Fréttablaðið - 01.12.2007, Síða 12
12 1. desember 2007 LAUGARDAGUR
DÓMSMÁL Maður á fertugsaldri
hefur verið dæmdur til átta mán-
aða fangelsisvistar í Héraðsdómi
Reykjavíkur fyrir grófa líkamsár-
ás. Hann sló 44 ára gamlan Portú-
gala nokkur hnefahögg í andlitið
með þeim afleiðingum að hann
nefbrotnaði, fékk glóðarauga og
hlaut varanlega sjónskerðingu.
Árásin átti sér stað á mótum
Pósthússtrætis og Austurstrætis
hinn 18. febrúar í fyrra. Maðurinn
sem ákærður var fyrir árásina
varð tvísaga um ástæðu hennar;
við lögreglumenn sagði hann að
hann hefði orðið reiður eftir að
fórnarlambið lamdi hann í andlitið
og lamið hann á móti, en fyrir
dómi sagðist hann hafa orðið
hræddur þegar fórnarlambið
lamdi hann í andlitið, „panikerað“
og kýlt hann.
Dómurinn tók ekki mark á
útskýringum mannsins og mat
svo að hann ætti sér engar máls-
bætur. Hann var dæmdur til átta
mánaða fangelsisvistar auk þess
sem hann var látinn greiða rúmar
tvö hundruð þúsund krónur í
sakarkostnað. - sþs
Átta mánaða fangelsisdómur fyrir líkamsárás:
Kýldi mann í andlit
við Pósthússtræti
RÚSSLAND, AP Þingkosningar til
Dúmunnar, neðri deildar þingsins í
Rússlandi, fara fram á morgun.
Útlit er fyrir að aðeins tveir flokk-
ar, Sameinað Rússland og Komm-
únistaflokkurinn, nái inn á þing
eftir breytingar á kosningalögun-
um um að flokkar þurfi að fá að
minnsta kosti sjö prósent atkvæða.
Vladimír Pútín leiðir lista Sam-
einaðs Rússlands og benda spár til
að flokkurinn muni vinna stórsigur
í kosningunum.
Pútín hefur sagt að úrslit kosn-
inganna muni merkja dóm kjós-
enda yfir stefnu sinni. Hefur hann
gefið í skyn að hagstæð úrslit gefi
honum umboð til að halda áfram í
völd eftir forsetakosningarnar sem
fram fara 2. mars næstkomandi.
Pútín má ekki bjóða sig fram í þeim
samkvæmt lögum um að forsetar
megi ekki sitja lengur en tvö kjör-
tímabil. Stjórnarandstöðuleiðtog-
inn og skákmeistarinn fyrverandi
Garrí Kasparov segir úrslit kosn-
inganna þegar ljós og að þær muni
hafa í för með sér „alger yfirráð
Sameinaðs Rússlands, með
umfangsmiklu kosningasvindli“.
Meðal annarra breytinga sem
gerðar voru á kosningalögum er
afnám 225 einmenningskjördæma.
Í síðustu kosningum unnu óháðir
eða smáflokkar í hundrað þessara
kjördæma. sdg@frettabladid.is
Pútín örugg-
ur um sigur
Allt bendir til að Sameinað Rússland, flokkur Vladi-
mírs Pútín Rússlandsforseta, vinni yfirgnæfandi sigur
í þingkosningum sem fram fara í Rússlandi á morgun.
SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580
Meindl
Colorado GTX
Jólatilboð
17.900 kr.
verð áður 19.900 kr.
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/U
T
I
35
20
0
11
/0
6
fyrir eldri borgara
Við bjóðum eldri borgurum til aðventuhátíðar í Aðalbanka Landsbankans í Austurstræti
laugardaginn 8. desember og sunnudaginn 9. desember kl. 15–17.
Aðventuhátíð
Rithöfundar lesa úr verkum sínum:
8. des. Freyja Haraldsdóttir og Alma Guðmundsdóttir lesa úr ævisögunni Postulín.
Edda Andrésdóttir les úr bókinni Í öðru landi.
9. des. Freyja Haraldsdóttir og Alma Guðmundsdóttir lesa úr ævisögunni Postulín.
Ingibjörg Haraldsdóttir les úr bók sinni Veruleiki draumanna.
Tónlistaratriði báða dagana:
Atriði úr söngleiknum Ást.
Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona syngur.
Veitingar í boði og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Eldri borgurum stendur til boða að fá ókeypis akstur með leigubíl
til og frá bankanum á þessum tíma í boði Landsbankans og BSR.
Þeir sem hafa áhuga á að koma á Aðventuhátíð Landsbankans eru vinsamlegast
beðnir að skrá sig í Þjónustuveri bankans í síma 410 4000. Takið fram við skráningu
hvort þið viljið fá ókeypis akstur til og frá bankanum.
A
ug
lý
si
ng
as
ím
i
– Mest lesið
SKIPULAGSMÁL Bæjarfulltrúar meirihluta Samfylk-
ingarinnar segja verð fyrir lóðir sem úthluta á í
Vallahverfi ákveðið með það í huga að jafna mun á
lóðargjöldum í Hafnarfirði og öðrum sveitarfélög-
um á höfuðborgarsvæðinu. Segja þeir gjöldin í
Hafnarfirði hafa verið áberandi lægst og að
lóðarverð þar verði áfram lægst. „Þar munar að
jafnaði um 18 prósent frá fastsettu lóðarverði í
Reykjavík. Áfram verður því tryggt að hófs sé
gætt í lóðargjöldum en eðlilegar tekjur innheimt-
ar af sameiginlegum verðmætum bæjarbúa sem
felast í nýjum og eftirsóttum byggingasvæðum,“
segir meirihlutinn. - gar
Lóðaúthlutun í Hafnarfirði:
Dýrari lóðir eru samt ódýrastar
LÚÐVÍK GEIRSSON Bæj-
arstjóri í Hafnarfirði.