánaðarlaun útvarpsstjórans væru hærri, eða 1.530 þúsund krónur. Umboðsmaður tiltekur að bæði í athugasemdum með frumvarpi til upplýsingalaga á sínum tíma og í úrskurðum Úrskurðarnefndar um upplýsinga- mál komi fram að föst laun opin- berra starfsmanna séu ekki undan- þegin aðgangi almennings. Hann bendir stjórn RÚV á að fara að lögum ef óskað er aðgangs að upp- lýsingum um laun útvarpsstjóra og annarra starfsmanna fyrirtækis- ins. „Á, að því er útvarpsstjóra og aðra starfsmenn Ríkisútvarpsins ohf. varðar, að veita aðgang að gögnum um það hver séu umsamin föst laun þeirra og síðan hver séu önnur starfskjör sem samið hefur verið um, svo sem bifreiðahlunn- indi, og þá hver, og föst aukavinna og þóknanir, til dæmis fyrir frétta- lestur,“ segir umboðsmaður Alþingis í bréfi með lokaábending- um sínum fimmudaginn 22. nóv- ember. Ómar Benediktsson, formaður stjórnar RÚV, og Páll Magnússon útvarpsstjóri segjast hvorugur hafa kynnt sér efni bréfs umboðs- manns. gar@frettabladid.is Umboðsmaður vill að RÚV hlíti lögum Tvö bréf bárust frá umboðsmanni Alþingis áður en stjórnendur RÚV ohf. upp- lýstu um laun útvarpsstjóra. Umboðsmaður bendir RÚV á að fara að lögum. STJÓRNSÝSLA Páll Magnússon útvarpsstjóri hefur synjað beiðni Óskars Hrafns Þorvaldssonar, ritstjóra visir.is, um upplýsingar um laun Þórhalls Gunnarssonar, dagskrárstjóra sjónvarps og ritstjóra Kastljóss, og laun Sigrúnar Stefánssdóttur, dagskrárstjóra útvarps. Þessi synjun Páls kemur eftir ítrekaðar ábendingar umboðsmanns Alþingis til stjórn- enda RÚV ohf. um að upplýsingaskylda nái til fastra launa allra starfsmanna fyrirtækisins. Útvarpsstjóri segir synjunina byggða á því ákvæði upplýsingalaga sem undanþiggur gögn upplýsinga- rétti ef almannahagsmunir skaðist ella af samkeppnisástæðum. Páll telur ritstjóra visir.is lúta öflum utan ritstjórnarinnar: „Þetta verður nú seint talin verðlaunaframmistaða í íslenskri blaðamennsku – og þú þá varla sómi hennar, sverð og skjöldur. En þú ert ábyggilega hlýðinn og góður starfsmaður og ég vona að þér vegni sem best á þessari sérkennilegu blaðamannsbraut sem þú hefur valið þér,“ segir útvarpsstjóri í svari til ritstjóra Vísis. Óskar Hrafn kveðst þegar hafa kært synjun útvarpsstjóra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Að gefnu tilefni hafi umboðsmaður Alþingis einnig fengið afrit af samskiptum þeirra Páls. „Ég undrast einbeittan brota- vilja útvarpsstjóra gagnvart upplýsingalögum. Það er hreint með ólíkindum að það þurfi að toga upplýsingar út úr yfirmanni ríkisstofnunar með töngum, upplýsingar sem umboðsmaður Alþingis hefur ályktað að eigi að vera opinberar,“ segir ritstjóri Vísis. - gar Útvarpsstjóri synjar enn um launagögn gegn áliti umboðsmanns Alþingis: Neitar áfram að upplýsa laun Borgarleikhúsið lak Slökkvilið var kallað út í fyrrinótt vegna vatnsleka í Borgarleikhús- inu og í heimahúsi í Hafnarfirði. Einhverjar skemmdir urðu á hvorum staðnum fyrir sig en ekki er ljóst hversu umfangsmiklar þær eru. Sam- kvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu gekk vel að dæla á báðum stöð- unum, en vatnsveður um nóttina orsakaði lekana. LÖGREGLUFRÉTTIR Hraðakstur á Sæbrautinni Hraðakstursbrot 427 ökumanna voru mynduð á Sæbraut í vikunni, en eftirlit- ið stóð yfir í um tuttugu klukkustundir. Á tímabilinu óku rúmlega sex þúsund ökutæki fram hjá hraðamyndavélum lögreglu og reyndust um sjö prósent þeirra aka yfir afskiptahraða. Sá sem hraðast ók mældist á 99 kílómetra hraða á klukkustund, en hámarkshraði á brautinni er sextíu kílómetrar. LÖGREGLUFRÉTTIR ÁSTRALÍA, AP Kevin Rudd, verðandi forsætisráðherra Ástralíu, kynnti ráðherralista sinn á fimmtudag. Meðal þeirra er fyrsti kven- varaforsætisráðherrann og í stól umhverfisráðherra sest fyrrver- andi rokksöngvari. Utanríkisráðherra verður Stephen Smith, lögfræðingur frá Vestur-Ástralíu sem eins og flestir hinna nýju ráðherranna er svo til með öllu óþekktur utan landsteina Ástralíu. Hin nýja ríkisstjórn ástralska Verkamannaflokksins sver embættiseið á mánudag. Þar með lýkur formlega ellefu ára valdatíma hægristjórnar, sem John Howard fór fyrir. - aa Ný stjórn í Ástralíu: Rokkstjarna í umhverfismálin PERSÓNUVERND Lögreglumenn eiga að láta það fólk sem kemur í lög- reglubíla vita af myndbands- og hljóðupptökum í bílunum. Þetta segir Persónuvernd. Fyrirspurnir um heimildir lög- reglu til þess að beina myndavél- um að fólki úr lögreglubifreiðum bárust til Persónuverndar sem ósk- aði upplýsinga frá ríkislögreglu- stjóra. Spurt var hvort lögreglan beindi eftirlitsmyndavélum að almenningi úr lögreglubifreiðum. Ef svo væri, hvernig lögbundinni viðvörunarskyldu væri fullnægt og hvernig farið væri með mynd- efni sem þannig safnaðist. Ríkislögreglustjóri segir að þeim sem lögreglan hafi afskipti af sé gerð grein fyrir því að samtöl verði tekin upp á hljóðband og að atburðarás hafi verið fest á mynd- disk. Þeim sé sagt að þessar upp- tökur séu hafnar og þeim verði haldið áfram í lögreglubílum. Í svörum ríkislögreglustjóra til Persónuverndar segir að í hluta lögreglubíla séu ratsjártæki með myndavélum sem notuð séu við löggæslustörf. Tólf slíkum tækjum hafi verið komið fyrir í lögreglu- bílum í fyrra og hittiðfyrra. Á þessu ári og því næsta eigi að bæta við átján tækjum. „Tilgangur þessa búnaðar, sem tekur upp hljóð og mynd, er að varðveita sönnunar- gögn um umferðarlagabrot og önnur afbrot sem sæta afskiptum lögreglunnar hverju sinni,“ segir ríkislögreglustjóri. - gar Persónuvernd ítrekar upplýsingaskyldu lögreglu um mynd- og hljóðupptökur: Sagt verði frá upptökum í bílum LÖGREGLAN Ratsjártæki með myndavél- um eru í hluta lögreglubíla og bifhjóla og fleiri tæki verða keypt. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA ÞORGERÐUR KATRÍN Menntamálaráðherra. ÓMAR BENEDIKTSSON Formaður stjórnar RÚV. PÁLL MAGNÚSSON Útvarpsstjóri. ÓSKAR HRAFN ÞORVALDSSON Ritstjóri visir.is. Um ævistarf þessa fjölhæfa frumkvöðuls má segja að hug hans og höndum hafi verið fátt ofviða sem hann fékk áhuga á. Ekki var þó mulið undir hann í bernsku og ungur maður fékk hann berklaveiki og glímdi lengi við hana. Í bók sinni, Sótt á brattann, segir Ævar frá lífshlaupi sínu og viðfangsefnum svo að unun er að lesa. Ævar er löngu þjóðkunnur maður en lúpínuseyði hans hefur hjálpað fjölda manns til heilsu. www.skjaldborg.is Af lífshlaupi frumkvöðuls Mál og Músík Diskarnir á tilboði! Tómas R. og Samúel Jón koma í dag kl. 16 og spila fyrir okkur. Ó ! · 1 0 3 8 8 TEKIST Á UM UPPLÝSINGAR Umboðsmaður Alþingis segir að upplýsa eigi um launakjör starfsfólks Útvarpsins sé eftir því leitað. KJÖRKASSINN Ert þú fylgjandi trúarlegu starfi presta í leikskólum? Já 61,8% Nei 38,2% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú áhyggjur af bágri stöðu heimilislausra? Segðu þína skoðun á visir.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.